Þriðjudagur, 7. nóvember 2023
Eina ráðið gegn ofríki stjórnvalda
Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur lagt áform um sameiningu átta framhaldsskóla til hliðar. Þetta gerir hann auðvitað vegna mótmæla, andmæla og gagnrýni. Alveg svakalegrar gagnrýni sem fékk mikla athygli.
Nú er þetta kannski lítið og ómerkilegt mál í stærra samhenginu (tilfinningaveran ég myndi samt öskra af reiði ef séreinkenni MR yrðu sett í tætarann umfram það sem nú er) en sýnir samt fram á nokkuð mikilvægt: Við borgararnir getum spyrnt við fótum þegar yfirvöld senda jarðýturnar af stað. Með svolitlum samtakamætti getum við hrint aftur af áætlunum yfirvalda. Við getum það ef við nennum og viljum.
Á veirutímum nenntum við ekki né vildum. Við leyfðum yfirvöldum að rústa hagkerfinu, lífum fólks, heilsu fólks, kaupmætti gjaldmiðilsins, andlegri heilsu barna og svona mætti lengi telja. Við mótmæltum lítið sem ekkert og fjölmiðlar klöppuðu í takt við trommuslátt yfirvalda.
Ég verð að viðurkenna að þetta fyllir mig af svolítilli bjartsýni. Ekki mikilli en svolítilli. Þegar yfirvöld lýsa næst yfir þvælu og nota til að rústa lífi þínu þá getur þú rifjað upp þegar menntamálaráðherra hætti við að þurrka út nokkra framhaldsskóla til að fegra Excel-skjöl.
Er það ekki alveg frábært?
Hættur við sameiningu framhaldsskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.