Uppfyllir kosningaloforð og skapar störf og orkuöryggi

Ríkisstjórn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hefur samþykkt að gefa heimild fyrir olíuleit á svæði í ríkiseigu í Alaska en í framboðsherferð sinni til forseta árið 2020 lofaði Biden að hann myndi ekki samþykkja slík leyfi.

Um leið lofaði Bidan að búa til störf og skapa verðmæti.

Hann er því að svíkja og uppfylla. Svíkja innantóma heimsendaspádóma og lausn á ímynduðu vandamáli og standa við mikilvægt loforð sem bætir líf fólks.

Fjölmiðlar velja auðvitað að einblína á ímyndaða vandamálið, en slíkt kemur ekki á óvart.

Mögulega var Biden, eða strengjabrúðumeistararnir sem láta handleggi hans sveiflast og munn hans opnast og lokast, að gera eitthvað rétt fyrir slysni. Því ber að fagna. Dag einn mun olía úr nýjum lindum Alaska mögulega halda íslenskum fiskimjölsverksmiðjum í gangi þegar græna rafmagnið svíkur, enn eina ferðina. 


mbl.is Svíkur kosningaloforð og heimilar olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband