Mánudagur, 30. október 2023
Blaðamaður í krossferð gegn tjáningarfrelsinu
Í alvöru, blaðamaður Heimildarinnar? Í alvöru?
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur stefnt Páli Vilhjálmssyni og Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Reynt verður á hvort að Árvakur beri ábyrgð á ærumeiðandi ummælum á Moggablogginu.
Ef það verður niðurstaðan að fjölmiðlalögin eigi við gæti það haft þýðingu síðar meir fyrir Árvakur varðandi hvað fólk er að skrifa inn á þetta bloggsvæði, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins.
Sjaldan hefur klígja blaðamanns yfir tjáningarfrelsi óbreyttra borgara verið jafnáberandi. Og auðvitað yfir tjáningu annarra blaðamanna.
Nú hef ég skrifað á Moggabloggið síðan í apríl 2007 og hef alla tíð kunnað vel við að fá að gera það nokkuð óáreittur, og þá sérstaklega á veirutímum. Moggabloggið jafnast á við skoðanapistlana á visir.is, en án markvissrar ritskoðunar (einstaka Moggabloggari hefur verið bannaður en sem betur fer fáir).
Rétt eins og visir.is gerir stundum mat úr skoðanagreinum sínum þá gerir Morgunblaðið stundum mat úr Moggabloggum. Alls ekki oft, en stundum.
Rétt eins og fréttamenn dv.is vísa í aðsendar greinar í Morgunblaðinu eða á eigin svæði.
Rétt eins og fréttamenn RÚV ef einhver frægðarsólin tjáir sig á fjésbókinni.
DV hefur meira að gert sér mat úr Moggabloggum, og er þá mikið sagt.
Núna ætlar blaðamaður, sem hatar greinilega tjáningarfrelsið og telur að einhver lög eigi að setja því takmörk, að reyna draga fjölmiðil fyrir fætur hins opinbera og spyrða saman framhaldsskólakennara úti í bæ við starfsemi fjölmiðilsins.
Eins og aðförin að kennaranum sé ekki nóg?
Þetta er greinilega blaðamaður sem fór ekki út í fag sitt með það að markmiði að segja fréttir, fjalla um menn og málefni, kryfja málin og afhjúpa spillingu, og í leiðinni draga að sér lesendur og áskrifendur. Nei, hann fór út í fag sitt til að reyna þagga niður í öðrum. Öðrum fjölmiðlum. Einstaklingum úti í bæ. Framhaldsskólakennara, sem er vel á minnst með meiri lestur en fjölmiðill hins klígjugjarna blaðamanns, að mér skilst.
Ef þessi blaðamaður, þessi andstæðingur tjáningarfrelsisins, fær svo mikið sem hænufeti framgengt í vegferð sinni þá er illt í efni.
En þótt blaðamaðurinn haldi að Moggabloggið sé upphaf og endir tjáningar íslenskra borgara á netinu, án aðkomu ritstjóra, þá er það svo sannarlega ekki raunin. Ef honum tekst að lokka þungan fót yfirvalda til að traðka á Moggablogginu þá spretta tíu önnur upp, og hætt við að þau verði síður kurteis í garð fasista en nú er raunin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
Engvu vid þetta að bæta.
Hann er búin að afhjúpa sig sem "blaðursmann" og hefur aldrei
verið blaðamaður. Svo er víst.
Sigurður Kristján Hjaltested, 31.10.2023 kl. 00:22
Hvað vitum við nema að Aðalsteinn Kjartansson er bara peð í þessu og eitthvað annað vald er að ýta þessu máli í gegnum dómskerfið. Er ekki blæti þessarar ríkisstjórnar að geta þaggað niður í óþægilegum skoðunum snýst ekki frumvarp um hatursorðræðuna því til sönnunar?
Er nokkuð viss um að Aðalsteinn Kjartansson færi ekki í þessa baráttu ef hann hefði ekki einhvern stuðning enda velti ég því fyrir mér hver er að borga laun lögfræðingsins hans í öllum hans málum?
Og hvenær eiginlega kemur að því að við sjáum einhverja ákæru í eitrunarmáli Páls skipstjóra? Þessi bið er löngu farin að verða tortryggileg í garð ríkissins.
Þröstur R., 31.10.2023 kl. 06:28
Undarlegast er samt að sjá fólk sem ekki var sátt við að menn misstu vinnuna og voru svo til útskúfaðir vegna metoo skrifa og slúðurs á samfélagsmiðlum haldi nú varla vatni af hneykslun þegar einhver sem telur slúðurbera, sem fyrr á þessu ári fékk á sig dóm fyrir rógburð, vera að brjóta á sér rís upp og heimtar að hann standi fyrir máli sínu. Og að eigandi vefsvæðis, sem er vel kunnugt um fyrri brot og fer ekki að lögum um fjölmiðla og egin reglum og gerir ekkert til að koma í veg fyrir áframhaldandi lögbrot slúðurberans, verði látinn sæta þeirri ábyrgð sem hann ber.
Vagn (IP-tala skráð) 31.10.2023 kl. 09:58
Mér tekst ekki að vera bannaður, ennþá. Sem er nottla svæsið sniðgengis einelti.
Guðjón E. Hreinberg, 31.10.2023 kl. 13:41
Vagn,
Þú ert enn og aftur að gera það sem stundum er kallað "missing the point", sem er sá að jafnvel hjal sem þú ert ósammála, og ert jafnvel fullviss um að sé lygi eða rógburður (og lætur dómstóla dæma um slíkt fyrir þína hönd), eigi á einhvern hátt að þola skerðingar.
Og um leið mögulega að halda því fram að öll lög séu góð og réttlát lög og að lögbrot séu því alltaf hið sama og að hafa gert eitthvað af sér.
Geir Ágústsson, 31.10.2023 kl. 15:43
Kerran með skilaboð úr annarri vídd.
Ja hérna.
Ég er bara smá bannaður hérna. Má ekki skrifa athugasemdir um fréttir. Ekki beint, þeas. Ég get alveg sett hlekki.
Annars...
Það er dáldið að skjóta sig í fótinn fyrir fréttamann að berjast geng tjáningafrelsinu.
"Reynt verður á hvort að Árvakur beri ábyrgð á ærumeiðandi ummælum á Moggablogginu."
Þetta er Bullshit. Hvernig getur aðili A borið ábyrgð á hvað aðili B segir eða gerir?
Ásgrímur Hartmannsson, 31.10.2023 kl. 16:48
Sæll Geir; og þið hinir, gestir Geirs síðuhafa !
Geir !
Áður; en lengra er haldið hentu Hádegis móa menn (Morgunblaðs liðar)
síðu minni (svarthamar.blog.is) út hjeðan af vefnum í Janúar 2015 -
jeg hafði víst verið of harðhentur í garð Lífeyrissjóða sukksins
íslenzka, auk ýmissar annarrar hreinskilni til annarra mála.
Aðalsteinn Kjartansson; auk margra annarra, á heiður skilinn fyrir
að sauma að Engeyinga-Samherja Mafíunni en, . . . . hvað skyldi
reka Pál Vilhjálmsson til, að verja þennan lýð, sem er að kafsigla
land og fólk og fjenað fjárhagslega sem siðferðilega, piltar ? ? ?
Hvaða hagsmuni; skyldi Páll:: mætur blaðamaðurinn hafa af því ?
Stendur Páll Vilhjálmsson; í einhverri þakkarskuld við þennan ófjenað ?
Mbkv.; sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.