Miðvikudagur, 30. ágúst 2023
Sniðugt sniðmát að myndast
Lýðræði er svo æðislegt, ekki satt? Nema, auðvitað, að til valda veljist óæskilegir stjórnmálamenn. Þá er það ekki sniðugt.
Hvernig geta leiðtogar lýðræðisríkis komið í veg fyrir kosningar til að koma í veg fyrir að óheppilegir leiðtogar veljist?
Það er að koma í ljós að leiðirnar eru margar.
Ein er sú að lýsa yfir neyðarástandi. Í Úkraínu er verið að bera á borð slíka ástæðu, eða afsökun. Kannski menn séu þar að læra af nágrönnum sínum í Rússlandi en með eigin snúning á því.
Það má líka halda því fram að kosningar séu slæmar fyrir lýðræði, og að fólk sé að kjósa of mikið, ef marka má veirumiðla Bandaríkjanna [1|2], sem syngja þann söng á sama tíma núna, eins og kór.
Önnur heppileg leið er að færa mikið af völdum hins opinbera í hendur embættismannakerfisins sem breytist hægt og þá enn hægar í viðhorfi en innihaldi.
Fyrir fullvalda ríki í flótta frá lýðræði er svo valdaafsalið til alþjóðlegra lagaverksmiðja, eins og Evrópusambandsins, mjög þægileg leið.
Það má með öðrum orðum benda á margar leiðir fyrir lýðræðisríki til að forðast lýðræðið. Og þeim er núna öllum beitt, á sama tíma, með fyrirsjáanlegri niðurstöðu: Atkvæði þitt fer beint í ruslatunnuna (eða pappírsgáminn, sem þú færð að borga aukalega fyrir).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Athugasemdir
Vilji fólkisns er víst andstæður lýðræðinu núna.
Það er löngu kominn tími á að skifta algerlega um yfirvöld. Ekki seinna en fyrir 10 árum.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.8.2023 kl. 18:12
Ásgrímur,
Í staðinn fyrir kúk færðu þá piss, en það er skárra ef þú gerist svo heppinn. Kjósendur vilja ekki stjórnmálamenn með skoðanir og hugsjónir nema auðvitað þær að skattar bæti öll mein og hærri skattar leiði til paradísar.
Geir Ágústsson, 31.8.2023 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.