Laugardagur, 25. febrúar 2023
Sagan skrifuð (eftir smekk)
Veirutímar eru að baki og þeir sem sáu um að afnema réttindi fólks, loka fyrirtækjum og drepa gamalt fólk úr einmanaleika reyna nú að skrifa söguna sér í hag. Hlýði-Víðir segir til að mynda:
Það sem mér finnst alltaf hafa skipt svolítið miklu máli í þessu hvað við vorum tiltölulega snögg að breyta til þegar kom einhver ný vitneskja og við vissum eitthvað meira í dag en í gær, þá vorum við aldrei feimin við það að snúa við og gera eitthvað annað.
Þarna er látið í það skína að veiruaðgerðir hafi verið byggðar á vísindum og þekkingu. Svo var ekki.
Grímurnar voru gagnslausar, sprauturnar gerðu ekkert gagn og jafnvel illt verra, lokanir á skólum og frístundastarfi voru vitleysa með háan fórnarkostnað fyrir börn og ungmenni, takmarkanir á landamærum höfðu engin áhrif, engin rök voru fyrir því að loka fámennum hárgreiðslustofum og leyfa stórum matvöru- og áfengisverslunum að vera opnar, fjarlægðartakmarkanir voru handahófskenndar og þægilegar tölur og öll fyrirhöfnin sem fór í að þagga niður í fólki varð bara til þess að rýra traust á lýðræðislegum stofnunum.
Það er því skiljanlegt að forsvarsmenn veirutímanna mæti nú í viðtöl og reyni að skrifa söguna upp á nýtt.
En Hlýði-Víðir er greinilega hugsi, og áfram er vitnað í hann:
Það er auðvitað hægt að bregðast við því núna þegar það er friður í þessum málum að taka kerfið til gaumgæfilegrar skoðunar út frá reynslunni í Covid og sjá hvernig við byggjum kerfið sterkar upp þannig það verði áfallaþolnara og það þurfi meira til til þess að það verði farið að grípa til samfélagslegra takmarkana heldur en þurfti eins og kerfið var statt í mars 2020 og síðan mánuðina og árin tvö þar á eftir, segir Víðir.
Hann segir það eðli svona hamfaraátaka að þegar þau eru yfirstaðin að þá sé fólk svo bugað og búið að fá svo nóg að gluggi tækifæranna, til þess að breyta, lokist.
Það sem ég er svolítið hræddur um er að ef það verður ekki notað tækifærið núna mjög fljótlega að fara ítarlega í gegnum þessi kerfi sem voru undir hvað mestu álagi meðan faraldurinn var, þá verðum við í nákvæmlega stöðu þegar næsti faraldur kemur, segir Víðir.
Já, hvað var það eiginlega sem fór úrskeiðis? Af hverju var ekkert svigrúm fyrir nokkrar aukahræður á spítölunum? Ekki er við þessa einu veiru að sakast því oft hefur verið meira að gera á spítölum vegna annarra veira. Auðvitað skutu menn sig svolítið í fótinn með allskyns sérstökum, plássfrekum og þunglamalegum verkferlum vegna hinnar einu veiru og endurtaka kannski ekki þá vitleysu aftur, en hvað annað var að?
Enginn er að skoða þetta og reyna að undirbúa heilbrigðiskerfið til að vera eitthvað annað en framleiðandi að lyfjaávísunum og aðgerðum sem magnast upp í flækjustigi og kostnaði af því þær voru á biðlista svo mánuðum og misserum skiptir. Það er búið að skipta um einhverja í brúnni en þeir fá sennilega að rekast um í kerfinu þar til þeir gefast upp og engar breytingar hafa átt sér stað.
COVID-19 var vissulega heimsfaraldur en það er flensan, RS-veiran og annað slíkt líka. Eftir nokkra mánuði var búið að kortleggja áhættuhópa COVID-19 og hefði dugað að vernda þá og leyfa læknum að vega og meta hvernig átti að lækna þá.
En við gerðum eitthvað allt annað, og ég óttast að þegar menn eins og Hlýði-Víðir, Sótti og Verndari tengdó hafa skrifað söguna þá muni hún endurtaka sig.
Saknar ekki Covid-fundanna með Þórólfi og Ölmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2023 kl. 16:23 | Facebook
Athugasemdir
Engu við þetta að bæta.
Fálkaorður fyrir fálkaskap.
Getur ekki verið betra.
Sigurður Kristján Hjaltested, 25.2.2023 kl. 21:36
"Áður fyrr hengdu menn ræningja á krossa, nú hengja þeir krossa á ræningja" sagði orðheppinn maður fyrir margt löngu í tilefni af Fálkaorðuveitingu sem honum mislíkaði. Það má til sanns vegar færa að Hlýði-Víðir og afgangurinn af hinu lánlausa "þríeyki", sem enn þann dag í dag er dýrkað og dáð af illa gefnu fólki, séu ræningjar. Þau rændu gamalt fólk lífinu, ungmenni lífshamingjunni, tugþúsundir atvinnunni. Og þau vissu betur. Allan tímann.
Ef Hlýði-Víðir fer til Bessastaða í fylgd fjölmiðlamanna til að skila krossinum í augsýn þjóðarinnar og biðjast í einlægni fyrirgefningar á glæpum sínum er ég kannski tilbúinn til að fyrirgefa framferði hans. En ekki fyrr.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2023 kl. 23:26
Þorsteinn,
Það gæti bara vel verið að hann geri það. Það er jú hann sem bauð í fjölda kaffiboða ólíkra hópa yfir eina helgina og sendi fjölda manns í sóttkví í kjölfarið. Hann hefur bara tekið þetta svona mátulega alvarlega kannski, um leið maður sem fékk borgað fyrir ákveðna hluti. Sennilega vel borgað, með álagsgreiðslum og hvaðeina. En sjáum hvað setur.
Geir Ágústsson, 26.2.2023 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.