Þriðjudagur, 31. janúar 2023
Innviðir og orka
Íslendingum virðist ganga eitthvað illa þessa mánuðina að halda innviðum sínum gangandi. Gildir þetta um vegi, heitt vatn og rafmagn. Auðvitað hefur veðrið verið slæmt og allt það en menn ættu nú að hafa áætlanir, eða hvað? Er ekki einn heitavatnstankur Reykjavíkur eingöngu til staðar til að tryggja að allir komist í sturtu á aðfangadag? Það er áætlanagerð í lagi!
En gott og vel, menn geta alltaf verið óheppnir. Þá skiptir máli að hafa eitthvað til vara. Varaafl. Vestmannaeyjar ganga nú á Dísil-olíu. Dalvík varð eitt sinn orkulaus og þurfti varðskip til að stinga bænum í samband. Af hverju var ekki Dísil-rafstöð til taks þar?
Kannski hafa menn trúað falsspám um hlýnandi veður og brotthvarf snjókomu.
Kannski hafa menn vanrækt fjárfestingar og eytt í gæluverkefni í staðinn.
Kannski hefur mikil reynsla og þekking tapast.
Kannski eru innviðirnir undir of miklu álagi vegna fólksfjölgunar og menn ekki að bregðast við.
Ekki veit ég af hverju. Og kannski er ekkert óvenjulegt á seyði en fréttaflutningur einfaldlega þeim mun meiri - nokkuð sem gefur okkur skakka mynd af stöðu mála. En eitt er víst: Dísil-rafstöðin þarf alltaf að vera í lagi. Það vita eyjaskeggjar í Vestmannaeyjum og vonandi íbúar Dalvíkur líka.
Halda allri forgangsorku í Vestmannaeyjum gangandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu Geir minn, af hverju ert þú alltí einu orðinn svona gáfaður???
Þó þú sért í Danmörku, þá átt þú að vita, sem samfélagsrýnir, að íslensk stjórnvöld brugðust við afleiðingum hamfaraveðursins í des 2019, með því að leggja lykiláherslu á uppbyggingu varaafls, enda vandséð hvernig nútíma samfélag fúnkerar án rafmagns.
Og rafmagn dettur niður af ýmsum ástæðum, til dæmis að hamfaraveður klippi á dreifikerfi, það virki ekki og þá eru allir rafmagnslausir.
Jú, jú Geir, nema að varaafl sé til staðar.
Það er eins og þú fattir ekki Geir, að því var lofað, og er það ekki nóg??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2023 kl. 16:18
Ómar,
Það er eins og þegar stjórnmálamenn lofa að ástand batni þá á það hreinlega til að versna. Aldrei man ég eftir því að Reykjanes hafi orðið rafmagnslaust og finnst það raunar furðulegt enda mýgrútur af orku á svæðinu. Og Reyðarfjörður með sínar öflugu tengingar til stærsta vatnsaflsvers landsins - rafmagnslaus í kringum áramót! Og hvað er þá til ráða? Jú taka varaaflið af öðrum bæjum!
"Einnig stóð til að koma varaaflsstöð frá Dalvík austur."
Þú segir mér frá einhverri áætlun. Ég trúi ekki á að hún finnist (nema mögulega á pappír í einhverri skúffu).
Geir Ágústsson, 31.1.2023 kl. 16:51
Blessaður Geir.
Mismunandi sjónarmið takast á, og við erum ekki alltaf sammála, það að þú skulir þrauka að vera það sem þú ert hér á Moggablogginu, dag eftir dag, er eitthvað svo lofsvert að eiginlega áttu að fá raðfálkaorðu frá íslenska ríkinu.
Með þeim rökstuðningi að þú skulir bæði vera til, sem og að vera eins og þú ert.
Dýpri húmorinn í athugasemd minni hér að ofan, ætlast ég ekki til að þú þekkir eða skynjir, annars vegar er ég að vísa í lærdóminn frá hamfaraveðrinu 2019, sem var reyndar að byggja upp varaafl á landinu, sem og þá gjörð að varaafl er tekið niður.
Svo sá ég þessa færslu þína Geir, veit ekki hvaða dýpri ferlar eru að baki, en það er eins og við séum svo oft sammála án þess að vita alveg að því.
Og í alvöru Geir, megir þú halda áfram að vera þú, að efast, að spyrja, sem og að spyrja um svörin sem þú færð.
Slíkt finnst mér vera gæfa.
Svo???, Keep on running.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2023 kl. 17:11
Ómar,
Ég þakka hlý orð. Og vissulega skynjaði ég húmorinn í athugasemd þinni. En vinsamlegast ekki ota þessari fálkaorðu að mér. Hún er orðin að skammarverðlaunum (þegar hún er ekki bara veitt á færibandi til opinberra starfsmanna á lífeyrisaldri).
Geir Ágústsson, 31.1.2023 kl. 17:30
Ha, ha, þarna náði ég þér Geir.
Þó þú værir beintengdur við sjálfan Himnasmiðinn, þá vissir þú ekki að eftir meinta lofgjörð ríkisstjórnar Íslands (des 2019), þá var næsta skref að taka niður varaafl í minni heimabyggð.
Mótmæli við þau svik, við þá heimsku, skiptir í raun engu máli, því sveitungar mínir ákváðu að vit væri eitthvað sem snerti þá ekki neitt.
Svo las ég þennan pistil þinn, líkt og ég væri ekki Palli litli í heiminum, restina þekkir þú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2023 kl. 17:51
Ómar,
Það er mér mjög eðlilegt að benda á að orku-Óöryggi er alveg baneitrað fyrir samfélag okkar. Ég vinn mikið með orku og allskyns hugmyndir um að breyta frá einni tegund orkuframleiðslu til annarrar. Þegar samfélag eins og Ísland, sem að mjög stórum hluta keyrt áfram af endurnýjanlegri orku, veigrar sér við að setja inn einhverjar ráðstafanir til að tryggja samfellda orku, jafnvel með Dísil sem varaforða, þá hristi ég hausinn. Dísil-rafstöðvar eru vel þekkt, tiltölulega ódýr, áreiðanleg fjárfesting. Plássið sem fer í slíka varaaflstöð og olíuna sem hún þarf er frekar takmarkað. Minniháttar viðhald. Þetta ætti að vera á hverju plássi sem treystir á eitt mastur til að útvega raforku. Og meira að segja orðin viðeigandi ráðstöfun á suðvesturhorninu ef innviðirnir eru orðnir svona slitnir, takmarkaðir og viðkvæmir fyrir vindi eins og maður heldur.
Afsakið langlokuna, en takmarkið á að vera 99,999% öryggi. Nema yfirvöld og innviðafyrirtæki beinlínis vilji hvetja til þess að Dísil-rafstöðvar og tilheyrandi tankar spretti upp í hverju plássi. Kostar innviðafyrirtækin þannig séð ekkert - aðrir borga.
Geir Ágústsson, 31.1.2023 kl. 22:00
Reykjanes hefur oft orðið rafmagnslaust. Það er ástæða þess að rifist er um aðra línu á svæðið. Ástandið batnaði þegar hitaveitan hóf að framleiða rafmagn. Það dugir samt ekki til en hægt er að skammta rafmagn svo ekki er rafmagnslaust mjög lengi hjá hverjum, sé bilunin ekki milli notenda og allra sem framleiða rafmagn.
Varaafl kostar. Það er ekki nóg að kaupa rafstöð. Það þarf húsnæði og umsjónarmenn, viðhald og tengingu við raforkukerfið. Og samt er það ekki 100% öruggt. Línan frá rafstöðinni getur til dæmis farið í sama óveðrinu og sú sem flytur rafmagnið í bæinn. En þeir sem sitja í myrkrinu fá samt reikninginn. Tugir milljóna á ári úr hverjum sveitasjóði fyrir að losna við nokkurra klukkustunda rafmagnsleysi annað eða þriðja hvert ár.
Rafmagnsleysi er ekki eitt af því sem ætti að koma okkur sem búum á þessum stað á jarðarkringlunni á óvart. Jafnvel þó rafstöð sé staðsett einhverstaðar í hreppnum.
Vagn (IP-tala skráð) 1.2.2023 kl. 00:00
Vagn,
Þessi svakalegu útgjöld sem þú nefnir eru núna aftur komin í áætlanagerð fiskvinnslufyrirtækjanna sem voru sannfærð um að skipta úr olíu yfir í rafmagn, og síðan sveik rafmagnið. Fiskvinnslurnar voru eðlilega svekktar að þurfa dusta rykið af gömlu rafölunum en það tókst og núna verður þessum tækjum sennilega haldið við eins og einhverju sem þarf að nota árlega.
Að tenging við varaaflstöð innan bæjarmarka sé gerð jafnviðkvæm fyrir veðrum og mastur háspennulínunnar er nýtt fyrir mér. Ég eiginlega bara trúi því ekki.
Geir Ágústsson, 1.2.2023 kl. 07:34
Engin langloka hér Geir, bara gaman að lesa þig.
Vissulega eru varakerfi ekki 100% örugg, en 99 komma eitthvað er ansi gott. Spennistöðvar geta sprungið í loft upp og svo framvegis, þar þurfa líka að vera til taks í hverju landsfjórðungi varastöðvar svo fljótlegt sé að skipta út þeirri ónýtu og svo framvegis.
En það eru einhverjir áratugir síðan línur innanbæjar fóru í jörðu og því óttast menn ekki veður heldur aðeins klaufska gröfukalla.
En svo ég ítreka, virkilega góð og þörf umræða hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2023 kl. 08:45
Ríkið klúðrar öllu sem það sér um. Engar undantekningar.
Og af einhverjum orsökum vill fólk ólmt að ríkið sjái um allt.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.2.2023 kl. 17:51
Ásgrímur,
Það er í mínum augum alltaf undarlegt að ríkið heldur sér frá því að selja okkur mat og bensín - allt sem þarf að ganga upp á hverjum degi - en tekur svo að sér heilbrigðisþjónustu og menntun - nokkuð sem mallar yfir lengri tíma og má alveg vera í ólagi í einhvern tíma, og endar á að vera í ólagi alltaf.
Geir Ágústsson, 1.2.2023 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.