Mánudagur, 2. janúar 2023
Rafmagnsbílar eru æðislegir nema ...
Rafmagnsbílar eru frábær tæki. Hljóðlausir sigla þeir um göturnar, troðfullir af skjáum og góðri samvisku eigandans. Þeir nota ekki olíu og kol (beint). Engir gírar og snöggir upp í löglegan hámarkshraða. Stundum meira að segja falleg tæki.
Ég hef ekkert út á rafmagnsbíla að setja (nema þrælavinnuaflið í fátækum ríkjum sem aflar hráefnanna í þá, en hverjum er ekki sama?). Þeir eru einfaldlega frábærir. Þeir sem eiga þá eru umhverfisvænasta og besta fólkið sem finnst í samfélagi okkar.
Og það þolinmóðasta:
Tesla owners blast Christmas car charging chaos with dozens of electric vehicles forced to wait in THREE HOUR queues at charge stations across the UK
Þessi fyrirsögn er úr breskum fjölmiðli. Hún sýnir hvað rafbílaeigendur eru umburðalyndir og þolinmóðir. Þeir fórna fjölskylduboðinu til að hlaða bílinn til að komast í það. Dýrðlingar!
Rafmagnsbílar eru hápunktur okkar samfélags. Þeir breyta einföldu rafmagni í orku til að knýja bíla áfram! Hvernig er rafmagnið framleitt? Hverjum er ekki sama! Er nóg af því ef framleiðslan stendur í stað en eftirspurnin eykst? Hverjum er ekki sama!
Á Íslandi er veitt fálkaorða fyrir að læsa gamalt fólk inni hjá sér og stunda vinnu fyrir hið opinbera í nokkra áratugi. Ég legg til að hún fylgi hverjum seldum rafmagnsbíl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel sagt...
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.1.2023 kl. 12:28
Já, það er nú munur á með blessaða olíuna sem hefur alltaf runnið svo ljúflega upp úr lindum sínum, án nokkurra átaka eða blóðsúthellinga!
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.1.2023 kl. 13:41
Hörður,
Hún mun áfram flæða, bara austur til Kína. Kannski átökin fari nú að snúast um kóbalt-námur Kongó í staðinn:
https://www.nytimes.com/2021/11/20/world/china-congo-cobalt.html
https://oilprice.com/Latest-Energy-News/World-News/China-Is-Now-Remotely-Controlling-Cobalt-Mines-In-The-Congo.html
Geir Ágústsson, 3.1.2023 kl. 14:05
Ef ég man rétt þá fékk Kongó sjálfstæði árið 1960. Fyrsti forseti landsins Patrice Lumumba var hallur undir Sovétríkin. Bráðlega varð þarna mikil ringulreið og lýsti austasti hluti landsins, Katanga, yfir sjálfstæði sínu undir forystu Moise Tshombe og með stuðningi Belga.
Báðir urðu þeir skammlífir, Lumumba, sem var líflátinn 1961, og Tshombe, sem dó skömmu síðar. En landið var sameinað aftur sem "Alþýðulýðveldið Kongó" eða "Zaire" undir forsæti Mobuto Seso Seko.
Í þessum átökum var flugvél Dags Hammarskjöld, aðalritara SÞ, skotin niður af óþekktum aðila þegar hann ætlaði að miðla málum.
Katanga er líklega eitt auðugasta námusvæði í heimi. Þaðan kemur mest af kóbaltinu í rafmagnsbílana okkar, em þaðan kemur líka mest af koparnum sem við notum.
Námurnar eru að sjálfsögðu þjóðnýttar, í eigu Alþýðulýðveldisins.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.1.2023 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.