Hryggsúla

We need people who have a fucking spine.

Þetta eru lokaorðin í sláandi pistli bandarísks hjúkrunarfræðings sem birtist á Substack-síðu Alex Berensen. Þessi pistill gæti mögulega verið skrifaður af íslenskum hjúkrunarfræðingi með trausta hryggsúlu. Hann skýrir mögulega, í bandarísku samhengi, ýmislegt um handahófskenndar aðgerðir, kröfur um prófanir og takmarkanir. 

Er hægt að varpa yfir í íslenskt samhengi? Ég veit það ekki. Aðstæður á Íslandi eru aðrar og allt það. En heilbrigðisstarfsfólk má alveg vera duglegra að segja frá. Vinkona mín deildi með mér hugleiðingum sínum um daginn um af hverju hún yfirgaf faglegt markmið sitt um að vinna á bráðadeild eftir óreiðutímabil veirunnar. Það var frekar sláandi lestur. Við heyrum bara um launakröfur í samhengi við vaktaálag, en meira liggur að baki (allir sem skrá sig í hjúkrunarfræðinám vita hvað þeir eru að henda sér út í, en veirutímar breyttu mögulega ýmsu). 

Heilbrigðisstarfsfólk, framhaldsskólanemar, láglaunastéttir, aldraðir, litlir krakkar og allskyns hópar sem áttu undir högg að sækja fórnuðu sér til að verja hálaunafólk sem vann að heiman með fartölvuna sína og sá bankareikninga sína þenjast út. "The laptop class", eins og einhver sagði, var varinn, en allir aðrir tóku skellinn. Allt í boði yfirvalda.

Hryggsúla okkar þarf að styrkjast töluvert ef slíkt á ekki að endurtaka sig. Töluvert!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Efni þessa pistils er alveg prýðilegt en hvort ertu að nota hráa þýðingu úr ensku sem háð eða í alvöru á þessu orði? Líkingamál enskunnar er stundum undarlegt og máltæki á ensku. Ég held að það sem átt sé við með hryggsúla (spine) sé að vera beinn í baki en ekki niðurlútur, en það er líkingamál yfir að standa á rétti sínum, vera ákveðinn. 

Sá sem er beinn í baki er ímynd hreystinnar og æskunnar. Sá sem er með bogna hryggsúlu er ímynd ellihrörnunar, kúgunar og uppgjafar eða veikinda.

Spine mætti þýða með sjálfsvirðing, stolt, æru, skapfestu eða eitthvað þesslegt. Vissulega mjög fjarri merkingu upprunalega orðsins, en merkingin er sú, þetta er fullkomið líkingamál í enskunni, og vísar í staðalmyndir um hinn kúgaða einstakling, samanboginn inní sjálfan sig.

En pistlarnir þínir eru góðir. En hráar þýðingar úr enskunni eru varasamar.

Ingólfur Sigurðsson, 20.1.2023 kl. 00:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Takk fyrir hólið.

Ég hefði auðvitað geta sagt: Standa á sínu, spyrna við fótum, rífa kjaft eða hvaðeina en mér finnst hryggsúla einfaldlega vera svo flott orð að ég stóðst ekki notkun þess. 

Geir Ágústsson, 20.1.2023 kl. 09:34

3 identicon

28Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt?

Drottinn (Jehóva) er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar. Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.

29Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.

30Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga,

31en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki. Jesaja 40.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2023 kl. 12:16

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gúngur, lúpur eða hugleysingjar eru einatt kallaðir hryggleysingjar hér, svo myndmálið er ekki alveg framandi í málinu. Enskir segja "spineless". Lýsir fyrirbrigðinu myndrænt og betur fallið til þess en mörg önnur orð.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2023 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband