Sunnudagur, 14. maí 2023
Útþynntur hafragrautur með gervisætu
Leiðtogafundur Evrópuráðsins er handan við hornið með tilheyrandi ónæði fyrir venjulegt, vinnandi fólk í Reykjavík og skattgreiðendur Íslands í heild sinni. Þetta er ekki sú merkilega ráðstefna og menn tala um. Kíkjum aðeins í dagskránna:
Leiðtogar ríkja og ríkisstjórna frá 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins munu hittast 16. og 17. maí í Reykjavík (Ísland) til að ítreka sameiginlega skuldbindingu sína við grunngildi Evrópuráðsins og til að einbeita sér að hlutverki sínu í ljósi nýrra ógna. til mannréttinda og lýðræðis og að styðja enn frekar við Úkraínu.
**********
Heads of State and Government from the 46 Council of Europe member states will meet on 16 and 17 May in Reykjavik (Iceland) to reaffirm their common commitment to the core values of the Council of Europe and to refocus its mission in the light of new threats to human rights and democracy, and to further support Ukraine.
Það á sem sagt að reyna halda áfram á sömu braut en vonast eftir nýjum niðurstöðum, eða ég sé ekki betur. Hvað þýðir það eiginlega að styðja við Úkraínu? Dæla vopnum í átakasvæði? Ýta Rússum í fang Kínverja og annarra ríkja utan Vesturlanda? Kannski einhver geti svarað því fyrir mig.
Kannski hefði verið við hæfi að bjóða fulltrúum Rússlands á þessa fínu samkomu og koma á einhvers konar viðræðum, en núna er ég eflaust að segja einhverja vitleysu.
Ég sé að æðstu ráðamenn Aserbaísjan og Armeníu ætla að mæta, en þessi ríki eiga í mjög svipuðum deilum og Rússland og Úkraína hafa lengi átt í vegna Austur-Úkraínu, og átök áttu sér stað seinasta haust sem fæstir nenntu að spá í. Þau voru stöðvuð a.m.k. tímabundið með þrýstingi frá Rússlandi, ekki vígvæðingu í boði Vesturlanda.
En aftur að leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þessi klúbbur hittist ekki oft. Seinast var það í Póllandi árið 2005. Þá var eftirfarandi efst á dagskrá:
Þriðji leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram með næstum öllum ríkjum álfunnar sem nú eru meðlimur samtakanna. Forsetar, forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar komu saman í Varsjá til að endurnýja skuldbindingu sína við gildi Evrópuráðsins með aðgerðaáætlun til að efla langtíma skilvirkni Mannréttindadómstólsins; styrkja hlutverk mannréttindafulltrúans; herða baráttuna gegn kynþáttafordómum og mismunun; vinna að því að berjast gegn glæpsamlegum athöfnum eins og hryðjuverkum, mansali og ofbeldi gegn konum og efla eftirlit til að tryggja að aðildarríki Evrópuráðsins standi við þau loforð sem þau gáfu þegar þau gengu í samtökin.
**********
The third Council of Europe Summit took place with nearly all the continent now members of the organisation. Presidents, prime ministers and foreign ministers gathered in Warsaw to renew their commitment to Council of Europe values with an action plan to boost the long term effectiveness of the Human Rights Court; strengthen the role of the Human Rights Commissioner; intensify the fight against racism and discrimination; work to combat criminal acts such as terrorism, trafficking and violence against women, and boost monitoring to ensure that Council of Europe members live up to the promises they made when they joined the organisation.
Kaldhæðinn maður gæti sagt að öll viðfangsefni Evrópuráðsins árið 2005 hafi orðið að enn stærri vandamálum í dag. Vonum að gríðarleg áhersla á feigðarförina í Úkraínu endi ekki á sama hátt.
Öllum er nákvæmlega sama um þennan gagnslausa fund fulltrúa sem eru vissulega valdamiklir en á þessum fundi bara eins og hver annar þátttakandi í kaffistofuspjalli. Enginn fulltrúi þarf að skuldbinda sig með öðru en að segja réttu orðin. Þetta er ekki stjórnarfundur þar sem ákvarðanir eru færðar út í raunveruleikann. Miklu frekar er þetta eins og árshátíð fyrirtækis þar sem hvítvínið er meira spennandi en ræðurnar.
Ónæðið fyrir venjulegt fólk er samt raunverulegt, og auðvitað reikningurinn fyrir öllu umstanginu. Ekki verri ástæða en hver önnur til að henda í mótmæli, þ.e. ef veðurspáin er góð.
Þetta eru leiðtogarnir sem mæta í Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Athugasemdir
Eitt hljóta allir að vera sammála um - Zelensky er spilltur asni.
Merry, 14.5.2023 kl. 18:57
Merry,
Nú talar þú eins og blaðamaður The Guardian í janúar 2022 eða fyrr! Fékkstu ekki minnisblaðið? Grímurnar fóru niður, Rússland er í einhliða átökum og Zelensky er ekki að hampa nýnasistum á meðan hann bannar fjölmiðla og trúarsamfélög.
Keep up!
Geir Ágústsson, 14.5.2023 kl. 19:12
Eitt af yfirlýstum markmiðum fundarins er eftirfarandi:
"ábyrgðarskylda vegna brota Rússlandshers í Úkraínu verði tryggð. Stefnt er að því að koma á fót tjónaskrá þar sem þau sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum innrásarinnar fá það skráð og síðar bætt, en sömuleiðis verður leitað leiða til að draga þau til ábyrgðar sem framið hafa glæpi í Úkraínu."
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins: Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023
https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropuradid/leidtogafundur-evropuradsins-i-reykjavik-2023/
Ég myndi telja að þessi markmið hefðu getað skipt sköpum hvað framvindu þessara átaka varðar. Átökin gætu til að mynda harðnað einungis vegna þessara markmiða.
En jafnvel þó þau myndu ekki gera það, og þau yrðu færð í framkvæmd að stríði loknu, þá má telja víst að þau munu draga dilk á eftir sér með einum eða öðrum hætti, hvort sem núverandi stjórnvöld í Kreml haldi velli eða ekki. Þetta gæti til að mynda einangrað eða allavega þrengt svo mikið að Rússlandi að þetta gæti valdið þrýstingi þar sem hefði þurft að tappa af með einum eða öðrum hætti.
En svo hefði þetta líka farið eftir því hversu mikið væri þrengt að Rússlandi, og hversu mikið afleiðingarnar af því hefðu verið meðvitaðar, eða að segja eins og þetta:
“látum Rússland gjalda fyrir þetta”, en gera sér síðan ekki fulla grein fyrir afleiðingum þess.
Eða segja frekar eins og þetta og taka þá upplýsta ákvörðun:
“látum Rússland gjalda fyrir þetta sem þeim var att út í svo það mætti hafa þær afleiðingar sem þurfa að koma”.
Skuggfari, 14.5.2023 kl. 20:38
Ég er viss um að þessir pésar koma sér saman um að gera ástandið jafnvel enn verra.
Ég sé ekki mikinn áhuga hjá Rússum að stofna til WW3, en eins og ástandið er að þróast í vestur evrópu, þá þarf þeirra hjálp ekki til þess að búa til eitthvert ógnarinnar stríð.
Eða bara ógnarstjórn. Alla virðist langa í svoleiðis. Skil ekki hvers vegna.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.5.2023 kl. 20:49
Versala samningarnir eftir WWI voru svo veruleikafirrtir í fjárkúgun og landtökum, að þwir leiddu, beint og óbeint, til uppgangs alræðisríkisins þýska og WWII, sem endaði, að lokum með kjarnorkuárás á Japan, Hiroshima og Nagasaki. Nú er sama vitfirring að fara að eiga sér stað, Rússland skal nú knésett, niðurlægt rétt eins þýska ríkið var niðurlægt eftir WWI ... það boðar hrylling, djöfullegan og trylltan, WWIII.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.5.2023 kl. 00:04
Þingholtin hafa nú verið víggirt og verðir komnir í varðstöðu. Vonandi ekki vopnaðir, þótt það sé alls ekki á hreinu,svo herskáir sem ráðherrar okkar eru.
Ragnhildur Kolka, 15.5.2023 kl. 08:35
Ragnhildur Kolka.
Ég gekk niður í miðbæ í morgun og sá hvorki girðingar né verði.
Það gæti þó breyst á morgun þegar fundurinn hefst.
Og jú, það verður vopnuð öryggisgæsla á svæðinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2023 kl. 10:49
Guðmundur, I gær var komið fyrir steypuklumpum neðst á Bókhlöðustig um og vörðurinn búinn að stilla sér upp við ruslastampinn hjá MR. Þar eru vaktaskipti. Ekki sami maður á verði í dag og í gær. Ef ég kynni þá gæti ég sett inn mynd.
Samskonar steypuklumpar eru á Skothússvegi og eflaust alla leið að Njarðargötu..
Ragnhildur Kolka, 15.5.2023 kl. 12:18
Núna er líka byrjað að setja upp girðingar meðfram götum í kvosinni, svo sem fyrir framan Hótel Borg þar margir fundargestir munu halda til.
Heyrði svo í fréttum að umferðlokanir taka gildi kl. 23:00 í kvöld.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2023 kl. 12:24
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að funda með Ursulu von der Leyen ... Fyndið að lesa þetta .... þetta er ekki fundur tveggja sem ræða málin hér mun Ursula segja Kötu WEF manneskju hvernig hlutirnir munu þróast og hvað Ísland á og mun gera. Kata mun segja já og beygja höfuð enda er hún eign World Economic Forum.
Trausti (IP-tala skráð) 15.5.2023 kl. 13:23
Mikið er ég ánægður með þessa veggi sem eru reistir utan um hjörðina erlendu. Þannig er komið í veg fyrir að hún sundrist og einnig að hún sleppi út og geti farið að ónáða almenning með heimsendaspádómum og ræðum um nauðsynlegar hækkanir á sköttum til að ýta undir stríðsátök.
Óáhugaverðari kjaftaklúbb er erfitt að finna.
Kannski er hægt að halda næsta fund í einhverjum réttunum. Þær standa yfirleitt ónotaðar á þessum tíma árs.
Geir Ágústsson, 15.5.2023 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.