Laugardagur, 4. febrúar 2023
Hamfarahlýnunin
Mikið er rætt um loftsmál og ég sé að sumir hafa meira að segja þróað með sér sérstakan loftlagskvíða. Það er því við hæfi að skoða nokkur línurit.
Fyrsta línuritið er byggt á gögnum frá heimasíðu Veðurstofunnar (heimild):
Höfundur línuritsins fjallar aðeins nánar um merkingu þess í annarri grein sem er óhætt að mæla með:
Á einni öld nemur hlýnunin 0,25°C á Stórhöfða, 0,36°C í Reykjavík og 0,57°C í Stykkishólmi. Hlýnun á einni öld er því minni en sem nemur sveiflu í meðalárshita (staðaðalfrávik) þessara stöðva.
Næsta línurit er fengið með því að slá inn tölur úr tímariti sem Veðurstofan gaf út í áraraðir og skeyta við það rafrænum gögnum fyrir tímabilið eftir að útgáfan hætti.
Línuritið er frægt fyrir að fjésbókin bannaði það og hlýtur það að auka nokkuð trúverðugleika þess, en höfundur þessa línurits hefur sagt:
Þessar upphaflegu hitamælingar eru ekki í samræmi við þær hitamælingar sem í dag er að finna á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Veðurstofan hefur breytt öllum þessum hitamælingum í þeim tilgangi að sanna tilgátuna um hlýnun jarðar af mannavöldum.
Það er auðvelt að sjá hvað er á seyði: Ekkert. En ef menn byrja línurit um miðbik 20. aldar, eins og algengt er, þá er auðvitað auðvelt að búa til línurit sem gerir ekkert nema vaxa og vaxa upp á við.
Ég verð að viðurkenna að loftslagskvíði minn er enginn. Ég óttast miklu meira mengun, þ.e. eitraðar agnir í loftinu. Þær er til dæmis hægt að finna við eldunaraðstöðu rafmagnslauslausu húsanna í Afríku og Indlandi, þar sem vantar að byggja orkuver og innviði til að bæta líf fólks og gæði loftsins í kringum það. Slík orkuver eru ekki byggð því menn þjást af loftslagskvíða eða fá ekki lán frá alþjóðlegum fjármálastofnunum sem þykjast vera grænar og loftslagsvænar. Mengunin fær því að halda áfram að meiða og drepa fólk.
Mögulega upplifum við núna tíma hjátrúar og hindurvitna sem menn í framtíðinni munu hlægja að, rétt eins og við undrumst nornabrennur miðalda. Mögulega erum við á leið inn í langt tímabil hjátrúar sem að lokum tortímir menningu okkar. Sjáum til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
Engin orð.
"Þessar upphaflegu hitamælingar eru ekki í samræmi við þær hitamælingar sem í dag er að finna á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Veðurstofan hefur breytt öllum þessum hitamælingum í þeim tilgangi að sanna tilgátuna um hlýnun jarðar af mannavöldum. "
Línurnar skýra sig sjálfar.
Hve lengi ætlum við að plata fólkið?
Egilsstaðir, 04.02.2023 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 4.2.2023 kl. 15:24
Veðurstofan flutti og mælir ekki í sömu hæð og á sama stað og áður. Því þurfti að leiðrétta mælingar í samræmi við mismun á hitastigi á þessum stöðum.
Ýmislegt getur gert það að staðbundið hitastigsmeðaltal breytist meira eða minna en meðaltal yfir alla jörðina.
Vagn (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 16:13
Vagn,
Gott og vel, og ég sé heldur ekki að línuritin tvö séu mjög frábrugðin þótt gögnin komi frá mismunandi stöðum eða sé mismikið "leiðrétt". En aðalatriðið er að hitastigið er það sama og í dag og fyrir 100 árum (og sennilega á niðurleið úr þessu), og að ítrekaðar upphrópanir til skiptis um að jörðin sé að frjósa eða stikna eru einfaldlega marklausar.
Geir Ágústsson, 4.2.2023 kl. 16:19
Því miður þá er hitastigið á Bústaðarveginum ekki mælikvarðinn á hvort hitastig lofthjúps jarðar fari hækkandi eða lækkandi. Til dæmis sýnia gögn frá þínu heimili, Danmörk, greinilega hækkun sem er meiri en meðaltal jarðar. Það er nefnilega hæægt að finna fjölda staða sem ekki fylgja meðaltalinu nákvæmlega.
Vagn (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 16:48
Ef holræsamiðlarnir fara allir af stað til að hræða almenning þá er eitthvað í gangi hjá elítunni. Þetta er uppskriftin að ógnarstjórn að hræða fólk það mikið að það leikur í höndunum á þessu fólki. Tilgangurinn með loftslagsþvælunni er augljós. Það er full ástæða til að hræðast heilaþvegið fólk.
Kristinn Bjarnason, 4.2.2023 kl. 17:46
Fyrir áratugum síðan voru það sovéskir vísindamenn sem spáðu fyrir um kólnun jarðar frekar en hlýnun.
Lesendur þessa blogs undra sig kannski ( með vissu margir )frekar og meira hversu frekur Geir er að ansa nettröllinu Vagni.
Kannski að Geir átti sig ekki á því að þessi ¨ response ¨ minna meira á samræður við sjálfan sig.
Heiðar (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 20:50
Vagn,
Hefur meðaltal símanúmera í Danmörku séð álíka þróun?
Geir Ágústsson, 5.2.2023 kl. 21:44
Ha, er Greta litla Thunberg þá bara að ljúga?
Kristín Inga Þormar, 6.2.2023 kl. 09:46
Er meira af malbikuðum götum og bílastæðum dökkum sem draga í sig sólarhitann og skila hitanim út í andrúmsloftið?.
Er meira skjól af trjágróðri, hitnar loftið þá meira?
Eru húsin hituð og þá fer hitinn út í andrúmsloftið?
Eru einhverskonar uphitunar tæki á öllu svarta malbikinu sem eru kölluð bílar að hita andrúmsloftið?
Egilsstaðir, 26.02.2023 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.2.2023 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.