Ekkert til vara á eldfjallaeyju

Á Íslandi gjósa eldstöðvar, snjóflóð falla og snjóskaflar stífla innviði, fjallshlíðar losna og renna yfir hús og bæi, sterkir vindar feykja af húsþökum og háspennulínum, miklar rigningar fylla holræsin, nístandi kuldinn gerir götur hálar, öldur hamast á bátum við bryggju og svona mætti lengi telja.

Það má alltaf eiga von á einhverju og vissara að búa sig undir að þurfa taka á því, hvað það sem nú er.

Auðvitað er ekki hægt að tryggja sig gegn öllu en það er hægt að minnka höggið þegar þörfin er sem mest.

Þess vegna hafa íslensk yfirvöld auðvitað safnað í digra sjóði sem nema tugum milljarða. Sé þörf á að reisa vegg fyrir tvo milljarða þá er það lítill vandi, ekki satt?

Nei, það kemur í ljós að milljarðatugirnir eru ekki til staðar. Þeir eru bara tölur á pappír. Lítill miði á botni tóms peningakassa þar sem stendur:

Skulda þér 30 milljarða.
Ríkissjóður.

Ríkið er búið að eyða neyðarsjóðunum í veislur fyrir fína fólkið, hælisleitendur og allskonar annað en viðbrögð vegna náttúruhamfara. 

Og er þá komin ástæðan fyrir því að nú eigi að skella enn einum skattinum á Íslendinga til að fjármagna vegg.

Menn eru sem sagt algjörlega búnir að gleyma eldgosinu í Vestmannaeyjum, mannskæðum snjóflóðum á minni lífstíð og skriðunum við Seyðisfjörð fyrir örfáum misserum, svo eitthvað sé nefnt. Gleymt og grafið. Fjarlæg fortíð. Ekkert að læra af slíkum viðburðum! 

Er farið að vera við hæfi að efast í vaxandi mæli um getu yfirvalda til að leiða land og þjóð? Búa í haginn fyrir framtíðina? Lágmarka eignatjón og týnd mannslíf vegna hins vel þekkta óútreiknanleika náttúruaflanna á Íslandi?

Það var góð hugmynd að stofna neyðarsjóð. Það var vond hugmynd að eyða honum í kampavín fyrir útlenska stjórnmálamenn og ókeypis tannviðgerðir fyrir efnahagslega flóttamenn.

Og það er góð hugmynd að blása til kosninga vegna þessa hneykslis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Geir

þetta er mjög athyglisvert blogg hjá þér og ætti að vekja fólk til umhugsunar.

vandinn varðandi kosningar er að það þyrfti að skipta út öllu liðinu sem nú situr á alþingi og því sem er í boði hjá flestum flokkum, núverandi ríkisstjórn er hand ónýt og varla eftir nokkru skárra að slægjast úr stjórnarandstöðunni.

kv. hrossabrestur.

Hrossabrestur, 15.11.2023 kl. 11:11

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"í frumvarpinu um fjáraukalög kemur fram að í sjóðnum sé núna 3,8 milljarðar“ segir Eyjólfur."

Veistu, ég er mest hissa á að þeir skuli ekki hafa stolið síðustu dreggjunum líka.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2023 kl. 14:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Bara einni launahækkun opinberra starfsmanna frá því!

Geir Ágústsson, 15.11.2023 kl. 15:35

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Opinberir starfsmenn eru á opinberlega náttúruhamfarir.

Þá vil ég heldur fellibyl.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2023 kl. 16:42

5 identicon

Það virðist sem það sé einn örlítill galli á þessari frétt Útvarps Sögu, hún er uppspuni frá upphafi til enda. Ég veit að það er of lítill galli til að róa höfund og gesti þessa bloggsvæðis en aðrir gætu viljað vita það.

Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem er sá aðili sem bætir fyrir tjón vegna náttúruhamfara, hefur burði til að greiða út öll tjón þó Grindavík fari í heilu lagi undir hraun.

Framkvæmdir eins og varnargarðar vegna hrauns eða snjóflóða falla ekki undir tjón og greiðast því ekki úr sjóðum sem ætlaðir eru til að greiða fyrir tjón. Þær framkvæmdir eru samþykktar á Alþingi og síðan fjármagnaðar með greiðslum úr ríkissjóði, beint eða gegnum sjóði sem stofnaðir eru til að fjármagna framkvæmdir. Til dæmis var Ofanflóðasjóður stofnaður til að greiða fyrir snjóflóðavarnargarða en enginn sjóður hefur verið stofnaður til að fjármagna hraunvarnargarða.

Vagn (IP-tala skráð) 15.11.2023 kl. 18:09

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hér er enginn að vísa í "frétt Útvarps Sögu", heldur viðtal sem aðrir hafa fjallað um, svo sem Mannlíf.

Hvað veist þú sem formaður fjárlaganefndar veit ekki? Annars sé ég suma kalla á eftir því að fá að sjá ársreikninga viðeigandi sjóða. Þú lumar kannski á tengil, úr því þú ert hérna að leiðrétta formann fjárlaganefndar?

Geir Ágústsson, 15.11.2023 kl. 19:09

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég biðst afsökunar, sá sem viðtalið er tekið við er víst 2. varaformaður fjárlaganefndar, en það gerir ekkert til.

Nefndarmenn í fjárlaganefnd | Alþingi (althingi.is)

Geir Ágústsson, 15.11.2023 kl. 19:11

8 identicon

Það sem þú kallar neyðarsjóð er ekki neyðarsjóður. Það sem þú kallar neyðarsjóð er varasjóður, skúffufé, til ýmissa hluta sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum. Í lok hvers fjárlagaárs er hann iðulega nærri því tómur, eins og við er að búast, og veðurfræðingar búnir að setja upp auka mæla, kjarasamningum fylgt, óvæntum gestum þjónað, bændum bættur fjárskaði vegna riðu o.s.frv. og það án þess að brjóta fjárlög eða fresta til næsta fjárlagaárs. Vonandi nægir það sem eftir er til að greiða óvænt aukin útgjöld veðurstofu, lögreglu, almannavarna, vegagerðarinnar o.s.frv. út árið....eða senda þá aðila heim og nota peninginn í varnargarð eins og kvóta nefndarmaður og þingmaður flokks fólksins vill.

Lög um opinber fjármál. (ekki skýringar með frumvarpi eins og 2.varamaður vitnar í) 24.gr. Almennur varasjóður [A1-hluta]. Í frumvarpi til fjárlaga skal gera ráð fyrir óskiptum almennum varasjóði til að bregðast við útgjöldum sem eru tímabundin, ófyrirsjáanleg, óhjákvæmileg og ekki er unnt að bregðast við með öðrum hætti samkvæmt lögum þessum. Varasjóður skal nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga.     Ráðherra tekur ákvarðanir um ráðstöfun fjár úr varasjóði og gerir fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir nýtingu þess þegar ákvörðun liggur fyrir.

Vagn (IP-tala skráð) 15.11.2023 kl. 22:26

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að margir teki tekið undir að ríflegar launahækkanir til opinberra starfsmanna séu oftar en ekki ófyrirsjáanlegar, óhjákvæmilegar (en ekki hvað!) og ekki hægt að bregðast við með almennri skattheimtu ríkisins. Enda þenst báknið út sem nemur "varasjóði" og rúmlega það á hverju ári.

Það virðist vera alveg stórhættulegt að skilja svona peningapoka eftir á glámbekk í Alþingi.

Geir Ágústsson, 16.11.2023 kl. 08:39

10 identicon

Laun hækka hjá opinberum starfsmönnum eins og hjá öðrum. Og fyrirfram er ekki vitað hversu mikið samið verður um. 

Báknið þenst svo út eftir því sem landsmönnum fjölgar. Það þarf víst fleiri heilbrigðisstarfsmenn, kennara, lögregluþjóna o.s.frv. til að veita þá þjónustu sem almenningur krefst.

Það sem er stórhættulegt væri að sleppa sjóðnum og fresta öllum greiðslum vegna óvæntra atburða fram yfir næstu fjárlagagerð. Fækka lögregluþjónum og kennurum þar til fjárveiting fæst fyrir launahækkunum. Sleppa því að vakta hættusvæði því ekki var gert ráð fyrir náttúruhamförum á árinu o.s.frv.

Vagn (IP-tala skráð) 16.11.2023 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband