Katrín og Kolbrún bjarga Úkraínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra halda áleiðis til Úkraínu í dag til fundar við þarlend stjórnvöld.

Skemmtilegur angi þessarar ferðar er að hún er mjög leynileg en um leið fréttamatur:

Mik­il leynd hef­ur hvílt yfir þess­um áform­um, m.a. af ör­ygg­is­ástæðum, en með í för verða nokkr­ir aðstoðar­menn ráðherr­anna og frétta­menn Rík­is­út­varps­ins.

Ætla þær stöllur að skríða í gegnum leynileg göng? Við þurfum ekki að spyrja okkur að því. Fréttin er skýr:

Ráðherr­arn­ir fljúga til Pól­lands í dag, en gert er ráð fyr­ir að þær stöll­ur haldi með næt­ur­lest yfir til Úkraínu og eig­in­leg heim­sókn þar í landi hefj­ist á morg­un.

Næturlest, hvorki meira né minna! Þetta er eins og gott Bond-atriði, ef Bond-myndir væru framleiddar af sex ára krökkum.

Straumur kvikmyndastjarna og stjórnmálamanna til Úkraínu er slíkur að maður gæti haldið að þar ríkti hin mesta friðsæld og að loftvarnarflautur blási bara til að tilkynna komu gráhærðra karlmanna á hallarlóð.

Ríkisstjórn Íslands getur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að aðstoða almenning í Úkraínu. Hún getur málað skotmark á Ísland. Hún getur forgangsraðað útlendingum umfram Íslendinga. Hún getur baðað sig í dýrðarljóma nýjustu upplýsingaóreiðunnar. Hún getur sent heilan býflugnasveim af stjórnmálamönnum, opinberum starfsmönnum og blaðamönnum ríkisútvarps útvalinna viðhorfa (RÚV) til útlanda á blússandi dagpeningum. En hún getur ekki látið neitt gott af sér leiða í fjarlægum heimshornum. Og varla í eigin bakgarði, en ráðherrar í leit að verkefnum gætu látið duga að taka göngutúr um miðbæ Reykjavíkur og finna þar frosna heimilislausa og einstæða feður ef þeim vantar vandamál til að leysa. 

Veruleikafirringin er slík að manni verður hugsað til frásagna frá föllnu Rómarveldi þar sem keisarar héldu veislur á meðan borgin brann. Erum við þar?


mbl.is Katrín og Þórdís á leið til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hvað varð um fjarfundina? Eru stjórmálamenn virkilega að flykkjast til striðshrjáðs lands þar sem allt getur gerst? Hér á landi eru alltaf nægir peningar þegar stjórnmálamenn þykjast þurfa að fara í rándýrar ferðir ásamt fylgdarliði.

Þessi ferð leysir engan vanda. Það þarf að taka á kýlinu. Skynsamlegra væri fyrir þessa háttvirta ráðherra að plotta fund með Pútín og reyna að koma vitinu fyrir hann. Sjarmera hann rækilega upp úr stríðsskónum.

Var nú að vonast til að Ólafur Ragnar væri með eitthvað plott í gangi gagnvart Pútín ... en Ólafur víst ekki forseti lengur. En þá hvað með Guðna Th. hann kann eitthvað fyrir sér í rússnesku. En kannski hringir bara Ólafur Ragnar til Kína, eins og hann gerði í Hruninu, og kemst þannig bakdyramegin með erindi til Pútíns.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 13.3.2023 kl. 21:56

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svarið við enda spurningunni er JÁ.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.3.2023 kl. 22:46

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það hefði verið hægt að toppa þessa vitleysu
ef Degi borgarstjóra hefði verið boðið með
en eflaust er hann sármóðgaður
yfir að vera ekki boðið
til Kyiv

Grímur Kjartansson, 14.3.2023 kl. 08:31

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eina sem gæti réttlætt ferð íslenskra ráðamanna til Úkraínu er að þeir heimsæki Donetskborg í leiðinni. Mer vitanlega hefur aðeins einn stríðsfréttaritari íslenskur, Erna Ýr Öldudóttir heimsótt átakasvæðið. Fréttaflutningur hennar er á nokkuð öðrum nótum en RÚV eys yfir okkur og á hún hrós skilið fyrir hreiðarleg umfjölum.

Ragnhildur Kolka, 14.3.2023 kl. 14:39

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingibjörg,

Þú getur haldið alla þá fundi sem þú vilt með Pútín en á meðan samningar um sjálfsstjórn austurhéraðanna eru ekki virtir þá verður aldrei sátt.

Sigurður,

Já, gott ef ekki. Maður sér meðalmennskuna á rjúkandi uppleið á Íslandi. Hið opinbera er stjórnlaust, Reykjavík er í molum, veitufyrirtækin geta ekki veitt, rafmagnsframleiðendur fá ekki að framleiða og orkunni er svo ekki hægt að dreifa, einföldustu framkvæmdir sprengja allar áætlanir, strætó virkar ekki, rusl er ekki sótt. Eða er ég að láta fyrirsagnir frétta blekkja mig?

Grímur,

Kannski verði hægt að gera Dag að sendiherra Íslands í Úkraínu þegar hann lætur Daginn eftir sinn Dag fá lyklana að skrifstofunni sinni. Hann fær eflaust að klippa á marga borða þegar fé vestrænna skattgreiðenda verður sett í að byggja hallir fyrir forsetann.

Ragnhildur,

Blaðamönnum líður miklu betur á fréttamannafundum og á bak við skrifborðið þar sem þeir geta í öryggi þýtt fréttir Guardian og New York Times. Farðu nú ekki að hræða greyin!

Geir Ágústsson, 14.3.2023 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband