Ráđabrugg í ráđhúsinu

Mér finnst ástćđa til ađ birta í heilu lagi frétt Morgunblađsins um hugmyndir í Reykjavík um ađ leggja niđur Borgarskjalasafniđ, ţví fréttin er ađ mörgu leyti athyglisverđ (feitletrun mín):

Morg­un­blađiđ sagđi frá ţví um helg­ina ađ starfs­fólk Borg­ar­skjala­safns­ins vćri slegiđ yfir til­lögu borg­ar­stjóra um ađ leggja safniđ niđur. Svan­hild­ur Boga­dótt­ir borg­ar­skjala­vörđur hafđi ađeins heyrt af til­lög­unni í frétt­um, hafđi lítiđ fengiđ ađ koma ađ und­ir­bún­ingi henn­ar og seg­ir ađ ţetta muni koma niđur á ţjón­ustu viđ al­menn­ing, frćđimenn og borg­ar­stofn­an­ir. Borg­ar­stjóri lagđi til­lög­una fram sl. fimmtu­dag í borg­ar­ráđi en gerđi ţađ međ leynd ţví ađ til­lag­an var trúnađarmerkt og ekki birt.

Björn Bjarna­son finn­ur ađ ţessu og seg­ir ađ ćtla hefđi mátt ađ „máliđ vćri und­ir­búiđ á ţann veg ađ efni ţess ţyldi dags­ins ljós“.

Ţá bend­ir hann á ađ Borg­ar­skjala­safniđ hafi fyr­ir ţrem­ur árum vakiđ „at­hygli á ađ skjalameđferđ vegna fram­kvćmda viđ bragga í Naut­hóls­vík stćđist ekki lög um skjala­vörslu og skjala­stjórn“. Ţessu hafi sviđsstjóri hjá Reykja­vík­ur­borg lýst sig ósam­mála, sami sviđsstóri og vilji nú, ásamt borg­ar­stjóra, leggja safniđ niđur.

Borg­ar­stjóri hyggst spara međ ţví ađ leggja niđur safniđ, og sann­ar­lega ekki vanţörf á ţví eft­ir óráđsí­una viđ Bragg­ann og margt fleira, en er ţetta sparnađarleiđ? Eđa á ein­fald­lega ađ fćra kostnađinn yfir á ríkiđ, međ ţví ađ senda gögn­in á Ţjóđskjala­safniđ? Hvađ seg­ir ríkiđ viđ ţví?

Ţađ mćtti jafnvel kalla ţessa frétt einhvers konar skođanapistil međ ágćtlega rökstuddri samsćriskenningu: Ţeirri, ađ Borgarskjalasafn sé óţćgileg flís í rassi yfirvalds sem kann ekki ađ fara međ fé skattgreiđenda og um leiđ ađ reka ţjónustu sem mćtti ţess vegna klína á ríkisvaldiđ án ţess ađ biđja um leyfi.

Samúđ mín fyrir Reykvíkingum er mikil. Ţeir reyna í kosningum eftir kosningum ađ losa sig viđ borgarstjórn Samfylkingar og Pírata en láta svo alltaf plata sig til ađ kjósa aftur sömu borgarstjórn til valda, fyrst međ notkun Viđreisnar sem hćkju og núna seinast Framsóknar og kannski nćst VG eđa einhvers nýs frambođs.

Samúđarkveđjur!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"til­lag­an var trúnađarmerkt og ekki birt."
Á Alţingi núna áđan ţá kom nćr öll stjórnarandstađan upp í púlt og sumir oftar en einu sinni og lýstu gífurlegu vanţakklćti á ađ vinnudrög fyrrverandi rískisendurskođanda um Lindarhvol vćri ekki birt í Morgunblađinu.

En ţegar komiđ er niđur í Ráđhús ţá er allt trúnađarstimplađ

 Ţegar mín stađa var lögđ niđur ţá bađ ég um rökstuđning en sá "rökstuđningur" var trúnađarstimplađ eins og svo margt annađ í Ráđhúsinu 

fundargerđ 14
5. Fram fer kynning á niđurstöđum greiningar Capacent á rekstri Upplýsingatćkniţjónustu Reykjavíkurborgar. Trúnađarmál.
fundargerđ 15
6. Bókanir undir ţessum liđ eru fćrđar í trúnađarbók mannréttinda- nýsköpunar- og lýđrćđisráđs.
Fram fer trúnađarmerkt kynning ţjónustu- og nýsköpunarsviđs á UTR – Vegferđin framundan.

Grímur Kjartansson, 20.2.2023 kl. 16:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Ég á frćnda sem var látinn fjúka úr Reykjavík ţví starfinu hans hafđi veriđ úthýst. Ekki var hann á neinum sérstökum launum og starfslýsing hans var nánast sú ađ gera ţađ sem ţyrfti ađ gera, sem hann gerđi (stúss í kringum tölvubúnađ, Utanumhald slíks á lager, viđhald prentara og annađ slíkt). Líklega er búiđ ađ stimpla skýrslurnar í kringum ţessa ćfingu, sem leit vel út á Excel, sem trúnađarmál. Gegnsćiđ var töluvert minna en hjá einkafyrirtćkjum sem ţurfa ađ skilja eftir sig einhvers konar orđspor. 

Geir Ágústsson, 20.2.2023 kl. 19:22

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Píratar  á Alţingi voru mjög stórorđir um leyndarhyggju og nćr hver einasti ţingmađur tuggđi brandarann um Leyndarhól
En svo ţegar Píratar eru í forsvari í Ráđhúsinu ţá er annađ hljóđ í skrokknum um hvađ skuli vera uppi á borđum

Grímur Kjartansson, 20.2.2023 kl. 20:33

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bylur hćst í tómri tunnu.

Geir Ágústsson, 20.2.2023 kl. 20:45

5 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Mjög áhugavert, verulega. Hugsanlega áhugaverđasta frétt vetrarins. Mun finna flöt á ţessu.

Guđjón E. Hreinberg, 22.2.2023 kl. 09:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband