Þorrinn: Femínistafrír mánuður

Allskyns dagar og jafnvel heilu mánuðirnir eru tileinkaðir allskyns málefnum, baráttumálum og góðgerðarmálum. Sem dæmi má nefna Mottu-mars, Hinsegin daga, Dag íslenskunnar og svona mætti lengi telja.

Hvernig væri ef þorrinn, þ.e. tímabilið frá miðjum janúar til miðs febrúar, verði tileinkaður fjarveru frá femínisma af hverju tagi? Femínistafrír mánuður. 

Þetta yrði í raun lítil sem engin breyting fyrir flesta. Þorrablót halda einfaldlega áfram að bjóða upp á minni karla og minni kvenna og lögin sem þar eru sungin fjalla áfram um karlmenn og konur og samskipti þeirra og jafnvel árekstra. 

En sumt þyrfti auðvitað að breytast tímabundið. Leikskólar yrðu að taka sér hlé frá því að kenna ungum börnum um kynlíf, kynfæri og kynvitund. Nemendur í ýmsum kjaftafögum í háskólanum yrðu að leggja femíníska heilaþvottinn til hliðar og lesa eitthvað um raunveruleikann. Fjölmiðlar yrðu að hvíla aðeins hvatningar til ungs fólks um að láta sneiða af sér kynfærin. 

Eigum við ekki skilið svona mánuð? Svolitla pásu frá rétttrúnaðinum? Ég segi já. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sama hér.Já. Mætti þessvegna vera allt árið.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.2.2023 kl. 18:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Það dugar ekki. Ef það væri mottumars allt árið þá dofnar boðskapurinn og fólk finnur ekki fyrir sama létti.

Geir Ágústsson, 5.2.2023 kl. 19:29

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Þetta er fín pæling hjá þér Geir, þessi þróun er orðin geigvænleg!

Kristín Inga Þormar, 6.2.2023 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband