Ný vandamál kalla á nýjar lausnir

Heilbrigðiskerfi þurfa alltaf að taka mið af nýjum aðstæðum. Samfélagið er að eldast, heimsfaraldrar ganga yfir, ný lyf eru í sífellu að koma á markað, starfsfólkið er eftirsótt, húsnæði þarf að viðhalda, nýjar meðferðir þarf að prófa og svona mætti líka telja.

Og jú, eitt í viðbót: Fleiri og fleiri virðast nú vera að gera sér grein fyrir að þeir eru í röngum líkama sem þarf þá að breyta. Karlar verða konur og konur verða karlar, jafnvel áður en þessir einstaklingar mega kjósa, taka lán, keyra bíl eða kaupa áfengi. 

Það er því ekki skrýtið að Landspítali allra Íslendinga sé nú að koma á fót þjónustu Transteymis og leiti nú að teymisstjóra

Auðvitað þarf að þjónusta þennan hóp vel, en það verður auðvitað erfiðara eftir því sem hann stækkar. Er að fara úr um 0,5-1,3% samfélagsins áður fyrr í um tuttugu-falt hlutfall nú til dags. Á móti kemur mögulega sparnaður. Sá sem var með pung en ekki lengur fær væntanlega ekki krabbamein í eistun. Brjóst úr sílikonpúðum eru væntanlega ekki að þróa með sér krabbamein. Auðvitað kosta ýmis hormón og geðrænar meðferðir sitt en markmiðið er auðvitað að hjálpa. 

Vandamál þeirra sem eru í röngum líkama eiga svo að sjálfsögðu að vera á könnu ríkisins. Annað gengur ekki. Og ekki langt að bíða þar til þau eru leyst. Án langra biðlista, auðvitað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband