Ertu kona? Þá ertu að velja vitlaust starf

Í kafla um jafn­rétt­is­mál í kynn­ingu á til­lög­un­um, sem birt var á vef Mat­vælaráðuneyt­is­ins ný­verið, er vak­in at­hygli á því að til séu grein­ing­ar á stöðu kvenna í sjáv­ar­út­vegi og að veru­lega halli á þátt­töku þeirra þegar kem­ur að störf­um til sjós.

Þetta er auðvitað áfellisdómur fyrir konur. Af hverju eru þær ekki að velja sjómennsku, eða störf í sjávarútvegi? Vel launuð störf með mikið af samfelldum frítíma. Eru konur alveg veruleikafirrtar? 

Nei, auðvitað ekki.

Sjómennska er líkamlega erfið, vinnutímar margir og vinnudagar langir, félagslífið auðvitað mjög takmarkað á úthöfunum og lyktin slæm. Þetta höfðar ekki til allra með aðra valmöguleika. Jafnvel fæstra, óháð kyni. En þeir sem nenna og vilja, þeir gera. Og uppskera auðvitað ágætlega. 

Af hverju eru konur ekki að sækjast í þetta? 

Það skiptir ekki máli. Öllum er frjálst að sækja í hverja þá stöðu sem viðkomandi vill. 

Af hverju er þá verið að skamma konur fyrir að vilja ekki starfa við sjávarútveg? Að vilja ekki vinna á þilfari? 

Kannski til að ímyndað vandamál geti útvegað vel launuðu skrifstofufólki innan hins opinbera þægilega innivinnu við skýrslugerð?

Það er mín besta ágiskun, í bili.


mbl.is Vilja „kvenna/kvára“ fyrsta togarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband