Útkljáð vísindi

Eins og allir sem hafa fylgst nægilega lítið með fréttum undanfarin 2-3 ár þá komast vísindin nánast aldrei að einhverri endanlegri niðurstöðu þar sem menn pakka saman og hætta frekari rannsóknum. Meira að segja niðurstöður sem allir eru nokkuð sammála um, svo sem að langvarandi tóbaksreykingar auki töluvert líkurnar á krabbameini í lungum, eru sífellt undir smásjá vísindamanna. Menn geta alltaf fundið nýjar nálganir, skoðað fleiri hliðar máls eða einfaldlega staðfest fyrri niðurstöður.

Þeir sem reyna að kæfa málefnalegt aðhald á fullyrðingum þeirra sem telja sig tala í nafni vísindanna eru þannig að starfa gegn anda vísindanna.

Okkur er oft sagt að vísindin séu einfaldlega útkljáð og af einhverjum furðulegum ástæðum eru það oft nýjustu vísindagreinarnar sem menn telja að séu einfaldlega komnar að endanlegri niðurstöðu á meðan þær eldri halda aldrei neinu slíku fram. Sem dæmi má auðvitað taka loftslagsvísindin þar sem flókin tölvulíkön eru mötuð af hugdettum líkanasmiða og niðurstaða útreikninganna auðvitað sú sem líkanið var hannað til að komast að. Og vísindin eru þar með sögð útkljáð.

Annað dæmi um glæný en um leið útkljáð vísindi eru vísindi mRNA-bóluefnanna svokölluðu. Þau fóru frá því að vera hátæknileg en lítið prófuð uppfinning til að geta leyst öll heimsins vandamál á augabragði (auk þess að vera örugg, líka fyrir ungabörn), og allir sem efast um slíkt eru álhattar sem vilja drepa ömmu sína.

En hvað með eitthvað eins og næringarfræði? Mannkynið hefur alla tíð borðað og drukkið og ýmis samfélög búin að komast að því hvað í umhverfi þeirra stuðlar að góðri heilsu, ekki satt? Eru þessi vísindi ekki útkljáð? Sykur er vondur. Koffín er slæmt. Eða svo mætti ætla þegar þessi fræðslusíða Landlæknis er skoðuð. Það er því betra að drekka Pepsi Max en Pepsi: Minni sykur og svipað magn af koffíni. Augljóst.

Nei, fjarri því. Hvað kemur í stað sykurs í gosdrykkjum? Jú, sætuefni. Þau eru mun minna rannsökuð en gamli góði sykurinn. Ég á góðan vin sem finnur um leið til í maganum ef hann drekkur óvart lítinn sopa af sykurlausum gosdrykk (sjálfur finn ég ekkert fyrir því en viðbrögð hans eru umhugsunarverð). 

Hvaða vísindi er Landlæknir þá að boða hérna? Hvaða leiðbeiningar er hann að reyna að koma á framfæri með því að bera bara saman magn sykurs og koffíns í drykkjum?

Að það sé kannski bara best að drekka vatn? Já, ágætt ef manni vantar engin steinefni eða ákveðin næringarefni sem fást úr sumum drykkjum.

Að sykurlaust gos sé hollara en það með sykri? Ég leyfi mér að vefengja slík meðmæli.

Næringarfræði eru sennilega elsta vísindagrein heims og samt er okkur ennþá sögð einhver vitleysa. Hvernig er þá komið fyrir öllum þessum útkljáðu nýmóðins vísindagreinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað er hollt?

Sykrað gos er ekki óhollt, sem slíkt.  Sykur er ekkert óhollur, sem slíkur. 

Málið er, eins og Paracelsus sagði: magnið gerir eitrið.

Eftir að hafa hlustað á þessa pésa segja mér eina vikunn að kaffi sé eitrað og þá næstu að það sé allra meina bót, þá er ég hættur að hlusta á þá rpöfla.

Gættu bara hófs.  Þetta er allt undir þér, einstaklingnum komið.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.1.2023 kl. 12:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Hjartanlega sammála. 

En svo eru það þeir sem vilja bara grænmetisfæði (soja og krydd í mismunandi útfærslum, að mér sýnist). Sumir reyna að borða eingöngu kjöt. Sumir forðast kolvetni en borða nánast allt annað. Ég þekki einstaklinga í öllum þessum hópum, og allir lofa sitt mataræði og segja að það hafi minnka bólgur, fitu, þreytu og bara nefndu það. 

En ég hlusta frekar á þetta fólk en meðmæli Landlæknis fyrir sætuefnum. 

Geir Ágústsson, 28.1.2023 kl. 12:37

3 identicon

Þetta eru góðar pælingar, ég létti mig um 60kg með því að lágmarka kolvetni (keto) og er þar enn. Ekki alveg lagt í að borða bara kjöt í öll mál en öfgamestu menn þar (læknir) vilja meina að plöntur séu að reyna að drepa þig :)

Vandamálið er að stórum hluta peningar, framleiðsla á iðnaðar vegan rusli það er peningur í því, þannig að það er markaðssett sem æðislega gott fyrir þig.

Almennt séð að borða fæðu frá náttúrunni sem minnst unna. En aftur að peningum. Það eru líka miklir peningar í því fyrir lyfjaiðnaðinn að halda fólki veiku feitu osfv. Sem er sorglegt, og flestir ef þú gefur þeim nógu mikla peninga færa sig yfir á skoðun markaðsdeildarinnar, því miður.

Þetta á líka við um vísindi, rannsóknir fást ekki stryktar nema að það sé verið að rannsaka eitthvað gróðavænlegt og jafnvel með fyriframgefnri niðurstöðu.

Emil (IP-tala skráð) 28.1.2023 kl. 15:16

4 identicon

Engin vísindakenning er sannanleg, jafnvel ekki afstæðiskenning Einsteins eða þróunarkenning Darwins. Hins vegar væri hægt að hafna þessum kenningum með tilraunum eða rökum. Það hefur ekki tekist enn.

Vísindi útkljá ekki nokkurn skapaðan hlut, oftast er hægt að finna einhver tilfelli eða rök sem mæla með eða á móti einhverjum vísindakenningum. Þar að auki er þyrlað upp alls konar fullyrðingum og sögusögnum sem varhugarvert er að treysta á.

Gott dæmi um þetta er Cóvið faraldurinn og bólusetningarnar gegn honum. Þar er búið að þyrla upp svo miklu moldviðri að erfitt er að sjá í gegnum það, enda hafa margir dáið með veikina og án hennar, sprautaðir og ósprautaðir. Þrátt fyrir það, þá ætla ég að byggja á eigin reynslu og fá mér fimmtu sprautuna sem fyrst.

Annað dæmi er loftslagsmálið. Þar eru greinar og mælingar birtar sem stangast á, enda eru gífurlegir hagsmunir í húfi á báða bóga. Mín skoðun er sú að þar skuli hafa vaðið fyrir neðan sig, láta "loftslagsvána" njóta vafans, jafnvel þótt þar sé oft tekið mjög djúpt í árinni.

Eitt sinn var frægur stjarneðlisfræðingur spurður að því í sjónvarpsviðtali hvort guð væri til. Hann brást hissa við og sagði: "Hvers vegna ertu að spyrja mig, ég veit það ekki betur heldur en myndatökumaðurinn sem er að taka þáttinn okkar upp"? 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.1.2023 kl. 16:12

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sönnuð vísindi? Eru þau ekki notuð gegn okkur?

Bók eftir John Hamer frá 2013 , "The Falsification of history", (fæst á Amazon), lýsir því hvernig CFL ljósaperur, Compact Fluorscent bulbs, sem nú eru allsráðandi eru heilsuspillandi. Gefa frá sér 24-100 kHz tíðni, IF5 tíðni sem er skilgreint af WHO sem skaðandi tíðni, á meðan hefðbundnar glóðaperur gefa ekki frá sér slíka tíðni, sem nú er bannað að nota og eru horfnar af markaðnum. Auk þess er í þessum nýju perum kvikasilfur og er mjög heilsuspillandi ef þær brotna, eitrað.

Þessi fræga bók um fjölmargar samsæriskenningar fjallar einnig um gervisætuefnið aspartame. Í bókinni kemur fram að þetta efni sem nú er í flestum gosdrykkjum valdi svefnleysi og taugasjúkdómum, hjartatruflunum og skyndidauðsföllum. Höfundur bókarinnar telur aukningu á Parkinssonveikitilfellum og taugasjúkdómum eins og geðsjúkdómum og taugasjúkdómum megi rekja til gervisykurs og annarra tilbúinna efna.

Einnig kemur fram í bókinni að þessi gerviefni stuðli að röskun tíðahrings kvenna og valdi ófrjósemi. Í bókinni koma fram allskonar lýsingar á öðru sem Monsanto og svipaðir aðilar setja á markað, og geri fólk að fíklum og sé ástæðan fyrir mengun heimsins að mjög stóru leyti. Offitufaraldurinn er samkvæmt þessu hluti af gróðabraski svona fyrirtækja, og margskonar heilsuleysi. Þessi bók gerði höfundinn frægan og hann hefur skrifað fleiri bækur vegna vinsælda hennar.

 

Ingólfur Sigurðsson, 28.1.2023 kl. 17:43

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Þessi varfærnisnálgun var tekin fyrir og þunglega gagnrýnd í nýlegum fyrirlestri á málfundi Málfrelsis, af Toby Young sem margir ættu að kannast við í dag.

https://krossgotur.is/toby-young-a-fundi-malfrelsis/

Ég væri mjög áhugasamur um skoðun þína á málflutningi Toby, ef þú nennir að kynna þér hann.

Geir Ágústsson, 28.1.2023 kl. 17:45

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Svona bækur eru mjög nauðsynleg innlegg og gott að þær seljast vel.

Geir Ágústsson, 28.1.2023 kl. 17:46

8 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Hörður, Sprauturnar eru að valda skyndilegum dauðsföllum sem er að verða helsta dánarorsök í hinum sprautaða heimi. Covid 19 er orðinn saklaus pest og var orðin það þegar sprautuherferðin hófst. Mjög virtir vísindamenn sem hafa enga hagsmuni af að selja bóluefni eru á þeirri skoðun þessi sprautuherferð séu stærstu vísinda og læknisfræðilegu mistök sem gerð hafa verið. Ekki láta gabba þig.

Loftslagsmálin eru af svipuðum toga þar sem megintilgangurinn er að hræða fólk svo mikið að það semþykki hvað sem er. Samkv. loftslagsvísindamönnum hófst þessi hamfarahlýnun fyrir 30 árum en ekkert hefur gerst umfram eðlilegar breytingar. En það virðist eiga að láta lítinn minnihluta í heiminum borga fyrir öll ósköpin án þess að vita hvert þeir fjármunir fara. Þetta er ekki trúverðugt.

Kristinn Bjarnason, 28.1.2023 kl. 18:05

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Hörður er ekki að tala um vísindin. Þau verða aldrei einróma. Hann er að tala umað  vilja verja sig með róttækum aðgerðum gegn ólíklegum atburði, sem ef rætist hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér. Þetta er er algengt hugarfar og hefur verið umfjöllunarefni heimspekinga í aldir. 

Menn geta svo deilt um það hversu langt á að ganga. Eigum við að búa okkur undir loftstein? Geimveruárás? Banna auðkýfingum að kaupa glæsihýsi við strendur því sjávarmálið er að hækka? Kæfa gagnrýni á göfugar áætlanir hins opinbera? 

Þá segja sumir: Við veljum þær aðgerðir sem verja litla manninn. Launþegann. Þann fátæka.

Þá má spyrja sig hvort það sé í raun í hag fátækrar Afríku að meina þeim um lán til að bora eftir olíu? 

Hvað um það. Ekki vísindaumræða.

Geir Ágústsson, 28.1.2023 kl. 21:49

10 identicon

Þú þarft ekkert að efast um lögun jarðar þó enn sé verið að rannsaka hana. Aðdráttaraflið er til staðar þó enn sé það rannsakað. Hlýnun jarðar er staðreynd, og hitastigsmælingar ekki hugdetta vísindamanna, þó veðurspár standist ekki alltaf og enn sé fylgst með hlýnuninni. Og bóluefni virka, en ekki öll eins, þó enn sé unnið að þróun og rannsóknum. Jafnvel mRNA bóluefnin, sem hafa verið rannsökuð og prófuð síðan seint á síðustu öld og fyrst notuð á manneskju fyrir 10 árum síðan, eru enn rannsökuð og þróuð gegn vírusum og krabbameinum.

Þó einhver fái í magann af sætuefnum, hnetum, mjólk, fiski eða hveiti þá þýðir það ekki að það sé óhollt. Og að gera ekki greinarmun á megrunarkúrum sérvitringa, auglýsingum framleiðenda snákaolíu og fæðubótarefna og bestu upplýsingum sem vísindin hafa að bjóða er furðu algengt þó heimskulegt sé.

Það er ástæðulaust, og órökrétt, að hafna vísindum þó enn sé leitað að meiri þekkingu. Og sögur af einhverjum frænda vinar vinnufélaga sem fékk í mallakút eru ekki vísindi og afsanna ekkert sem vísindin hafa komist að.

Vagn (IP-tala skráð) 29.1.2023 kl. 18:12

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég er ekki að hafna vísindum, en það ert þú að gera.

"Hlýnun jarðar er staðreynd" er til að mynda tilgáta, eins og "bóluefni virka" (geri ráð fyrir að þú sért hér að vísa í mRNA-efnin, en ekki hin hefðbundnu bóluefni, þ.e. efni búin til úr löskuðum veirum sem gefa líkamanum forsmekk að lifandi veiru). 

Ég hafna ekki vísindum (fæ raunar borgað fyrir að nýta þau). Ég hafna málstað þeirra sem telja sig tala fyrir hönd þeirra. Eins og þér.

Geir Ágústsson, 29.1.2023 kl. 18:48

12 identicon

Hlýnun jarðar er staðreynd en ekki tilgáta, mælingar sýna það svo ekki er neinn efi nema hjá þeim sem afneita hitamælingum. Og það að bóluefni virki hefur margoft verið sannað. Sama hvort það er gegn lömunarveiki, bólusótt, mislingum o.s.frv. eða covid19. Og sama þó þú skiljir ekki og vitir ekki hvernig þau virka, það gerir bara óprúttnum auðveldara að plata þig. En það er til fólk sem telur vísindalegar sannanir og tölfræðileg gögn ekki marktæk ef þekkingin er engin og einhver bloggari segir eitthvað annað.

Þú hafnar vísindum ef einhver pólitískur froðusnakkur á þínum væng segir þér að gera það. Og þar er enginn skortur á þekkingarlausum froðusnökkum með fjörugt ímyndunarafl og andúð á vísindum.

Og eins og síðasta málsgrein þín ber með sér þá eru vísindi fyrir þér bara eitthvað sem kemur frá þeim sem þér líkar við. Ef einhver belgir sig út og segir jörðina hnöttótta þá segir þú það ekki geta verið vísindi og því sé hún flöt.

Vagn (IP-tala skráð) 29.1.2023 kl. 19:24

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

"Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd. Það er ósönnuð kenning að maðurinn
leggi af mörkun til hlýnunarinnar með lífsháttum sínum. Það er hins vegar búið að leiða töluverðar líkur að því að sú kenning sé rétt. Það er líka ósönnuð kenning að maðurinn geti minnkað hlýnunina með því að breyta lífsháttum sínum. Það er einnig búið að leiða nokkrar líkur á því að sú kenning sé rétt hvort
svo sem fyrri kenningin sé rétt eða röng."

Kári Stefánsson, Fréttablaðið 2. Ágúst 2019.

Mér hefur alltaf þótt þetta nokkuð vel sagt hjá Kára. Það er eðlilegt að hafa skiptar skoðanir á Kára, en ég trúi því varla að nokkur efist um að hann kann sitthvað fyrir sér hvað varðar vísindaleg vinnubrögð.

Það þarf að hafa það í huga að sitthvað er að efast um hlýnun á jörðinni, eða orsakir hennar.  Það þarf einnig að taka tillit hvort það sé rétt að hlýnun sé mieir í þéttbýli en dreifbýli og hvort að hlutfallsleg hlýnun sé meiri á nóttunni en að degi til.

En að leiða líkur að, er allt annað en sönnun, það er líka þarft að hafa það í huga.  Hvort að rétt sé að grípa til aðgerða byggða á "líkum", er svo líklega eilíft deiluefni, sem er líklega sá staður sem "við" erum á í dag. 

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2023 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband