Þegar báknið rekst á báknið

Sem alveg sérstök afþreying hjá mér er að lesa og jafnvel lesa ítrekað fréttir af málum þar sem ríkisvaldið er að rekast á sjálft sig með ýmsum hætti. Kælirinn á Eiðistorgi er auðvitað orðið frægt dæmi en mun fleiri, nýleg dæmi finnast. Þar má til dæmis nefna málið um pizzuostinn sem var ekki hægt að staðsetja rétt í tollflokk. Síðan er það urðun kindahræanna sem yfirvöld þrýstu á að færi fram ólöglega en óbreyttur borgari náði að spyrna við fótum.

Báknið er orðið svo stórt að það er byrjað að hrasa um sjálft sig og slíkt bitnar á almennum borgurum og fyrirtækjum. Það er því miður hin leiðinlega hlið á annars skoplegu ástandi.

Kannski mætti afnema tolla, láta bændur um að urða hræ á löglegan hátt og færa áfengissölu í aðeins vestrænna horf, eða hvað?


mbl.is Geta loks keypt kaldan bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta versnar bara þar til algert hrun verður.  Þá batnar ástandið ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2023 kl. 18:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Lítil hrun hafa átt sér stað. Ég þekki mann sem reyndi að koma upp fiskbúð. Hin ýmsu yfirvöld gátu ekki einu sinni orðið sammála um hvar ætti að vera ræsi. Svona hringlandaháttur var fljótur að ganga á framkvæmdasjóðinn og það var því ekkert svigrúm fyrir aðrar hindranir.

Geir Ágústsson, 22.4.2023 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband