Föstudagur, 20. október 2023
Lengjum frí þingmanna
Þingmenn vinna alltof mikið. Þeir eiga að vera miklu meira í fríi. Þá framleiða þeir minna af kjánalegum inngripum í samfélagið. Lög fá að rykfalla þegar fólki og fyrirtækjum hefur tekist að finna leiðir framhjá hindrunum þeirra. Minna af skattfé landsmanna er sent erlendis, í vasa vopna- og lyfjaframleiðenda eða í hendur spilltra stjórnmálamanna.
Það er því fagnaðarefni að forsætisráðherra ætli að leggja niður störf á næstunni, hvað sem það nú þýðir. Færri gagnslausir fundir? Lægri ökustyrkur í boði skattgreiðenda? Minni prentkostnaður í Stjórnarráðinu? Ég sé ekkert nema kosti.
Ef menn vilja alveg einstaklega skemmtilega frásögn um ágæti þess að stjórnmálamenn geri ekkert og hvernig það í sjálfu sér flýtir mögulega lausn stórra vandamála þá get ég mælt með þessum fyrirlestri.
Í fyrirlestrinum segir frá upphafsárum mikillar efnahagslægðar sem kom í kjölfar peningaprentunar vegna þátttöku Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Svo illa vildi til að forsetinn fékk heilablóðfall um þetta leyti og var að mestu leyti óstarfhæfur. Hið opinbera beitti sér mjög lítið gegn leiðréttingu markaðarins og niðursveiflan var orðin að uppsveiflu á augabragði. Þetta er svo borið saman við ofvirka stjórnmálamenn sem voru við völd þegar önnur bóla sprakk tæpum áratug síðar en vegna allskyns aðgerða varði hún í fleiri ár.
Megi sem flestir stjórnmálamenn leggja niður störf á næstunni og sem lengst. Það myndi eitt og sér leysa mörg af vandamálum samfélagsins en til vara að búa ekki til ný.
Ég mun leggja niður störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Athugasemdir
Kannski bara best að leggja apparatið niðu og ráða framkvæmdastjóra yfir Ísland. Íbúafjöldinn hér er minni en sem nemur starfsmönnum margra fyrirtækja erlendis. Kannski bara ekki vitlaust að bjóða þetta út ?
Örn Gunnlaugsson, 20.10.2023 kl. 15:27
Lýðræðið væri mögulega skárra ef í stjórnmál nenntu að leita einstaklingar með hryggsúlu og hugmyndir.
Geir Ágústsson, 20.10.2023 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.