Af hverju fá útbrenndir stjórnmálamenn svimandi fjárhæðir fyrir ræður?

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur þénað meira en eina milljón punda fyrir ræðuhöld frá því hann hætti sem forsætisráðherra í september. Hillary Clinton, Obama, Tony Blair og fleiri útbrenndir stjórnmálamenn þekkja þetta vel. Þeir ferðast um heiminn og þiggja svimandi fjárhæðir frá alþjóðlegum bönkum og ýmsum stofnunum gegn því að halda svolitla tölu. 

Hvernig stendur á þessu? Ekki hefur þetta fólk frá svo miklu og merkilegu að segja. Þetta eru, eins og ég segi, útbrenndir stjórnmálamenn sem eru án formlegra valda. Þeir veita enga skemmtun né fræðslu. En samt þéna þeir meira á korteri en vinsæl hljómsveit sem troðfyllir stóran sal. 

Svarið við þessari ráðgátu hlýtur að snúast um eitthvað allt annað en verðmætasköpun. 

Mögulega að hér sé um að ræða kaup á áhrifum.

Útbrenndir stjórnmálamenn þekkja alla sem enn eru við völd, forstjóra stórra fyrirtækja og sérvitru milljarðamæringana sem vilja útrýma kjöti og flugferðum fyrir þig á meðan þeir fljúga sjálfir í einkaþotum heimshorna á milli og borða steik á kostnað skattgreiðenda. 

Útbrenndir stjórnmálamenn eru ennþá með réttu símanúmerin og geta ennþá hringt í réttu aðilana ef eitthvað þarf að laga.

Þess vegna getur verið gott fyrir stóra banka, kampavínsklúbba milljarðamæringa og aðra að lauma nokkrum milljónum í vasa hinna útbrenndu stjórnmálamanna og kallað það þóknun fyrir innihaldslaust og ónothæft þvaður úr ræðustól.


mbl.is Johnson hefur þénað milljón pund eftir starfslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir ábendinguna. Þegar ég verð eftirsóttasti fyrirlestrari heimssins, set ég upp milljón á mínútuna.

Guðjón E. Hreinberg, 15.12.2022 kl. 12:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Fyrst þarftu að gerast spilltur stjórnmálamaður, kannski blása í nokkur stríð, prenta peninga ofan í vasa fjármálafólks eða loka þegna þína inni í 2 ár. 

Geir Ágústsson, 15.12.2022 kl. 13:01

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Átsj - jæja, það verður þá bara frítt spennulosunarblogg.

Guðjón E. Hreinberg, 15.12.2022 kl. 17:50

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég hef komizt að því að eini möguleikinn fyrir mig að fá vinsældir og viðurkenningu sem tónlistarmaður sé að vera spilltur tónlistarmaður með sömu skoðanir og elítan og fjöldinn vinstrisinnaði. Ég hef reynt það, en er of hreinskilinn innanum og það líkar eru geimveruliðinu sem er heilaþvegið og vélað. 

Einu skiptin sem ég hef fengið vinsældir og klapp er þegar ég syng um umhverfisvernd eða ástarmál, það geri ég af hreinskilni. Þegar ég syng um femínisma er það gegn mínum vilja og hljómar ekki sannfærandi.

Ég gagnrýni hægrimenn fyrir ómenningarlega stefnu, fyrir að veita ekki vinstrimönnum samkeppni í menningarmafíunni.

Það er uppgjafarstefna í hægrimönnum. Það er ekki nóg að grilla á kvöldin og græða peninga á daginn. Það þarf að sinna öllum þörfum fjöldans, líka þeim menningarlegu, og hasla sér völd á sviðum vinstrimanna.

Ef búið væri að koma hægrimönnum við völd á RÚV væri þetta skárra.

Ingólfur Sigurðsson, 15.12.2022 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband