Vantar Seðlabanka Íslands ekki fleiri sérfræðinga?

Nú hefur komið í ljós að svokölluð tímabundin ráðning í óauglýsta stöðu sérfræðings í loftslagi og sjálfbærni, fyrir milljón á mánuði, var bara fegrunaraðgerð á ímynd bankans á kostnað skattgreiðenda. 

Maður veltir því fyrir sér hvort bankann vanti ekki fleiri svokallaða sérfræðinga, og tilbúinn að fara á svig við lög og reglugerðir til að koma slíkum inn?

Með sérfræðing í að atast í prentaranotkun starfsmanna og segja þeim að nota strætó, sem þeir munu aldrei gera, þá opnast dyrnar fyrir allskonar aðra ráðgjöf sem enginn fer eftir.

Kannski vantar sérfræðing í klæðaburði. Seðlabankastjóra er mikið hrósað fyrir sinn en hvað með aðra starfsmenn bankans? Eru rúllukragapeysur í tísku? Má vera í bláum buxum og rauðum jakka? Má vera í svörtum skóm með brúnt belti? Hér þarf bankinn að hafa allt á hreinu.

Kannski vantar einhvern til að segja öllum hvað þeir eru fordómafullir. Hvar eru minnihlutahóparnir? Hver er stefna bankans í ráðningum á fólki með röng kynfæri, eða engin kynfæri? Bankinn er hér blindur og heyrnalaus í áherslum sínum í dag (eitthvað með peningastefnu og verðbólgu) og þarf að nútímavæðast.

Kannski vantar einhvern til að fylgjast með því hvað mörg kyn eru eiginlega á starfsmannaskrá bankans. Eru þau öll með? Öll 72 kynin? Í hvaða hlutföllum? Hérna þarf allt vitaskuld að vera jafnt. Um leið þarf að tryggja að hann, hún, kván og hvorugt séu ávörpuð rétt.

Kannski þarf bankinn að komast inn í nútímann þegar kemur að því að reka fólk fyrir fyrra líferni eða eitthvað sem einhver segir að einhver hafi einhvern tímann gert, sagt, hugsað eða viljað. Vantar ekki sérfræðing hérna til að leiðbeina starfsmönnum Seðlabanka Íslands?

Dyrnar eru kannski að opnast og því um að gera að búa sig undir að fá milljón á mánuði fyrir að geta hengt jakkann á stólbakið og eytt deginum á kaffihúsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Silicon Valley bankinn fór á hausinn vegna þess að þeir hugsuðu of mikið um "loftslagsmál" & "sjálfbærni."

Góð fegrunaraðgerð, það.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.4.2023 kl. 00:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

ESG ætti að standa fyrir Eliminate Savings Gladly. 

Geir Ágústsson, 6.4.2023 kl. 08:25

3 identicon

Fínn pistill um vitfirringu samtímans.

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.4.2023 kl. 10:54

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég veit ekki hversu mörg starfsár og fjármunir fóru í þessi Grænu skref á sínum tíma en svo bara hvarf þetta "verkefni" úr umræðunni
og hjá Reykjavíkurborg hvarf það alveg eftir mikið húllum hæ

Forsíða - Græn skref (graenskref.is)

Grímur Kjartansson, 6.4.2023 kl. 10:59

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Átak sem endar bara á að verða að dýrum skýrslum þarf að endurnýja með nýjum titli, en ekki endilega með því að loka hinu fyrra átaki. Átökunum fjölgar bara, og skýrslunum. 

Mér sýnist það "grænasta" sem yfirvöldum hefur tekist að koma á undanfarin ár sé að klappa fyrir Kínverjum þegar þeir knésettu samfélag sitt (sjálfviljugir) í nafni veiru og þurftu að minnka aðeins við sig kolabrunann og sótframleiðsluna. Það er núna gengið yfir.

Geir Ágústsson, 6.4.2023 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband