Fjarlægðu grímuna fyrst

Ég var í flugi um daginn, á milli þriggja borga í Evrópu. Sem hluti af öryggisleiðbeiningum flugþjóna voru þau fyrirmæli að fjarlægja sóttvarnargrímu áður en súrefnisgríma er sett á andlitið. 

Sennilega hefur verið ríkt tilefni til að benda á þetta. Mögulega voru farþegar að spyrja. Kannski féllu súrefnisgrímur niður í einhverju fluginu og farþegar voru að setja þær ofan á sóttvarnargrímuna. Hver veit!

En það er gott að við erum smátt og smátt að hrista af okkur seinustu leifar veirutíma. Enginn var með sóttvarnargrímu í flugunum sem ég var í þennan dag en leiðbeiningar flugþjóna eru jú þær sem þær eru og koma að ofan og verður ekki breytt dag frá degi eða frá einu flugi til hins næsta.

Á morgun fer ég aftur í flug hjá öðru flugfélagi. Það verður spennandi að sjá hvort það flugfélag biðji mig líka um að fleygja sóttvarnargrímunni áður en ég set á mig súrefnisgrímuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband