Maðurinn sem óttaðist dauða sinn

Einu sinni var mér sögð saga af manni sem hafði fengið einhvers konar vitjun um hvenær hann myndi deyja. Til að forðast allar mögulegar hættur ákvað hann því að læsa sig inni í peningaskáp og kafnaði þar til dauða á nákvæmlega þeim tíma sem spáin hafði hljóðað upp á.

Íslendingar eru mjög hræddir um að bankarnir hrynji. Svo hræddir að bankar eru nú að drukkna í lögum og reglum. Þetta bitnar ekki bara á arðsemi þeirra heldur líka samkeppninni. Til að geta keppt við íslenska banka þarf mikið fé til að geta uppfyllt allar kröfur, bæði áður en að rekstur hefst og eftir á. Menn eru því að gera hvoru tveggja: Hamla samkeppni og kvarta undan skorti á henni. 

Að auki eru allskyns skattar lagðir á banka umfram aðra. Þeir bitna vitaskuld á verðlaginu, hvort sem það er þjónustugjöldum eða vaxtamuninum. Það er vel þekkt að skattar hafa hamlandi áhrif, enda leggja menn þá á tóbak og áfengi (og laun, væntanlega til að draga úr vinnuvilja fólks). Þegar ríkisvaldið er búið að keyra hagkerfið í þrot er blásið í tímabundin „Allir vinna“ átaksverkefni þar sem aðeins er gefið eftir í skattheimtunni til að skapa störf, tímabundið. 

Kannski vilja menn hafa þetta svona. Að rekstur banka sé dýr. Að samkeppni milli banka sé lítil. Að þjónusta þeirra kosti mikið. Mögulega felst í þessu mikill ávinningur fyrir ríkið og ríkissjóð. Á kostnað almennings, en hverjum er ekki sama?

Maðurinn sem drap sig í peningaskápnum vissi það kannski ekki þá, þegar hann dró sína seinustu andadrætti, en reynsla hans hefur reynst vera mörgum innblástur frekar en víti til varnaðar.


mbl.is Regluverkið mögulega of viðamikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Regluverkið er viljandi haft hamlandi, til þess að hindra samkeppni, vegna þess að allir vita að ríkið myndi verða undir í henni.

Úrkynjunin er í hámarki, fall er ekki bara í nánd, það er yfirstandandi, og eitthvað allt annað mun koma í staðinn.

BRICS er til dæmis að rísa.  Og það nokkuð hratt.  Vel af sér vikið fyrir samtök þar sem helmingur meðlima eru kommúnistar.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.10.2023 kl. 17:13

2 identicon

Kunnuglegur söngur frá því fyrir hrun. Og þá var hlustað og dregið úr eftirliti og reglum fækkað. Afleiðingarnar eru þekktar.

Bankar eru eins og óvitar sem fara sér að voða ef ekki er strangt eftirlit og reglur yfir minnstu smáatriði. Ef ekki þá aðstoða þeir glæpamenn, hjálpa til við skattsvik, stunda fjárhættuspil á mörkuðum og skuldsetja sig upp í rjáfur. 

Vagn (IP-tala skráð) 7.10.2023 kl. 02:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Viltu þá ekki stofna nýjan banka með hreina samvisku sem höfðar til viðskiptavina á grundvelli heilags ásetnings?

Ah, þú þarft að vera milljarðamæringur áður en þú efnast á heiðarlegu bankaviðskiptunum þínum.

En góður punktur: Aðgangshindranir regluverks og opinberra afskipta eru slíkar að bankar sjá enga ástæðu til að fela hvítflipaglæpi sína. Því hvert ætlar þú, kæri viðskiptavinur, eiginlega að færa þig? Til hinna hvítflipaglæpamannanna? HAHAHAHAHA

Geir Ágústsson, 7.10.2023 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband