Þögli meirihlutinn

Frændi minn skrifaði áhugaverða hugleiðingu í grein um daginn sem ég birti hér í heilu lagi:

Tilheyrir þú þögla meirihlutanum?

Und­ir­ritaður vill hvetja þögla meiri­hlut­ann til þess að viðra skoðanir sín­ar oft­ar, gera það af skyn­semi, með kær­leika í hjarta og af stakri kurt­eisi.

Hef­ur þú velt því fyr­ir þér, hvers vegna umræðan í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum fer illa sam­an við umræðu meðal vina og vanda­manna? Hvers vegna öfga­kennd­ar skoðanir virðast tröllríða „umræðunni“ og öll raun­veru­leg umræða um sömu mál er þögguð niður og lítið gert úr þeim sem hafa spurn­ing­ar eða áhyggj­ur af þró­un­inni?

Ef þú hef­ur velt þessu fyr­ir þér er ekki ólík­legt að þú sért hluti af þögla meiri­hlut­an­um. Fá­menni minni­hlut­inn á vissu­lega rétt á því að koma skoðunum sín­um á fram­færi, en í lýðræðis­legu sam­fé­lagi er það ólíðandi að hún taki yfir umræðuna með slíku offorsi og með bein­um eða óbein­um hót­un­um í garð þeirra sem voga sér að hafa aðra skoðun eða spyrja sjálf­sagðra spurn­inga.

Les­andi góður, ég vona að þú kjós­ir að taka þátt í því að opna umræðuna. Það er nauðsyn­legt að spyrja spurn­inga, tjá sig og láta fólkið í kring­um sig vita fyr­ir hvað maður stend­ur. Á sama tíma er afar mik­il­vægt að ræða mál­in af skyn­semi, með kær­leika í hjarta og af kurt­eisi við menn og mál­efni. Hver nenn­ir að sitja und­ir gíf­ur­yrðum og dóna­skap?

Oftast heyrum við talað um þögla minnihluta, eða minnihluta sem fá enga áheyrn. Kannski það sé ekki vandamálið. Kannski er vandamálið að meirihlutinn þegir, eða er látinn þegja, a.m.k. á opinberum vettvangi.

Þessi meirihluti sem hefur áhyggjur af ýmsum tískustraumum. Þessi sem lætur sig hafa það að fyrirmælin stangast á við magatilfinninguna og betri vitund og fylgir fyrirmælunum sama hvað. Þessi sem vildi gjarnan vita meira um það sem er sagt við börn sín á stofnunum en þorir ekki að spyrjast nánar fyrir um það. 

Hvað þekkir þú marga sem skilgreina sig sem konu með typpi eða kisu eða án hneigðar eða með nýja hneigð á hverjum degi? Hvað þekkir þú marga sem vilja hræða börn sín til dauða út af veðurfarinu? Hvað þekkir þú marga sem sýna í verki að notkun jarðefnaeldsneytis er dauðadómur plánetunnar?

Sennilega færri en sem nemur plássinu sem spámenn þessara skoðana fá í fjölmiðlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Meirihlutinn eru siðferðilegir hugleysingjar.  

Elska þau öll en sauðshátturinn er afar þreytandi til lengdar.

Skúli Jakobsson, 17.6.2023 kl. 19:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Skúli,

Ég mæli með þessari litlu viðurkenningu uppistandara (sem setur auðvitað hugsanir sínar í fyndinn búning):

https://www.instagram.com/p/CslU6ffPNWS/

Það er gott að iðrast. Stundum er það of seint. Stundum er fórnarlamb glæpsins dautt. Stundum maður sjálfur. Verra er að þegar næsta blekking fer á stjá að þá gleymist hin fyrri lexía - hverfur eins og dögg fyrir sólu.

Geir Ágústsson, 17.6.2023 kl. 19:37

3 Smámynd: Skúli Jakobsson

Yup, svo satt.

Dagleg áminning... laun heimsins eru vanþakklæti 

Skúli Jakobsson, 17.6.2023 kl. 19:47

4 identicon

Hvað þekkir þú marga sem vilja óheftan innflutning á hælisleytendum?

Björn. (IP-tala skráð) 17.6.2023 kl. 22:44

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er alveg rétt að hinn þögli meirihluti, hinn almenni borgari, mætti láta heyra meira í sér.

En er það ekki hávær minnihluti sem líkir COVID sprautum við nasisma eins og þessi uppistandari gerir?

Wilhelm Emilsson, 18.6.2023 kl. 03:15

6 identicon

Þögli meirihlutinn er vissulega þögull en ekki endilega samsettur af einstaklingum með sömu skoðun. Og þó einhver heyri aðeins eina skoðun í heita pottinum, meðal kaffistofufélaga sinna og í uppáhalds útvarpsþætti og vefsíðum þá er það ekki endilega neinn meirihluti. Margir sem hafa talið sig hluta af meirihluta eða mjög stórum hluta eftir mikinn hávaða frá skoðanabræðrum sínum hafa verið mjög undrandi þegar upp úr kjörkössum hefur verið talið og atkvæði þeirra og skoðanir sjást tilheyra mjög litlum minnihluta. Viðbúinn sigurflokkur ekki nálægt því að ná inn manni og öruggur forseti ekki með nægt fylgi til að fylla rútu. Hættulegar bólusetningar vinsælli en ókeypis pulsur og frábær gjaldmiðill sniðgenginn af öllum sem einhvern möguleika hafa á.

Og hvað ég þekki marga sem skilgreina sig á óhefðbundinn hátt, hvað ég þekki marga verkfræðinga, Kínverja, Skagfirðinga, tennisleikara eða rauðhærða á ekki að skipta neinu máli og kemur mannréttindum þeirra ekkert við. Og þó allir sem ég þekki mengi þá er það samt ekki nein réttlæting á mengun eða vottorð upp á skaðleysi mengunar.

Vagn (IP-tala skráð) 18.6.2023 kl. 17:37

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú bregst ekki.

Geir Ágústsson, 18.6.2023 kl. 18:15

8 identicon

Sæll Geir.

Það er hverju orði sannara að Vagn bregst ekki í skrifum sínum en ekki
jafnvíst hversu sammála við erum um skrif hans og má það einu gilda.

Málsendar Vagns eru með eindæmum góðir, rökfesta hans með afbrigðum
og menntun hans stendur föstum fótum a ólíklegustu sviðum.

Ef svo er illa komið fyrir bloggurum að þeir geti ekki tekið
umræðuna við svo snjallan og snarpan bloggara er illa komið
fyrir Moggablogginu.

Fyrir nokkru sá ég umræður heiðursmanna um framtíð Moggabloggsins.
Virtust þeir blendnir í trúnni á framhaldið og sízt sáu þeir nokkuð
sem gæti orðið til bóta.

Allir áttu þeir það sameiginlegt að loka bloggi sínu svokölluðum nafnleysingjum; lausnin að opna bloggið og taka umræðuna var þeim fjarlæg ef ekki hulin með öllu.

Það er misskilningur að þeir sem skrifa undir dulnefni gjöri svo til að
geta vegið að mönnum úr launsátri; þeir vilja flestir geta lifað eðlilegu lífi án þess að síminn glói dag sem nátt því ósjaldan stunda þeir störf
sem leyfa hreinlega ekki slíka truflun að ég ekki segi hreina geðbilun.

Enn eru nokkrir bloggarar sem halda bloggi opnu en réttsýni þeirra ósjaldan í þeim hæðum að sjónarmið fari helst nokkuð saman en að öðrum kosti mokað yfir slíka færslu í ofboði með því að dengja 10 ára gömlu efni inn svo öruggt sé nú að varasöm færslan verði ekki lesin. Tekur slíkt ósjaldan tæpast lengri tíman en korter eða hálftíma!

Njóttu dagsins og nú er eins gott að muna eftir blómunum!

Góður maður sagði eitt sinn við mig að gefnu tilefni að honum dygði
tæpast orðið annað en að reka heilt gróðurhús í framtíðinni!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.6.2023 kl. 10:06

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hér eru tveir menn sem skrifa undir dulnefni, Vagn og Húsari, Húsari viðurkennir það að hann noti dulnefni eiginlega. Áður hefur komið fram að Vagn er dulnefni.

Ef Vagn veit svona margt og mikið á mörgum sviðum, hvað vitum við um hverjir eða hver stendur á bakvið dulnefnið Vagn? Kannski fjöldi manna eða gervigreind, tölvuforrit?

Ingólfur Sigurðsson, 19.6.2023 kl. 16:56

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er því haldið fram að það sé enginn þögull meirihluti. Sú kenning er sú sem flest yfirvöld þrífast á. Enginn að kvarta eða mótmæla! Ekki þótt við rekum fangabúðir fyrir gagnrýnendur, myrðum minnihlutahópa og drepum fatlaða og þroskahamlaða!

Þægilegt fyrir þá sem stjórna og klappstýrur þeirra. 

Geir Ágústsson, 19.6.2023 kl. 18:53

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Það að menn skrifi nafnlaust truflar mig ekkert. Það geta verið góðar ástæður fyrir því í málefnalegri umræðu: Leiðarar dagblaða eru skrifaðir fyrir hönd ritstjórnar, ekki pennans, menn gætu verið í viðkvæmri stöðu í vinnu eða jafnvel heima fyrir, hafa engan til að tjá sig við á daginn og skrifa í staðinn nafnlaust á kvöldin, óttast símtöl eins og þau sem afi minn og alnafni fékk stundum vegna blaðagreina minna en tók því af stakri ró (við vorum ósammála um nánast allt er kemur að stjórnmálum, og hafði hann þó þurft að sætta sig við austur-evrópskt rusl á trémíðaverkstæði sínu vegna viðskiptahafta), og svona mætti lengi telja. 

En ég verð nú samt að viðurkenna að hófsöm kaldhæðni Húsara höfðar betur til mín en sýnileg andúð Vagns á fólki sem er ósammála honum og kemur fram í ýmsu persónuníði og jafnvel helberum lygum um persónur fólks. En einhvers staðar þurfa vondir að vera og hér er rými fyrir allan regnbogann (þó án geldingaviðbótanna á þar til gerðum regnbogafána).

Geir Ágústsson, 19.6.2023 kl. 19:37

12 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sammála Geir. En þú hefur fengið prófin á netinu til að sanna að þú sért ekki vélmenni? Þegar Húsari hrósaði Vagni fyrir þekkinguna fannst mér þessi jafna við hæfi: Nafnleynd - þekking - gervigreind???

Ingólfur Sigurðsson, 19.6.2023 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband