Frekir markaðsaðilar og afhjúpun forræðishyggjunnar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og innviðaráðherra, hyggst beita sér fyrir breytingum á áfengislöggjöfinni á næsta þingi og virðist ætla að koma út úr skápnum sem gallharður forræðishyggjumaður. Hann talar um freka markaðsaðila sem tileinka sér að fullu regluverk EES-samkomulagsins og hlusta á óskir neytenda. Honum finnst gjörsamlega óþolandi að eitthvað fari fram sem hafi ekki verið sérstaklega leyft frekar en að líta á lögin sem ramma sem bannar það sem banna þarf en er að öðru leyti frekar eins og girðing en réttir.

Nú reynir loksins á þingmenn. Þeir hafa í mörg ár og jafnvel áratugi geta falið forræðishyggju sína á bak við fyrirkomulag einokunarverslunar með áfengi: Leyft málum að sofna í nefnd, skilað auðu og talað um að eitthvað vanti upp á að Íslendingar á Íslendi geti hagað sér eins og Íslendingar í Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og víðar. 

En núna blasir við annað ástand. Núna þarf að breyta lögum til að hefta frelsi, ekki auka það. Forræðishyggjufólkið verður að koma út úr skápnum og taka meðvitaða og opinbera ákvörðun um að taka af fólki það sem það hefur núna.

Við fylgjumst spennt með því máli öllu saman, og ekki bara vegna fyrirkomulags áfengisverslunar því það má með nokkurri vissu telja að þeir sem vilja forræðishyggju á þessu sviði vilji hana líka á öðrum. Þær upplýsingar nýtast vonandi kjósendum við næstu kosningar.


mbl.is Frekjur eiga ekki að stýra áfengisumgengni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband