Mánudagur, 19. júní 2023
Hverjir trúa samsæriskenningum? Svar: Flestir
Trúir þú á samsæriskenningar? Til dæmis
- þá að mRNA tæknin á bak við kóvítsprauturnar sé nothæf, örugg og sniðug leið til að verja fólk gegn smiti, veikindum, alvarlegum veikindum, innlögn á sjúkrahús eða dauða?
- þá að það hafi bjargað lífum að loka líkamsræktarstöðvum og halda áfengisverslunum opnum?
- þá að átökin í Úkraínu séu einhliða árásarstríð Rússa án tilefnis, undanfara og margra ára aðdraganda?
- þá að vöxtur á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 0,03% í 0,04% (svokallað snefilefni) sé að valda keðjuverkandi og tortímandi breytingum á loftslagi jarðar sem mannkynið getur ekki gert neitt til að hemja nema með því að kafsigla eigin lífskjörum og taka upp skógarhögg í stað kolanotkunar?
- þá að innrás Bandaríkjanna í Afganistan og áralöng herseta þeirra þar í landi hafi verið réttlætanlegt viðbragð gegn árásunum sem oftast eru kallaðar 9/11?
- þá að vaxandi útþensla NATO að landamærum Rússlands og uppsetning langdrægra eldflauga meðfram sömu landamærum sé leið til að stuðla að friði í okkar heimshluta?
- þá að hið opinbera geti með peningaprentunarvaldið að vopni stuðlað að stöðugum kaupmætti peninga?
- þá að með einfaldri yfirlýsingu geti karl orðið að konu og öfugt?
Þetta eru hinar raunverulegu samsæriskenningar. Samsærið felst í því að blekkja þig til að samþykkja nánast hvað sem er. Sprauturnar eru tekjuaflandi fyrir stór lyfjafyrirtæki með stórar sveitir manna og kvenna sem hanga á dyrahúnum löggjafarstofnana og reyna að hafa þar áhrif. Lokanirnar voru mögulega örvæntingarfullt viðbragð í upphafi en urðu svo að peningavélum fyrir stór og öflug tæknifyrirtæki, þau sömu og sáu um að segja okkur hvað sé rétt og rangt í umræðunni. Loftslagsáróðurinn er ein stór svikamylla sem vinstrisinnaðir öfgamenn keyra áfram til að drepa frjálst markaðshagkerfi og hrinda aftur af fjölgun mannkyns. Allt er tengist Bandaríkjunum er hagsmunabarátta heimsveldis sem smátt og smátt er að missa tökin. En svo þarf ég að játa að ég skil ekki hvernig það er orðið að almennt samþykktu viðhorfi að menn geti einfaldlega afneitað litningum sínum og skilgreint sig sem eitthvað og þá er það samþykkt. Gott og vel, kallaðu þig konu með typpi eða karl með píku - en vinsamlegast notaðu sérklefann í sundlaugunum.
Sem betur fer er þeim nokkuð að fjölga sem samþykkja ekki einfaldlega allt ruglið sem er matreitt ofan í okkur í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að öllu þurfi að vantreysta en heilbrigður efi gerir engum mein á meðan skilyrðislaus trúgirni er mögulega lífshættuleg.
Þegar blaðamenn draga upp úr hattinum einhverja sérfræðinga um samsæriskenningar, og fá þá til að segja okkur sérstaklega frá því sem þeir telja vera satt og sannað og að annað sé villutrú og ranghugsun, þá er líklegt að það sé verið að mýkja þig fyrir næstu umferð samsæriskenninga, jafnvel án þess að blaðamaður viti af hverju.
Hvað ætli næsta umferð beri með sér? Örflögur græddar undir húð? Geldingar á börnum og líknadráp á fólki í hjólastól? Herkvaðningu fyrir sléttur Úkraínu? Margfalda sprautuskammta gegn nýjum veirum bandarískra og kínverskra rannsóknarstofa? Útrýmingu reiðufjár og innleiðing rafrænna vottorða í nafni veiru, loftslags eða jafnvel upplýsingaóreiðu? Útrýmingu á beljum og kindum og að í staðinn rísi stórar verksmiðjur sem búa til gervikjöt og mat úr skordýrum?
Sjáum hvað setur. En á meðan er vissara að fylgjast vel með samsæriskenningum fjölmiðla og stjórnmála. Þær eru að þrengja að okkur úr öllum áttum og viðspyrnan er alltof lítil, í bili.
Hverjir trúa samsæriskenningum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála hverju orði.
Kerran hlýtur samt að hafa eitthvað við þetta að athuga.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.6.2023 kl. 16:24
Munurinn á samsæriskenningum og staðreyndum er um 5 vikur, tel ég.
Skúli Jakobsson, 19.6.2023 kl. 17:26
11. september 2001 lenti engin flugvél á World Trade Center byggingu 7. Nokkrum klukkustundum síðar féll hún til grunna (beinlínis ofan í grunninn) í frjálsu falli í gegnum þúsundir tonna af stálbitum. Þegar norðurturninn nr. 1 hrundi lenti brak úr honum á byggingu 7 sem kveikti staðbundna elda í innréttingum og fleiru. Allnokkru seinna urðu viðbragðsaðilar varir við að burðarbitar á suðvesturhorninu væru byrjaðir að bogna. Samt féll byggingin ekki til hliðar heldur hrundi næstum alveg samhverft og fallhraðinn eins og ef lóði væri sleppt fram af húsþaki og félli án fyrirstöðu.
Fyrir utan þennan eina dag eru engin þekkt dæmi í byggingarsögunni um að burðarvirki úr stálbitum hafi fallið saman og hrunið viðstöðulaust inn í sig sjálft og beint ofan í sinn eigin húsgrunn. Sterkar byggingar falla nánast alltaf eins og tré, til hliðar en ekki beint niður í kjallara. Nema auðvitað þegar þær eru teknar niður á stýrðan hátt með sprengiefnum.
Þetta voru staðreyndir.
Orsökin hefur verið sögð eldur í skrifstofubúnaði, húsgögnum og einhverjum eldsneytisbirgðum fyrir díselrafstöð (á einum stað í byggingunni). Jafnframt að þetta hafi allt mátt rekja til samsæris meðal hóps illvirkja.
Það er allavega kenningin.
Stærstu höfundar samsæriskenninga eru stjórnvöld og ýmsir angar þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2023 kl. 19:43
Nei Sigurður, mér er eginlega alveg sama þó Geir haldi að stjórnvöld um allan heim, stofnanir, fyrirtæki, almenningur og allt vísindasamfélagið séu með stórt samsæri gegn öllu sem hann trúir.
Vagn (IP-tala skráð) 19.6.2023 kl. 23:38
Það er munur á að halda/trúa og vita.
Ef samsærið er raunverulegt er það ekki kenning.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2023 kl. 23:54
Hver var á bakvið 9/11 árásirnar að þínu mati, Guðmundur, og hver var ástæðan?
Wilhelm Emilsson, 20.6.2023 kl. 02:13
Vagn,
Þú ert að rugla saman því sem fær pláss í fjölmiðlun og ræðum stjórnmálamanna og allri þeirri fjölbreyttu flóru skoðana og rannsókna sem finnast í raun. Ég mæli með því að gefa kvöldfréttunum stundum frí.
Geir Ágústsson, 20.6.2023 kl. 06:50
Þú ert að rugla þarna saman eplum og appelsínum. Samsæriskenning er áróðurshugtak úr smiðju CIA og er í raun dannað orð yfir það sem í daglegu máli er kallað vitleysa og er gjarnan notað á fólk sem ekki kaupir áróður yfirvalda. Áróður er hins vegar úthugsaðar lygar og rangfærslur ætlaðar til að afvegaleiða almenning.
Helgi Viðar Hilmarsson, 20.6.2023 kl. 13:14
Wilhelm.
Ég ætla ekki að þykjast vita nákvæmlega hver var á raunverulega bakvið 9/11 árásirnar. Mín tilfinning hefur reyndar alltaf verið að það hafi frekar verið "hverjir" þ.e. ekki bara einhver einn aðili eða samtök/stofnun heldur sé raunveruleikinn miklu flóknari en svo. Svo mörg ólíkleg atvik þurfti til að þetta gæti gerst að enginn einn hafi getað framkvæmt það.
En opinber kenning bandarískra stjórnvalda er að um samsæri hafi verið að ræða, þ.e. samsæriskenning. Það var punkturinn hjá mér að stjórnvöld og angar þeirra eru stærstu höfundar samsæriskenninga. Persónulega hefur mér alltaf þótt þeirra kenning frekar götótt og ekki skýra heildarmyndina að fullu, þess vegna held ég að hið sanna sé mun flóknara.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.6.2023 kl. 17:06
Það er amk rækilega skjalfest að Bandaríkin gerðu allt sem þau gátu ekki að lokka Japani til að gera fyrstu árasina í seinni heimsstyrjöldinni til að fá almenning um borð í stríðið (og vöruðu ekki einu sinni herdeildir á Hawaii við yfirvofandi áras þótt skeytasendingar þar að lútandi hefðu náðst). Það kæmi mér ekkert á óvart ef 9/11 var svipað tæki þótt ég hafi ekki séð neitt til að styðja við það. Yfirvöld sem eru tilbúin að fórna eigin fólki eru til alls vís.
Geir Ágústsson, 20.6.2023 kl. 18:18
Takk fyrir svarið, Guðmundur. Það er öllum frjálst að halda eitthvað eða hafa eitthvað á tilfinningunni, en það sannar auðvitað ekki neitt.
Takk fyrir athugasemdina, Geir. Þú bendir á að þú hefur "ekki séð neitt til að styðja við það [að Bandaríkjastjórn sé á bakvið 9/11 árásina]". Um það snýst málið auðvitað: sönnunargögn.
Wilhelm Emilsson, 20.6.2023 kl. 19:40
Guðmundur Ásgeirsson (og fleiri) finnst mér skrifa réttilega um 9/11, það er að segja ljóst er að opinberar skýringar duga ekki. Hvað nákvæmlega gerðist og hversu margir komu að þessu augljósa samsæri er ekki gott að vita. Þessi undarlegi atburður er orðinn jafn dularfullur og morðið á Kennedy. Kvikmyndir hafa verið búnar til um báða atburðina.
En ljóst er að stríðshaukar miklir voru við völd í Bandaríkjunum á þessum tíma sem vildu fóðra vopnaframleiðendur og trúðu því að stríð myndi hjálpa til að stjórna lýðnum og gera forsetann vinsælli. Það hefur komið fram í heimildamyndum. Donald Rumsfeld var dæmi um slíkan stríðsgamm og menn í kringum hann. Bush yngri var drykkfelldur og trúgjarn sannkristinn maður í þeim leik. Íraksstríðið var uppblásið af trúaröfgum og hatri á múslimum.
Þessir atburðir setja Úkraínustríðið líka í nokkuð skiljanlegra ljós.
Sannanir? Fyrst þarf að spyrja hver tekur þátt í samsærinu. Ef samsærin eru nógu vel skipulögð af háttsettum aðilum sem gera ekkert annað en að plotta, þá er búið að fjarlægja öll sönnunargögn áður en nokkur veit neitt.
Það er ljóst að eymd og fátækt í heiminum er ekki bara verk tilviljunarinnar.
Ingólfur Sigurðsson, 20.6.2023 kl. 20:24
Ingólfur, þetta er skólabókardæmi um samsærishugsunarhátt. Þú skrifar: "Ef samsærin eru nógu vel skipulögð af háttsettum aðilum sem gera ekkert annað en að plotta, þá er búið að fjarlægja öll sönnunargögn áður en nokkur veit neitt." Sem sagt sú staðreynd að engin sönnunargögn eru til "sanna" að um samsæri er að ræða.
Wilhelm Emilsson, 20.6.2023 kl. 23:30
Ja það fer eftir kringumstæðum tel ég. Ef við erum að tala um tvo eða þrjá sem eru grunaðir um samsæri gegn þriðja aðila sem getur ekkert sannað og engar vísbendingar finnast má telja líklegt að sá þriðji sé ímyndunarveikur. Það þarf hæfileika til að fela sönnunargögn og eins og í leynilögreglusögum maður les um, oftast hægt að finna sporin.
Já ég er samsærisnörd, að vísu.
En 9/11 var til umræðu og það finnst mér allt annað en eitthvað samsæri sem er einfalt og gert af viðvaningum.
Stór samsæri held ég að lúti öðrum lögmálum en lítil, sum. Það sem Jóhannes Björn skrifaði um í Falið vald, Rothschild og Rockefeller er mjög merkilegt. Þarna er hægt að sanna að peningar runnu til að fjármagna stríð og áróður.
Eins og menn eru að fjalla um hér, það eru margar samsæriskenningar í kringum 9/11. Kenningarnar um Djúpríkið passa við þetta. Deild innan ríkisstjórna, ættir, leynifélög. Þannig félagsskapur getur verið byggður á þekkingu á því að halda leynd. Það getur tekizt, sérstaklega ef lögfræðingar eru í vinnu fyrir slíka aðila, jafnvel án þess að vita. Sumir segja að allir forsetar Bandaríkjanna séu undir stjórn geimvera, jafnvel eðla. Mér finnst það ótrúlegt, en þetta sýnir bara hversu margar útgáfur eru til af ríkinu versus almenningi.
Það voru einhverjar heimildamyndir um 9/11 í RÚV. Flestar yfirborðskenndar. Ég man eftir einni þar sem fjallað var um fortíð margra í Bush stjórninni og hagsmuni þeirra, áróður, skoðanir osfv. Þar var ýjað að þessu, en ekkert sannað.
Það er eins og aldrei sé hægt að sannfæra þá sem vilja ekki trúa á samsæri. Þessir sömu aðilar trúa þó oft Biblíunni, og þar þarf trú en ekki rök eða sannanir.
Ingólfur Sigurðsson, 21.6.2023 kl. 00:05
Takk fyrir athugasemdina, Ingólfur. Það sem þú skrifar breytir ekki því sem ég bendi á, þ.e.a.s. að nota skort á sönnunargögnum sem "sönnun" á samsæri er skólabókardæmi um samsæriskenningahugsunarhátt. Það skiptir ekki máli hvort hið meinta samsæri er stórt eða smátt. Þú skrifar: "Þar var ýjað að þessu, en ekkert sannað." Það er einmitt málið. Það er eitt að ýja að einhverju en annað að sanna það.
Þú skrifar einnig: "Það er eins og aldrei sé hægt að sannfæra þá sem vilja ekki trúa á samsæri. Þessir sömu aðilar trúa þó oft Biblíunni, og þar þarf trú en ekki rök eða sannanir." Þeir sem trúa á samsæri--og nota skort á sönnunargögnum sem "sönnun"--eru þeir sem sem láta sannfærast af trú, trúnni á samsæri. Fólk sem kann að meta rökhugsun krefst raka og sannanna áður en það trúir hlutum.
Wilhelm Emilsson, 21.6.2023 kl. 06:52
Tvennt í þessu:
1) Mögulega var 9/11 einfaldlega gróf vanræksla af hálfu bandarísku leyniþjónustunnar:
After all, the CIA leadership was warned by its own analysts, especially those under Michael Scheuer, who headed up the CIA's much-ignored bin Ladin unit. As early as 1996, Scheuer had attempted to warn his superiors at the CIA of the threat of Islamic terrorism in general, and al Qa'ida in particular. Usama bin Laden had been publicly threatening Western nations to Western media since 1993, and publicly declared war on the United States on September 2, 1996.
Unlike most staffers and officials at the CIA, Scheuer took bin Ladin seriously, but he and his unit were regarded with little esteem at the agency. While Scheuer was attempting to raise the profile of al-Qa'ida, "[a]nyone with seniority or savvy avoided assignment to the bin Ladin unit."
9/11 Was a Day of Unforgivable Government Failure | Mises Wire
Kannski einhverjum finnist það betri skýring en samsæri um að taka niður turnana (sem féllu vissulega á grunsamlegan hátt, en það er önnur saga).
2) Bin Laden hafði lýst því yfir að hann vildi lokka Bandaríkjamenn inn á eigin heimavöll og láta þá blæða þar út. Það er sú aðferðafræði sem dugði á Sovétmenn á sínum tíma. Það tókst kannski ekki að blæða neinum út í Afganistan, en fjáraustrið var gríðarlegt og töpuð mannslíf mörg. Bandaríkjamenn féllu lóðbeint í gildruna.
Geir Ágústsson, 21.6.2023 kl. 08:19
Varðandi 9/11 þá eru til radagögn sem sýna flugferil þeirra flugfara sem hæfðu byggingarnar. Þeir flugferlar passa ekki við farþegaþotu. Hækkun og sérstaklega lækkun alltof mikil og áflugshraði um 800 km. sem er langt yfir þeim hraða sem farþegaþota getur náð og þolað í um 1000 feta hæð. Seinna flugfarið í NY sprengdi risastórt gat á ytra burðarvirki háhýsis og hakkaði sig í gegnum 8 gólfplötur sem tóku við. Rak meira að segja trjónuna út hinu megin í gegn. Afskaplega lítið finnst af braki úr þessum þotum og engir íhlutir sem hægt er að heimfæra upp á þau eintök sem áttu að hafa farist.
Eðlisfræðin kennir að óreiðukennt ferli getur ekki getið af sér skipulegt ferli, en eldur í húsi er óreiðukenndur. Byggingarnar í NY hrundu mjög hratt og skipulega. Allar byggareiningar sem tilheyrðu WTC en þær voru níu talsins jöfnuðust svo gott sem við jörðu. Stærstur hluti byggingarefnanna varð að fínu dufti sem fauk út í veður og vind. Ryk sem myndast þegar byggingar eru sprengdar sest á u.þ.b. 15 - 20 mínútum. WTC7 sem var sjálfstæð bygging hrundi lóðrétt saman ofan í eigin grunnflöt með nákvæmlega sama hætti og gerist þegar byggingar eru sprendar niður.
Ferlið og ummerkin segja hvað gerðist í þessu máli. Þau ríma ekki við opinberu söguna. Það er bara til ein gerð af flugförum sem geta valdið svona ofboðslegu tjóni á byggingum og þau kallast á ensku cruse missile. Hér er myndband sem sýnir hvernig var hægt að láta þau líta út fyrir að vera farþegaþotur. https://youtu.be/4N0Ewb_OVsU?t=20
Helgi Viðar Hilmarsson, 21.6.2023 kl. 11:23
Wilhelm, ef þetta eru ekki sannanir þá væri gaman að vita hvað eru sannanir. Heimsbyggðin sá hvernig turnarnir sölluðust niður eins og mylsna. Guðmundur og Helgi Viðar koma með það alveg svart á hvítu að ekkert er eðlilegt við það. Geir reynir að koma með málamiðlun og tala um vanrækslu, en svo hrikaleg vanræksla er samsæriskenning útaf fyrir sig.
Þegar saman koma fjölmörg atriði SEM VINNA SAMAN eins og í sambandi við 9/11, þá er það nánast afneitun á kringumstæðum sem öskra: SAMSÆRI.
Var þetta tilviljun?
Wilhelm, í sumum vísindagreinum eru sönnunargögn talin gild ef líkurnar eru mjög miklar á einhverju, veit að með stjörnufræðirannsóknir getur þetta verið þannig, tilgátur teljast sannaðar ef þær passa við rannsóknir, sem passa við athuganir á ljósinu sem sjónaukar greina. Allt óáþreifanlegir hlutir. Síðan telst það afsannað síðar, þegar aðrar rannsóknir leiða eitthvað annað í ljós.
Hversvegna náðist Bin Laden ekki fyrren mörgum árum eftir að hann átti að hafa verið sekur um þetta? Vegna þess að Bandaríkjastjórn hélt hlífiskildi yfir honum sem þægilegum blóraböggli? Það finnst mér sennilegt. Síðan þegar Obama var í erfiðri stöðu heimafyrir og orðinn óvinsæll þá ALLTÍEINU náðist Obama, á mjög hentugu augnabliki til að dreifa athyglinni frá óvinsældum Obama. Nei, ekki tilviljanir.
Rétt eins og "árásin" á Þinghúsið af stuðningsmönnum Trump - glufur í eftirlitinu voru æpandi, og glufur í eftirlitsferlinu í aðdraganda 9/11 hafa vakið athygli. Atburðirnir raðast saman eins og með samþykki margra aðila. Lýsing á þannig atburðum er skólabókardæmi um samsæri mjög stórt í sniðum.
Það er vitað að 1% mannkynsins á 99% auðæva jarðarbúa. Útblásin egó þeirra aðila og ofmetnir yfirburðir eru það sem kalla mætti ýkt eðliseinkenni útrásarvíkingana, sem settu þjóðina í kreppu 2008.
Þetta eina prósent á pólitíkusana í Bandaríkjunum. Þeir eru strengjabrúður. Kosningar í Bandaríkjunum snúast um peninga og keypt mannorð. Donald Trump var undantekningin og þessvegna er hann lagður í einelti.
Kosningar í Bandaríkjunum verða alltaf dýrari og meira skrum í hvert skipti. Skuldastaða Bandaríkjanna versnar stöðugt undir Joe Biden.
Af hverju er ekkert búið að sanna um 9/11? Ástæðan er auðvitað sú sama og með morðið á Marilyn Monroe, aftöku Kennedys, of mikið í húfi, of stórt í sniðum.
Fólk sem ekki trúir samsæriskenningum vill sennilega trúa á að heimurinn sé góður. Það fólk vill sennilega trúa að allt fari vel að lokum og hetjurnar sigri eins og í bíómyndunum.
Hverskonar trúgirni þarf til að trúa því að skaparinn hafi haft kynin tvö uppá grín, og að það sé blekking? Það andlega hefur aldrei verið hægt að sanna. Nú á það andlega að vera sönnun en ekki það líkamlega!!!
Demókratamenningin og femínismamenningin og jafnaðarmenningin, þetta er 100% geðveiki núorðið, engin jarðtenging, engin raunveruleikaskynjun, heldur draumórar og skáldskapur um veruleikann. Þessi sömu aðilar segja manni að ekkert sé hægt að sanna um samsæri á bakvið 9/11. Þegar slíkir valdhafar neita samsærum... er það trúverðugt?
Gott og vel, þú vilt að Joe Biden eða FBI eða CIA viðurkenni að samsæri hafi verið ástæðan fyrir 9/11.
Myndi ekki almenningur gera uppreisn ef það yrði opinberað? Ef þessar samsæriskenningar eru sannar þola þær ekki opinbera viðurkenningu.
Ingólfur Sigurðsson, 21.6.2023 kl. 12:51
Takk fyrir athugasemdina og upplýsingarnar, Geir.
Wilhelm Emilsson, 21.6.2023 kl. 19:48
Helgi Viðar og Ingólfur. Ég er alveg sáttur við að þið trúið því sem þið viljið trúa. Ingólfur skrifar:
"Gott og vel, þú vilt að Joe Biden eða FBI eða CIA viðurkenni að samsæri hafi verið ástæðan fyrir 9/11."
Þetta lýsir ekki því sem ég sagði.
Wilhelm Emilsson, 21.6.2023 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.