Tilbúinn, viðbúinn, af stað!

Smit. Nýtt afbrigði. Uppfærð bóluefni. Fréttir um veirur eru komnar á stjá í auknum mæli. Engir heimsendaspádómar ennþá en þannig var það líka í upphafi ársins 2020 þar til Kínverjar fóru að dæla út fölsuðum myndböndum af fólki að detta dautt niður úti á götu. 

Eitt af gjallarhornum hræðslunnar, The Guardian, stígur í bili rólega til jarðar í glænýrri frétt:

Á heimsvísu er myndin af útbreiðslu Covid mjög misvísandi. Í þróuðum ríkjum er sjúkdómurinn að breiðast út meðal þeirra sem hafa ekki fengið bóluefni. Á hinn bóginn, í ríkjum eins og Bandaríkjunum, hefur mikið verið gefið af bóluefnum og mikill þrýstingur er á alla aldurshópa að láta bólusetja sig, þar á meðal börn sem veikjast sjaldnast alvarlega frá Covid-smiti. Ungt fólk hefur hins vegar ekki farið mikið í bólusetningar.

**********

The global picture of Covid’s spread is extremely mixed. In developing nations, the disease spread through populations who were not provided with vaccines. By contrast, in countries such as the US, the vaccine take-up rate has been striking and there continues to be strong pressure for all ages to be immunised, including children who rarely suffer ill effects from Covid infections. Uptake rates remain low among young people, however.

Takið eftir tvennu þarna: Þeirri bláköldu lygi að það séu óbólusettir sem eru að dreifa veirunni, og létt skot á Bandaríkjamenn fyrir að þrýsta á börn að fara í sprautur (nokkuð sem The Guardian var mjög hlynntur á sínum tíma). 

Nú vonar maður auðvitað að yfirvöld séu ekki að hita sig upp fyrir nýja veirutíma sem margir sáu svo góð og mikil tækifæri í. En svona til öryggis þá er vissara að hafa einhverja áætlun.

Veirutímar vöktu marga til meðvitundar um þann stanslausa straum af bulli og þvælu sem yfirvöld og alþjóðlegar stofnanir reyna í sífellu að selja okkur. Í upphafi veirutíma leið eflaust mörgum eins og aleinum í heiminum og mörg fórnarlömb sprautnanna upplifa sig ennþá þannig. En smátt og smátt fór fólk sem trúði ekki á ágæti þess að loka börn inni og drepa gamalt fólk úr einveru að taka höndum saman. Það fór að mynda hópa og jafnvel formleg samtök og meira að segja þegar hræðsluáróðurinn var sem mestur var þetta fólk að hittast og veita faðmlög á drungalegum tímum.

Vísindamenn hafa líka margir hverjir hætt sér út fyrir þægindarammann og bent á hræðilegar afleiðingar aðgerða gegn veiru. Hið sama má segja um suma blaða- og stjórnmálamenn, ótrúlegt en satt. 

Ég er því að vona að ef menn reyna aftur að blása í veirutíma að þá verði slíku mætt með öflugri andspyrnu og gjarnan háði og spotti. Svona eins og þegar við áttum öll að óttast einhverja apabólu fyrir ekki löngu síðan. Sú bóla hvarf í hafsjó af háðsglósum.

Auðvitað geta yfirvöld lokað skólum og vinnustöðum þrátt fyrir ónýtan pappír eins og stjórnarskrár og lög. Þau geta lokað búðum og sett á grímuskyldu. En nema þau bókstaflega vilji byrja að handtaka fólk úti á götu í stórum stíl þá er ennþá mikið svigrúm til að óhlýðnast, hæðast að áróðrinum og eiga sér jafnvel félagslíf. 

Ég vona að það sé hægt að kæfa þessa litlu vísa að nýjum veirutímum í fæðingu en til vara má undirbúa sig andlega: Undir að vera skammaður eða uppnefndur samsæriskenningasmiður eða ömmumorðingi. Undir að vera útilokaður frá helstu umræðusvæðum. Undir að sjá mannréttindi skert vegna ónægrar inntöku á gagnslausum lyfjum.

Ég er tilbúinn, ef svo fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kaninn kallar þetta "kosninga afbrigðið."

Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2023 kl. 17:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ljómandi nafn. Síðan þarf bara að skella í neyðarástand og "fresta" kosningum, t.d. með því að egna Rússa í kjarnorkustyrjöld, a.m.k. gegn Evrópu. Spurningin er hversu lengi er hægt að halda uppi Weekend at Bernie's leikritinu með Biden. 

Geir Ágústsson, 3.9.2023 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband