Klæðin í boði Reykjavíkur

Ég veit að staðan er erfið. Það er verðbólga og skuldir þenjast út og aðhalds er þörf. Veirutímar skildu eftir sig stóra skuldaslóða. Meðal þeirra skuldsettustu er sveitarfélagið Reykjavík sem sækir sér nú lán á slæmum kjörum til að borga niður önnur á enn verri kjörum og neitar að koma sér út úr þeim vítahring. Borgin hefur jú skyldum að gegna! Viltu kannski að leikskólum sé lokað og að götum sé enn verr viðhaldið en undanfarin ár? Nei, væntanlega ekki.

Mér fannst því athyglisvert að komast að því að borgin sé að gera meira fyrir aðflutta sem greiða enga skatta en eigin íbúa. Ég sá samskipti sem eru nokkurn veginn á þessa leið:

A: Hvernig á samfélagið að geta staðið undir 1500 flóttamönnum sem hafa komið frá Venesúela bara á þessu ári?

B: Ég heyri frá aðila sem rekur fataverslun að þessir flóttamenn komi þangað með inneignarnótu frá Reykjavík. Ef henni er hafnað og þeirri næstu og þar fram eftir götunum er að lokum dregið upp seðlabúnt. 

Er Reykjavík að gefa þér fatnað eða skó? Væntanlega ekki. En fyrir flóttamenn? Já.

Er borgin að yfirbjóða húsnæði á leigumarkaði til að koma þér í húsaskjól? Auðvitað ekki. En fyrir flóttamenn? Já.

Er ríkisvaldið að passa upp á þú hafir aðgang að lækni og jafnvel sálfræðingi? Nei, því miður. En fyrir flóttamenn? Já.

1500 flóttamenn eru bara dropi í flóttamannahafinu. Ísland er að drukkna í því.

Það er auðvitað sjálfsagt mál að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda á meðan maður hefur efni á því. En núna er í gangi ástand sem jafnast á við að fleygja gamla fólkinu út úr elliheimilunum til að rýma rúmin fyrir flóttamenn. Hver er þá orðinn flóttamaður á vergangi? Sjálfur gestgjafinn? Takk fyrir ekkert, yfirvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ég heyri frá aðila...." örugglega mjög traust heimild. Og ekki skortir sögurnar frá sömu heimild. Moldríkir flóttamenn, nauðgandi öllu sem ekki er læst inni og á tvöföldum lágmarkslaunum frá ríkinu í fríum svítum á hótelum bæjarins með inneignarnótur frá borginni á tískuvöruverslanir og flottustu veitingastaði. Hún er dugleg við upplýsingagjöfina hún Gróa, og sannfærir mjög auðveldlega sumt fólk sem telur sig vera upplýst og með gagnrýna hugsun.

Vagn (IP-tala skráð) 15.6.2023 kl. 21:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Til að gæta trúnaðar þá er ég hér að umorða beint orð manneskju sem ég treysti. Þú getur alveg rólega trúað því að innflytjendur séu að rölta um með gjafabréf í boði þín án þíns samþykkis og þar til nú, án þinnar vitneskju.

Geir Ágústsson, 15.6.2023 kl. 21:35

3 identicon

Það treysta margir Gróu.

Vagn (IP-tala skráð) 15.6.2023 kl. 22:52

4 Smámynd: Skúli Jakobsson

Loka landamærum eða fórna velferð og framtíð íslenskra barna.

Skúli Jakobsson, 16.6.2023 kl. 13:35

5 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta fólk sem er í vinnu hjá íslenskri alþýðu hikar ekki við að sturta niður íslensku skattfé í gjörtapað stríð í Úkraínu. Þetta sama fólk hikar ekki við að eyða mörgum milljörðum í eitur sprautur án þess að kynna sér nokkurn skapan hlut hverju er verið að dæla í fólk. Þetta sama fólk straujar Íslendinga í þágu loftslagsmála. Þetta er sama fólkið og tekur sparifé Íslendinga með valdi og skilar því ekki. Þetta er sama fólkið og lítur á að sitt stærsta vandamál sé að ná peningum af almenningi sem sagður er vera með allt of mikið á milli handanna. Þetta er sama fólkið og ræðst á smælingja með himinháum vöxtum en segjast gera það fyrir okkur til að ná niður verðbólgu. Ég gæti haldið áfram en held að þetta nokkuð skýra mynd af því sem er að gerast. Ég held að nánast allt sem þetta fólk gerir stuðli að fátækt Íslendinga. Það er orðið lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga að koma þessu fólki frá sem allra fyrst. 

Er einhver sem heldur að þetta fólk sé að vinna fyrir Íslenskan almenning?

Kristinn Bjarnason, 17.6.2023 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband