Sunnudagur, 26. febrúar 2023
Aftur til miðalda
Ísland var einu sinni frekar óaðgengileg eyja í miðju úthafi. Viðskipti við útlönd voru dýr og erfið, utanlandsferðir eingöngu á færi þeirra efnuðu og tækniþróun með hægasta móti. Við köllum þetta tímabil miðaldir og sennilega vilja fáir snúa aftur til þess tíma.
En þá tók við nýtt trúarbragð: Losun manna á koltvísýringi í andrúmsloftið er meðal alvarlegustu vandamála sem stafa að mannkyninu og plánetunni, og öllum árum þarf að róa að því að takmarka þá losun.
Þetta er trúarbragð sem snýst um að heimsendir sér í nánd nema ritningunni sé fylgt. Hljómar kunnuglega ekki satt?
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að nú sé reynt að taka hagkvæma einkabílinn af fólki og auðvitað kjötið, innfluttan fatnað og örugga raforku. Flugferðir eru að sjálfsögðu á skotskífunni enda fara ódýrar flugferðir almúgans alveg rosalega í taugarnar á þotuliðinu.
Menn geta ekki tekið upp trúarbragð og þykjast svo geta valið og hafnað því sem það felur óumflýjanlega í sér.
Trúaða kjötætan getur ekki gert rautt kjöt að undanþágu.
Trúaða foreldrið getur ekki gert hagkvæman bíl að undanþágu.
Trúaði ferðalangurinn getur ekki gert flugferðir að undanþágu.
Nei, allt þarf að fara og gerir það eftir því sem trúarbragðið nær sterkari tökum. Kjötið, bíllinn, utanlandsferðirnar, fötin, skórnir, orkan og raftæki.
Eina leiðin út úr þessum ógöngum er vitaskuld að hætta að tileinka sér þetta trúarbragð. Allt í einu er heimsendir ekki lengur á dagskrá og eðlilegt líf getur haldið áfram. Losun á koltvísýringi verður losun koltvísýringi og mengun verður mengun - tvennt ólíkt. Koltvísýringur frá kolaorkuveri í Póllandi verður alveg eins og koltvísýringur frá kolaorkuveri í Kína - ekki eitthvað tvennt sem lifir í mismunandi loftslagi á mismunandi plánetum. Plastumbúðir á ónothæfu pappírsröri verða þær sömu og plastumbúðir á plaströri. Allt verður á ný skiljanlegt. Líkönin enda í ruslinu. Raunveruleikinn tekur við.
Hvernig væri það?
Róa öllum árum að því að Ísland losni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.