Réttindi til að skeina sér

Við erum kannski ekki komin þangað ennþá en dag einn þurfum við mögulega að sækja um réttindi til að skeina okkur sjálfum. Af hverju? Jú, það er hægt að skeina sér vel og illa, það er hægt að nota of mikinn klósettpappír og eyða upp skógum jarðar en líka of lítinn og þurfa þá að menga höfin með sterkum sápum og hreinsiefnum þegar kemur að þvotti. 

Mjög reglulega þykir íslenskum blaðamönnum fréttnæmt að lögregla hafi rekist á marga dyraverði án þar til gerðra réttinda til að starfa sem dyraverðir. Þetta virðist vera gamalt vandamál, en í tilkynningu frá 2012 kvartar lögreglan mjög yfir þessu réttindaleysi í að skoða skilríki og stöðva slagsmál á skemmtistöðum. Þar kemur meðal annars fram:

Til að fá útgefið dyravarðaskírteini hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skulu umsækjendur vera að minnsta kosti 20 ára og hafa ekki gerst sekir um ofbeldis- eða fíkniefnabrot. Leggja skal fram sakavottorð því til staðfestu. Erlendir ríkisborgarar skulu leggja fram sakavottorð frá sínu heimalandi.

Um þetta er fjallað í reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald en í henni er hlutverk dyravarða jafnframt skilgreint. Ef rekstraraðilar virða fyrrnefnd ákvæði ítrekað að vettugi geta hinir sömu búist við viðurlögum, t.d. sviptingu eða afturköllun rekstrarleyfis. 

Maður veltir því fyrir sér hvort allsgáðir fyrrverandi glæpamenn séu ekki einmitt bestu dyraverðirnir. Þeir hafa jú verið hinum megin við borðið, ekki satt?

Hvað um það. Hérna sé ég rof á milli yfirvalda og venjulegs fólks, eitt af mörgum. Ár eftir ár eftir ár er lögreglan að rekast á dyraverði án svokallaðra dyravarðaskírteina og samt heldur fólk áfram að sækja skemmtistaði. Það er eins og öllum sé nákvæmlega sama, og ég leyfi mér að segja að það sé skiljanleg afstaða. Væri kannski ráð að finna allskonar hindranir og óþarfa eins og þennan og hreinlega þurrka úr lögum og reglugerðum? 

Eða erum við frekar að stefna í átt að skeiniskílríkinu?


mbl.is Dyraverðir á sex stöðum án réttinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kallast víst líkamsárás að henda einhverjum út af skemmtistað án þess að hafa til þess þá heimild sem skírteinið veitir. Og dyravörður án skírteinis er ótryggður og fær engar bætur verði hann fyrir líkamstjóni við sín störf.

Vagn (IP-tala skráð) 8.4.2023 kl. 19:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég held að ég þurfi hjálp þína hérna. Í fyrsta lagi að benda mér á þessa reglugerð sem ég finn ekki, og í öðru lagi að segja mér hvað veitingahúsaeigandi að degi til gerir ef viðskiptavinur fer að míga á húsgögnin og jafnvel gesti, án skírteinisvottaðs dyraverðs á svæðinu.

Geir Ágústsson, 8.4.2023 kl. 20:09

3 identicon

Veitingahúsaeigendur geta ekki annað en hringt í lögregluna sé enginn til staðar með þau réttindi sem þarf til að beita fólk ofbeldi.

Tryggingafélögin þurfa enga reglugerð til að neita þeim um greiðslu tjóns sem ekki teljast tryggðir. Tryggingar veitingahúsa ná ekki yfir dyraverði án réttinda.

Vagn (IP-tala skráð) 8.4.2023 kl. 20:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þetta er stórkostlega forvitnilegt. Hvað ef þú ert að halda partý og einhver byrjar að míga í sófann þinn? Máttu ekki varpa viðkomandi á dyr, með valdi?

Geir Ágústsson, 9.4.2023 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband