Borgaraleg óhlýðni og annað yndislegt

Það er alveg ágætt að vera með lýðræði og láta kjörna fulltrúa rífast í ráðhúsum og þingsölum þar til einhver útþynnt málamiðlun nær rétt svo að skríða í gegn.

Enn betra er að búa í samfélagi þar sem drífandi aðilar berja á hindrunum þar til þær hrynja til grunna. Það eru töffarar.

Einn slíkra töffara er athafnamaðurinn og vínsalinn Arnar Sigurðsson. Með fyrirtæki sínu, Sante, braut hann í raun á bak aftur ríkiseinokun á áfengissölu á Íslandi. Hann sigraði lögfræðingasveitirnar sem voru sendar á eftir honum. Íslendingar stóðu við bakið á honum með því að versla við hann, oft í bílförmum. 

Núna slást aðrir töffarar í hópinn. Þessi ummæli eru skemmtileg:

Sú her­ferð hins op­in­bera [að hvetja fólk til að vera snemma á ferðinni að kaupa áfengi fyrir verslunarmannahelgina] hafi orðið hvat­inn að því að Heim­kaup aug­lýstu und­ir orðunum „Svíkið ríkið“. Viður­kenn­ir hún [Gréta María Grét­ars­dótt­ir, framkvæmdastjóri Heimkaupa] að með þessu sé verið að pönk­ast í stöðnuðu fyr­ir­komu­lagi sem hún seg­ir löngu gengið sér til húðar.

Þeir sem vilja áfram versla við ríkið fá líka eitthvað fyrir sinn snúð því raðirnar í ríkisverslununum eru orðnar mjög litlar. Senn fer nú samt að koma að því að stórar uppsagnir taki við þar. 

Borgaraleg óhlýðni er á sérhverjum tíma í umhverfi óréttlætis alveg bráðnauðsynleg. Á veirutímum ýtti hún á yfirvöld að hætta að eyðileggja samfélagið. Á sínum tíma þrýsti hún á ríkið að afnema einkarétt á rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðva. Allskyns boð og bönn, yfirgengileg skattlagning, stjórnlaust bákn og veruleikafirrtir stjórnmálamenn eru mögulega örlög okkar, en það er hægt að spyrna við fótum og oft eru það einu skilaboðin sem heyrast.

Við skulum pönkast á stöðnuðu fyrirkomulagi, með orðum framkvæmdastjórans. 


mbl.is Heimkaup berjast gegn úreltum viðskiptaháttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband