Fé­lag ís­lenskra rafbif­reiðaeig­enda

Gagnrýni getur tekið á sig tvær meginmyndir: Að gagnrýna eitthvað fyrir að ganga of skammt, og gagnrýna eitthvað fyrir að ganga of langt.

Síðan er auðvitað hægt að gagnrýna að eitthvað sé yfirleitt við lýði (eins og erfðafjárskattur, tollar og kröfur um leyfi til að fá að klippa hár), en það er önnur saga.

Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda hefur nú gagnrýnt yfirvöld fyrir nýleg áform um skattlagningu á bifreiðar. Eitthvað með kílómetragjald og að í sumum tilvikum geti skattlagning á bensínbíl hreinlega verið vægari en á rafmagnsbíl. Formaðurinn lætur svo eftir sér þessi orð:

Við setj­um ákveðinn fyr­ir­vara við það og við telj­um gjaldið of hátt í til­fell­um minni og létt­ari raf­bíla. Sam­an­b­urðardæmi sýna að í ein­hverj­um til­fell­um er sam­bæri­leg­ur bens­ín­bíll miðað við þyngd og nota­gildi að bera lægri notk­un­ar­gjöld en raf­bíll­inn í því til­viki.

Þá telj­um við að of hátt gjald gæti orðið nei­kvæður hvati varðandi vilja fólks til að fjár­festa í raf­bíl­um.

Ég hef fulla samúð með þeim sem vilja senda færri peninga í vasa spilltra prinsa í Miðausturlöndum en áttum okkur á nokkrum atriðum: Það er nánast ómögulegt að fá leyfi til að virkja á Íslandi, nú þegar er verið að skerða raforku til ákveðinna notenda, rafmagnsnotkun eykst í sífellu af ýmsum ástæðum og rafmagnsbílar eru veðmál (ásamt vetnisbílum, metanbílum og öðru eins), en ekki endilega lausn til framtíðar. Fyrir utan að framleiðsla rafmagnsbíla er í sjálfu sér umhverfisslys með tækni dagsins í dag.

Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda er því miður að reyna merkja sig sem Fé­lags ís­lenskra rafbif­reiðaeig­enda. Hinn venjulegi launamaður hefur ekki efni á rafmagnsbíl nema með niðurgreiðslum og niðurfellingu skatta. Hann kærir sig heldur ekki um rafmagnsbílinn og vill frekar eiga bíl sem dregur nokkur hundruð kílómetrum lengur á einni áfyllingu (sem tekur sekúndur, ekki klukkutíma, að sækja) og getur að auki dregið á eftir sér kerru eða fellihýsi. 

Mögulega var ákveðið á löngum fundi hjá Fé­lagi ís­lenskra bif­reiðaeig­enda að reyna höfða til yfirvalda og örlítils minnihluta félagsmanna um að gerast Fé­lag ís­lenskra rafbif­reiðaeig­enda. Blaðamenn hlaupa þá til og veita viðtöl og ríkið opnar jafnvel buddu skattgreiðenda til að styðja við hinn heilaga boðskap. En jarðtengingin er horfin og félagið hætt að tala fyrir hönd venjulegra bifreiðaeigenda. Hverfur þar með eitt seinasta athvarf þeirra sem eru jarðtengdir, og knúnir jarðefnaeldsneyti á ferðalögum sínum.


mbl.is Gefur stjórnvöldum falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband