Tombóluútsala

Tesla tilkynnti í dag að fyrirtækið muni lækka verð á mest seldu bílum sínum um allt að 20% í Evrópu og Bandaríkjunum til þess að mæta aukinni samkeppni á rafbílamarkaði.

Já, vissulega eru rafbílar að seljast vel, en oftar en ekki af því svimandi skattlagning á bílum er víða í tímabundinni lægð í tilviki rafbíla. Það blasir við að yfirvöld hafa ekki efni á að bæði minnka innheimtu sína af bílasköttum og fjármagna aukin útgjöld vegna vaxandi slits á vegum vegna aukinnar þyngdar bílaflotans. Nú fyrir utan að yfirvöld víða hafa yfirleitt hirt svimandi skatta á bifreiðar og eldsneyti og sett í eitthvað allt annað en innviði. Hvernig á að fjármagna nám í kynjafræði á háskólastigi án þess að ræna innviðum frá ökumönnum? Enginn veit!

Mögulega er Tesla hérna einfaldlega að framkvæma tombóluútsölu og reyna losa sig við dótið áður en það læsist inni á lagerum, óseljanlegt. Hráefnin í batterín eru á lóðréttri leið upp í verði og því sífellt erfiðara að halda kostnaði á batteríum í hófi. Það mun leiða til minnkandi eftirspurnar og fjárfesting í innviðum fyrir rafbíla staðnar í leiðinni. Rafbílaeigendur sitja uppi með eigin innstungu og stuttar vegalengdir. 

Mörg teikn á lofti, mögulega. 

En kannski skjátlast mér. Kannski er Tesla einfaldlega að bregðast við aukinni samkeppni án þess að nokkuð annað sé í gangi á bak við tjöldin. Keppinautar bregðast væntanlega við og lækka sín verð. Sala á rafbílum tekur kipp.

Og bílastæðahúsin byrja að hrynja í kjölfarið.

Kannski.


mbl.is Tesla lækkar verð á bílum um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einhvernvegin, þá bjóst ég ekki við neinu af þessu, vei bakk in ðe næntís. 

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2023 kl. 22:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eitt sem gæti gerst: Þeir sem vilja eignast rafbíl sjá nú til og bíða eftir að þessu útspili Teslu sé svarað af hinu. Að verð á rafbílum sé mögulega að taka dýfu (þvert á þróun hráefnaverðs, birgðalína og hvaðeina). Rafbílasala stöðvast. Spilaborgin hrynur.

En á hinn bóginn: Væntanlegir kaupendur rafbíla drífa sig að kaupa Teslu því þeir vita að ævintýrið er mögulega á enda, verð (með skattlagningu) sé að fara á rjúkandi uppleið. Rafbílar eru flott tæki, og tækjafíklar vilja tæki - borga svimandi fjárhæðir fyrir aðeins betri græjur en aðrir eiga. Spilaborgin hrynur en þeir sem flýttu sér fengu sína græju.

Geir Ágústsson, 13.1.2023 kl. 22:14

3 identicon

Ekkert nýtt né óvænt við það að tæknivörur lækki í verðum þegar framleiðsla eykst og sala glæðist. Og ekki hrundu veggir um allan bæ þegar stórir sjónvarpsskjáir lækkuðu í verði þó einhverjir hafi fallið á fyrstu árunum. Hvað þarf svo hinn almenni bíleigandi að spara margar milljónir í eldsneytiskostnað til að einhver hækkun eða lækkun á kaupverði bíls skipti nær engu máli?

Vagn (IP-tala skráð) 14.1.2023 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband