Fimmtudagur, 7. september 2023
Hvernig veiðir þú apa?
Frægt er eitt ráð til að veiða apa. Holaðu kókoshnetu að innan og settu eitthvað eftirlæti apans inn í hana. Apinn setur opinn lófann inn, grípur um góðgætið og getur svo ekki náð krepptum hnefanum út. Veiðimaðurinn getur gengið að því vísu að apinn hafi þannig fest sjálfan sig í hnetunni og svolítið kylfuhögg í höfuð apans lýkur veiðinni. Fyrir lifandi lýsingu á þessari veiðiaðferð, með heimspekilegu ívafi, er hægt að horfa á þennan unga mann segja frá.
Í samhengi Parísarhjóls á hafnarbakka gjaldþrota borgar er blaðamaðurinn orðinn að apa og borgarstjóri orðinn að manninum með kylfuna sem dauðrotar. Blaðamaðurinn grípur um alveg ævintýralega vitlausa hugmynd og gleymir öllu um skuldir, ávöxtunarkröfu og uppgjör, og borgarstjóri getur tekið sinn tíma og jafnvel tekið því rólega á meðan blaðamaðurinn neitar að sleppa góðgætinu sem hann mun aldrei fá.
Hvað getum við lært af þessu?
Ekki vera apinn.
Borgarstjóri vill Parísarhjól á hafnarbakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allgjör snilldarlýsing..
Sigurður Kristján Hjaltested, 8.9.2023 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.