Frjálsu raddirnar sendar á flótta

Tucker Carlson er ekki allra (og oft á tíðum er ég algjörlega ósammála honum). En hann má eiga það að hann talar tæpitungulaust og gjarnan þvert á ríkjandi strauma og stefnur í umræðunni. Þetta gerði hann gríðarlega vinsælan og sópaði peningum til atvinnurekanda hans sem um leið gaf honum mikið ritstjórnarlegt sjálfstæði. Win-win.

En núna er búið að reka hann og ýmsar kenningar á sveimi um ástæður þess.

En var hann rekinn vegna skoðana sinna á löngu liðnum kosningum? Varla. Vegna gamalla skilaboða? Varla. En hvað þá? 

Lokaþáttur hans hjá Fox News, áður en hann var rekinn, veitir mögulega vísbendingar. Tucker fer um víðan völl: Skýtur á kenningar um að húsnæðisverð í Bandaríkjunum sé afleiðing kynþáttaháturs, vill vita meira um orðaforða ákveðins hlutmengis þeirra sem eru ekki gagnkynhneigðir, spyr út í laumuspil í kringum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ber saman útdauðan sértrúarsöfnuð sem boðaði geldingar við ýmsar hreyfingar í dag sem boða geldingar (á börnum).

Ekki fyrir löngu tók Tucker lyfjafyrirtækin fyrir og hlutverk þeirra í hinum svokallaða heimsfaraldri sem flestir hafa sem betur fer - eða því miður - gleymt.

Hann var með öðrum orðum algjörlega hömlulaus og tók allt fyrir - líka það sem á helst ekki að ræða. 

Spurningin er því ekki hvort hann hafi verið rekinn fyrir skoðanir sínar, heldur hvaða skoðun það var sem þótti einfaldlega ólíðandi.

Persónulega er ég ekki að bíða eftir svari. Sennilega er búið að skrifa undir feitan starfslokasamning við Tucker sem grefur ástæður uppsagnar hans í djúpan leyndarhjúp.

Það sem mun hins vegar óumflýjanlega gerast er að Tucker Carlson birtist okkur aftur og efnast sennilega á því miðað við að vera innan hinna hefðbundnu miðla sem eru að skreppa saman í sífellu. Kannski á veitu eins og Rumble/Locals, sem er um þessar mundir að biðla til Alex Berenson (sem Twitter sparkaði út á sínum tíma fyrir að tala illa um sprauturnar en hefur nú verið hleypt inn aftur, en sópaði í millitíðinni að sér 250 þúsund fylgjendum á Substack) um að koma þangað frá Substack gegn vænni þóknun. Kannski sér fyrirtæki eins og Spotify, sem borgaði hinum umdeilda Joe Rogan svimandi fjárhæð fyrir að koma þangað á sínum tíma, tækifæri í Tucker Carlson. Kannski eitthvað annað.

Öll þessi nöfn fyrirtækja - Substack, Rumble, Locals, Spotify og mörg fleiri - heimila frjálsa umræðu og eru að efnast vel á því. Það eru stórar fjárhæðir í því að leyfa frjálsa umræðu, sem er mögulega nýbreytni. Þetta vita jú þeir sem eru í slíkri útgerð. Þessir gömlu miðlar, sem skreppa nú saman eins og gömul blaðra og þurfa að hengja sig á ríka bakhjarla með eigin ásetning til að halda lífi, vita það ekki. 

Óháð því hvaða skoðun menn hafa á fólki og skoðunum fólks eins og Kim Iversen, Tucker Carlson, Jordan Peterson, Naomi Wolf, Joe Rogan, Russel Brand og fleirum sem tala tæpitungulaust og óttast ekki meginstefið þá blasir við að þöggunin virkar ekki. Fólk sækist í að heyra opinskáar og upplýstar umræður og viðræður. Það er farið að borga sig - bókstaflega. Og þegar fólk er tilbúið að borga fyrir málfrelsið þá þýðir lítið fyrir yfirvöld, stórfyrirtæki og strengjabrúðurnar sem kalla sig blaðamenn að reyna útiloka einhverja umræðu, einhverjar skoðanir og einhver viðhorf.

Frjálsu raddirnar voru settar á flótta og urðu að ríkum flóttamönnum sem fundu marga til að styðja við sig.

Hvar endar flóttamaðurinn Tucker Carlson? Ég veit ekki um staðsetninguna, en er nokkuð viss um að bankabókin hans mun batna.


mbl.is „Þannig berjast hvítir menn ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í Politico er ágætis grein eftir Jack Shafer um Tucker Carlson of FOX. Greinin heitir "What is Really Behind the Release of Tucker Carlson's Texts."

https://www.politico.com/news/magazine/2023/05/03/whats-really-behind-the-release-of-tucker-carlsons-texts-00095182

Wilhelm Emilsson, 4.5.2023 kl. 23:29

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"og Fox" átti þetta að vera

Wilhelm Emilsson, 4.5.2023 kl. 23:30

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Wilhelm,

Þarna er enn ein tilraunin til að gera ástæðu brottreksturins þá að TC hafi keyrt fast á kosningasvindli. Og um leið að hann hafi nú ekki verið manna verstur hjá Fox News í slíkum málflutningi. Kim Iversen hefur líka bent á að TC hafi sagt að jafnvel þótt það hafi verið kosningasvindl þá séu engar sannanir fyrir því að það hafi verið svo mikið að það hafi haft áhrif á úrslitin í heild sinni. 

Kim er frekar á því að TC hafi verið hluti af stærri hreinsun þeirra sem vilja hleypa Donald Trump á skjáinn - tók t.d. viðtal við hann 2 vikum fyrir brottreksturinn. Ég skal ekki segja. Auðvitað er öllum róum árið að því að stöðva Trump, en að Fox News fórni peningavél sinni fyrir málstaðinn? Hver veit!

Geir Ágústsson, 5.5.2023 kl. 06:23

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Geir. En punkturinn hjá Shafer er að með því að reka Tucker Carlson hafi FOX afvegaleitt umræðuna: fókusinn er núna á einstakling, Tucker Carlson, en ekki vinnubrögð FOX: "Scrutiny on the former Fox star helps the network avoid attention on the disaster of the Dominion settlement."

En þetta er náttúrulega bara kenning hjá Shafer. Shafer segir líka að þetta sé ekki skothelt plan hjá FOX, því Tucker Carlson geti svarað fyrir sig.

Wilhelm Emilsson, 5.5.2023 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband