Laugardagur, 7. október 2023
Einhugurinn sem vísbending
Ekki veit ég af hverju Rússar eru ekki fyrir löngu búnir að teppaleggja Úkraínu. Þeir eiga flugvélarnar, flugskeytin og sprengjurnar. Þeir eiga mannaflann til að framkvæma. Þeir eru hvort eð er í skammarkrók þess litla hluta mannkyns sem telst til Vesturlanda. Ekki virðist efnahagur þeirra þjást mikið af þessum langvinnu átökum. Ýmis ríki eru að henda sér í fang Rússa.
Heimurinn er að klofna. Dollarinn er mögulega að missa stöðu sína í heimsviðskiptum.
Sem betur fer flæða vörur enn á milli heimshluta, stundum eftir nýjum leiðum. Sem betur fer, því ef vörur flæða ekki yfir landamæri þá gera hermenn það, eins og einn hagfræðingurinn sagði mögulega.
Hvað heldur aftur af Rússum? Af hverju er ekki búið að teppaleggja Úkraínu? Er þetta leikur kattarins að músinni? Eða eru Rússar að reyna lágmarka skaðann í eltingaleiknum við yfirlýst markmið sín? Eru þeir bleyður og þora ekki? Eru Kínverjar, Indverjar, Íranar, Brasilíumenn eða aðrir sem eru að auka viðskipti sín og samskipti við Rússa búnir að skamma þá og segja þeim að halda átökum við skotgrafir og sniglahraða?
En þá er það næsta spurning:
Hvað þarf til að Rússar ákveði að teppaleggja Úkraínu? Geislavirka sprengjuodda í vopnabúri Úkraínu? Litlar kjarnorkusprengjur? Atvinnuhermenn frá NATO sem beina þátttakendur (frekar en óbeina)?
Sem aukaspurning: Er einhver sem vill að Rússar teppaleggi Úkraínu af einhverjum ástæðum?
Ákvörðun Rússa um að senda hermenn yfir landamæri Úkraínu hefur af einum greinanda verið kölluð óréttlætanleg en rökrétt, sem mér finnst vera ágætlega hófstillt afstaða (mögulega röng, en hófstillt engu að síður). Manni sem er búið að stilla upp við vegg eru ekki gefnir margir valkostir, en hann hefur þó einhverja aðra en að sveifla hnefanum. Gott og vel.
En það er nokkuð sem fær mig umfram allt til að efast um Grýlusögurnar um Rússa: Sá raunveruleiki að flestir virðast trúa þeim og gleypa með húð og hári. Þegar einhugurinn er svona mikill í flóknu máli með langan aðdraganda og margar flækjur er ástæða til að efast - mikið.
Rússar reyni aftur að eyðileggja orkuinnviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé bara Rússar að vera praktískir.
Mjög einfalt.
Þeir eru með vel víggirta aðstöðu, góðar flutninsleiðir, geta bara dundað sér við að spila Real Life Storm the Castle við Úkraníumenn.
Þetta er fyrir þá hernaður með lágmarks mannfalli fyrir þá, en hámarks fyrir andstæðinginn. Það hefur alltaf verið vitað að sá sem stormar kastalann verður alltaf fyrir meiri skaða en sá sem ver hann.
Að vera að sprengja alla úkraníu í loft upp væri sóun í litlum sem engum tilgangi.
Nú er bara verið að bíða þess að úkraníumenn verði uppiskroppa men mannskap, og þá sjáum við hvort Rússar hafa ahuga á meira af úkraníu.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2023 kl. 17:51
Ef NATO eða Evrópusambandið fer að bjóða fallbyssufóður þá gæti slík nálgun dregist á langinn. Gæti gerst. Hverjum er ekki sama um einhverja Pólverja?
Geir Ágústsson, 7.10.2023 kl. 19:19
Rússum er sama.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2023 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.