Hjartaáföll, krabbamein og vísindalæsi

Í einhverju hádegishléinu í vinnunni kom til tals að sólskin væri mikið og að einn í hópnum væri stanslaust að bera á sig sólarvörn til að brenna ekki. Ég spurði, í mesta sakleysi, hvort hann reyndi að velja sólarvörn sem væri ekki krabbameinsvaldandi. Maðurinn, sem er almennt ágætlega upplýstur og góður í sinni vinnu, kom af fjöllum, og hópurinn allur í raun. Eflaust hugsuðu einhverjir í hópnum að hér væri ég að bera á borð enn eina samsæriskenninguna. Einn benti á að við værum innilokuð allan daginn og því viðkvæmari fyrir því að brenna en fyrri kynslóðir sem unnu úti. Umræðan fjaraði að öðru leyti hratt út og yfir í eitthvað annað.

Ég er mjög varfærinn þegar kemur að sólarvörn. Ég nota hana helst ekki og ber hana helst ekki á mín börn. Miklu betra er að vera mikið úti þegar sólin fer að láta sjá sig á vörn og byggja upp brúnku, sem er okkar náttúrulega sólarvörn. Þegar ég þarf að kaupa og nota sólarvörn þá vel ég hana frá Derma, sem hefur komið vel út í rannsóknum á neikvæðum áhrifum á líkamann (en þetta gæti breyst). 

En að stærra málinu.

Svo virðist sem almenningur sé almennt mjög vel upplýstur um að sprautur með mRNA-efnum séu áhrifaríkar og hættulausar. Þetta er jafnvel enn trú margra þótt óteljandi rannsóknir - aðallega framkvæmdar utan Bandaríkjanna - hafi sýnt fram á annað. Jafnvel óyggjandi, segja sumir, og benda á að ungt íþróttafólk er að stráfalla vegna hjartaáfalla.

Við erum líka meira og minna sannfærð um að koltvísýringslosun mannkyns sé að gjörbylta loftslagi plánetunnar. Að þessi sameind, sem hefur aukist úr um 300 hlutum á hverja milljón í 400 hluti á hverja milljón, sé ástæða þess að það sé of þurrt, of blautt, of hlýtt, of kalt, of hvasst eða of rakt (þetta breytist eftir því hvaða landsvæði er talað um og hvaða árstíð).

Margir eru að reyna minnka kjötneyslu, og þá sérstaklega feitt kjöt, og borða þess í stað meira kolvetni. 

Tilraunir hafa verið gerðar til að gera lítið úr ágæti lýsisneyslu og að lyfjanotkun sé þess í stað betri leið til að styrkja ónæmiskerfið.

Almennt fæ ég það á tilfinninguna að tvennt sé í gangi:

  1. Vísindalæsi er lélegt og byggist aðallega á matreiðslu blaðamanna á því sem þeir hafa áhuga á eða telja sig knúna til að segja.
  2. Oftrú á ákveðin vísindi er að setja okkur í faðminn á stórum fyrirtækjum með góðan aðgang að yfirvöldum og blaðamannafulltrúum þeirra.

Ég ætla að reyna tilheyra hvorugum hópnum, og halda áfram að forðast notkun á sólarvörn eins mikið og ég get, jafnvel þótt hádegisverðarhópurinn minn hafi komið af fjöllum.


mbl.is Skaðleg efni í sólaráburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallinn er hinsvegar sá að þó sólarvarnir innihaldi margar efni sem talin eru að geti verið krabbameinsvaldandi, sérstaklega ef mikið er borðað af þeim, þá er magnið ekki það mikið að veruleg hætta sé fyrir hendi. Svipað og oft áður þegar ýmis litarefni, sætuefni eða krydd í kílóatali á dag í áratugi áttu að kallast hættulegir krabbameinsvaldar og voru bönnuð. Ekkert krabbamein hefur verið rakið til sólarvarna en árlega eru nokkur hundruð þúsund rakin til útfjólublárra geisla og tugir þúsunda dauðsfalla. Samt er til fólk sem telur að betra sé að fá á sig geislana en sólarvörnina. Fólk sem aldrei hefur sýnt, og seint verður sagt hafa, snefil af vísindalæsi.

Svo virðist sem almenningur sé almennt mjög vel upplýstur um að sprautur með mRNA bóluefnum séu áhrifaríkar og hættulausar. Þetta er jafnvel enn vissa flestra þótt nokkrar greinar - aðallega samdar af andstæðingum bóluefna - hafi sagt annað. Jafnvel sannfærandi, segja sumir, og benda á að ungt íþróttafólk er að stráfalla vegna hjartaáfalla. Að vísu ekki í neitt meiri mæli en fyrir sprauturnar og ekkert fleiri sprautaðir en ósprautaðir. Sprauturnar eiga víst að vera svo hættulegar að engu skiptir hvort einhver er sprautaður eða ekki, hann er í mikilli hættu. Gott ef þeir segja ekki að síðasta eldgos hafi skeð vegna þess að einhver sullaði niður glasi af mRNA bóluefni.

Almennt fæ ég það á tilfinninguna að tvennt sé í gangi í vissum fámennum hópi:

    • Vísindalæsi er lélegt og byggir aðallega á matreiðslu andstæðinga þjóðfélagsins, stjórnvalda og bóluefna. Hvað þeim finnst telja þeir sannara en það sem er. Og þó allt hafi verið hrakið og flest augljósar lygar þá trúa samt einhverjir. Sönnunin fyrir því að hvítt sé svart verður hjá þeim að hinir segja hvítt vera hvítt.

    • Oftrú á ákveðin pólitískan boðskap þar sem upplýsingaóreiða og þjóðfélagsólga er tilgangurinn og eina leiðin til að skapa boðskapnum fótfestu. Að skapa vantrú og tortryggni á vísindum, stjórnvöldum og almennt öllum sem ekki eru slefandi fávitar. Pólitísk stefna sem byggir á lygum, heimsku og hálfvitaskap nær ekki langt nema lygar, heimska og hálfvitaskapur séu viðurkennd og gjaldgeng í umræðuna.

    Vagn (IP-tala skráð) 2.9.2023 kl. 17:37

    2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Allt þetta gaul í þeim um að allir þurfi að draga úr kjötáti til að breyta veðrinu fær mig til að langa í meira rautt kjöt.

    Ásgrímur Hartmannsson, 2.9.2023 kl. 18:04

    3 identicon

    https://www.youtube.com/watch?v=IiA1S6NvCo4

    BJ (IP-tala skráð) 2.9.2023 kl. 22:57

    4 Smámynd: Geir Ágústsson

    Eins hef ég rekið mig á að fólk virðist lítið spá í því hvað mikið sojabaunaát getur gert við líkamann. Eins má benda á flúor sem við innbyrðum í tannkremum og ál sem við þrýstum inn í húðina til að forðast svitalykt.

    Kannski áherslan eigi að vera minni á einhverjar hilluvörur og meiri á að styrkja náttúruleg kerfi líkamans: Gegn sólbruna, gegn veikindum, gegn tannskemmdum.

    Jafnvel þótt það þýði lengri ferð í minni verslun.

    Geir Ágústsson, 3.9.2023 kl. 07:52

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband