Kenning: Innflytjendur eru að flýja Evrópubúa til Evrópu

Ítalir fengu nýjan forsætisráðherra um daginn, að nafni Giorgia Meloni. Samkvæmt skoðanabloggi vinstrimanna (sem sumir kalla alfræðiorðabók), Wikipedia, er hún stórhættulegur öfga-hægrimaður - fasisti. Allt sem hún segir hlýtur því að vera rasismi, andúð á lýðræði og hættulegur áróður.

Gott og vel. Köllum hana öllum illum nöfnum og fordæmum ítalska kjósendur fyrir að kjósa rangt, sem er sífellt algengari hneigð í þessu hvimleiða vestræna lýðræði sem furðuskyrturnar vilja þynna út. 

En meira að segja biluð klukka er rétt í augnablik með reglulegum takti, og hérna er mögulega eitt af þeim augnablikum:

frelsa_afriku

Er vandamál Afríku ...Evrópa? Afskipti þeirra af álfunni, kaup þeirra á hráefnum úr höndum þræla og barna, bann við lánveitingum til arðbærra og nothæfra verkefna, afskipti Evrópu af afrískum stjórnmálum og takmarkanir sem lagðar eru á Afríku af ýmsum tæknilegum ástæðum?

Fröken Meloni er að segja það upphátt sem margir í Afríku hafa hugsað lengi: Ef nú bara Afríka fengi raunverulegt sjálfstæði þá gæti hún leyst vandamál sín. En Evrópa, í sínum dýru jakkafötum og með sitt útþanda álit á eigin kostum, er mögulega engu betri í dag en þegar hún var einn stór nýlenduherra.

Hugsunin á að minnsta kosti skilið svolitla athygli.

En eitt er víst: Ítalskir kjósendur eru að fara valda furðuskyrtunum svolitlum höfuðverk í svolítinn tíma. Það er gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eitt sem ég hef oft bent á, en fáir skilja; fjölmiðlar og jaðarmiðlar eru iðnir að sýna okkur allt fólkið sem streymir til Evrópu og Norður-Ameríku, en aldrei sýnir neinn okkur fólksflóttann úr álfunum, sem mig grunar að sé stærri.

Guðjón E. Hreinberg, 20.11.2022 kl. 20:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Þeir sem geta flýja, svona almennt séð. En fyrir utan einn frægan franskan leikara se flúði til Rússlands þá veit ég ekki mikið um flótta út úr Evrópu. Nema Sviss sé talin vera útlagi.

Geir Ágústsson, 20.11.2022 kl. 22:25

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar, sem ég veit ekki hvort kann að vera umdeild eða ekki, að besta leiðin til að leysa svokallaðan flóttamannavanda sé að stöðva flóttann með því að eyða tilefni hans. Það getum við ekki gert innan okkar lögsögu en við gætum stuðlað að því með því að hjálpa fólkinu sem um ræðir að bæta ástandið í upprunalandinu. Ég held að það væri mun skynsamlegri fjárfesting, svipað og að allt sem er sett í forvarnir skilar sér margfalt í minni kostnaði af að glíma við afleiðingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2022 kl. 00:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Nei, hættu nú alveg! Svona hugmynd - að stuðla að því að gera heiminn betri, ekki bara auðveldara að flýja allslaus á milli heimshluta - hlýtur að flokkast sem argasta þvaður! 

Nei, við skulum halda áfram að láta sprengjum rigna í fjarlægum heimshornum og gera þau óbyggileg og bíða svo við strandlengjuna eftir gúmmíbátunum. Það er það sem góða fólkið vill.

Geir Ágústsson, 21.11.2022 kl. 08:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mig grunaði að þetta gæti einmitt verið umdeild hugmynd. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2022 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband