Niðurgreidd, tollavarin, lögvernduð starfsemi - ekki það

Það má alveg dást vel og lengi að frumkvöðlaanda og drifkrafti Íslendinga. Þeim tekst einhvern veginn alltaf að finna leiðir til að búa til verðmæti þótt hið opinbera sé mjög upptekið af því að niðurgreiða taprekstur og ofur-skattleggja verðmætasköpun.

Hvern hefði til dæmis grunað að Íslendingar yrðu snillingar í framleiðslu á áfengi? Ekki er sú framleiðsla niðurgreidd, ekki nýtur um skattaafslátta og ekki nýtur hún verndar gegn samkeppni. Þvert á móti. Áfengi, og þá sérstaklega sterkt áfengi, er skattlagt í slíkum mæli að svokallaður heimamarkaður ætti varla að vera til staðar, en heimamarkaður er oft sá stökkpallur sem fyrirtæki þurfa á að halda til að komast á erlenda markaði.

Þetta tekst þrátt fyrir hindranir og afskipti ríkisins, ekki vegna.

Á sama tíma skrapa botninn þær atvinnugreinar sem njóta mestrar verndar og stuðnings. Spáir enginn í því hvað íslenskir bændur gætu gert ef þeir yrðu skornir úr snöru niðurgreiðslu, tollverndar og viðskiptafrelsis? Nei, sennilega ekki, og síst af öllu bændur. En minn grunur er sá að ef íslenskur landbúnaður yrði að fullu gefinn frjáls þá gæti íslenska lambið orðið að eftirsóttasta bitanum í stærstu borgum heims.

Við komumst sennilega aldrei að því, og borgum fyrir það, rækilega og bókstaflega.


mbl.is Íslenskur vodki valinn sá besti af GQ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband