Hræsni ríku elítunnar og vestrænna leiðtoga

Greinin hér að neðan eftir Björn Lom­borg birtist í Morgunblaðinu í dag og ég vil gera orð hennar að mínum, frá upphafi til enda:

*********************

Á hverju ári bjóða alþjóðleg­ar lofts­lags­ráðstefn­ur fram skrúðsýn­ing­ar hræsni þar sem elíta heims­ins kem­ur í einkaþotum til að út­deila visku sinni til mann­kyns um að draga úr kol­efn­is­los­un. Lofts­lags­ráðstefn­an í Egyptalandi í nóv­em­ber mun bjóða upp á enn meiri hræsni en vana­lega, vegna þess að hinir ríku í heim­in­um munu pre­dika ákaft yfir fá­tæk­ari lönd­um um hætt­una sem staf­ar af jarðefna­eldsneyti – eft­ir að hafa sópað að sér feiki­legu magni af nýju gasi, kol­um og olíu.

Frá því að inn­rás Rússa í Úkraínu þrýsti orku­verði enn frek­ar upp hafa auðug ríki gramsað um all­an heim í leit að nýj­um orku­lind­um. Bret­ar for­dæmdu jarðefna­eldsneyti harðlega á lofts­lags­ráðstefn­unni í Glasgow í fyrra, en ætla nú að halda kola­kynt­um orku­ver­um gang­andi í vet­ur í stað þess að loka nán­ast öll­um eins og áður var ráðgert. Inn­flutn­ing­ur Evr­ópu­sam­bands­ins á kol­um til hit­un­ar frá Ástr­al­íu, Suður-Afr­íku og Indó­nes­íu hef­ur rúm­lega ell­efufald­ast. Einnig mun ný gas­leiðsla yfir Sa­hara gera Evr­ópu kleift að nýta sér gas beint frá Níg­er, Als­ír og Níg­er­íu; Þjóðverj­ar eru að opna kola­orku­ver á ný og Ítal­ía ætl­ar að flytja inn 40% meira gas frá Norður-Afr­íku. Og Banda­ríkja­menn fara bón­för á hnján­um til Sádi-Ar­ab­íu til að grát­biðja um meiri olíu­fram­leiðslu.

Á lofts­lags­ráðstefn­unni í Egyptalandi munu leiðtog­ar þess­ara landa, með postula­svip, ein­hvern veg­inn lýsa því yfir að fá­tæk­ari lönd verði að forðast nýt­ingu jarðefna­eldsneyt­is, af ótta við versn­andi lofts­lags­ástand. Þessi sömu ríku lönd munu hvetja fá­tæk­ustu ríki heims til að ein­beita sér í staðinn að grænni orku eins og staðbundn­um sól­ar- og vindorku­ver­um. Þ.e. utan dreifi­kerfa. Þeir eru þegar farn­ir að láta málið til sín taka. Í ræðu, sem víða er talið að sé beint að Afr­íku, sagði Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, að það væri „glóru­laust“ fyr­ir lönd að fjár­festa meira í gas- og olíu­leit.

Hræsn­in er ein­fald­lega stór­kost­leg. Öll ríku lönd­in auðguðust á nýt­ingu jarðefna­eldsneyt­is. Helstu þró­un­ar­sam­tök heims­ins – að und­ir­lagi auðugra ríkja – neita nú að fjár­magna nýt­ingu jarðefna­eldsneyt­is sem fá­tæk ríki gætu notað til að lyfta sér upp úr fá­tækt. Það sem verra er, lyf­seðill elít­unn­ar til hinna fá­tæk­ari – græn orka – megn­ar ekki að auka lífs­gæði þeirra.

Það er vegna þess að sól­ar- og vindorka er gagns­laus þegar það er skýjað, nótt, eða eng­inn vind­ur. Staðbund­in sól­ar­orka utan dreifi­kerf­is get­ur veitt fal­lega birtu á dag­inn, en sjaldn­ast knúið ís­skáp eða ofn fjöl­skyld­unn­ar, hvað þá fram­leitt ork­una sem sam­fé­lög þurfa til að knýja allt frá bónda­býl­um til verk­smiðja, drif­krafta hag­vaxt­ar.

Rann­sókn í Tans­an­íu leiddi í ljós að næst­um 90 pró­sent heim­ila sem fengu raf­magn utan dreifi­kerf­is vilja vera tengd við landsnetið til að fá aðgang að jarðefna­eldsneyti. Fyrsta stóra rann­sókn­in sem birt var um áhrif sólarraf­hlaðna á líf fá­tæks fólks leiddi í ljós að þeir fengu aðeins meira raf­magn – getu til að knýja lýs­ingu á dag­inn – en það voru eng­in mæl­an­leg áhrif á líf þeirra; þeir juku ekki sparnað eða eyðslu, unnu ekki meira eða stofnuðu fleiri fyr­ir­tæki og börn þeirra nutu ekki meiri mennt­un­ar.

Þar að auki eru sólarraf­hlöður og vind­myll­ur gagns­laus­ar til að tak­ast á við eitt helsta orku­vanda­mál fá­tækra í heim­in­um. Næst­um 2,5 millj­arðar manna halda áfram að þjást af loft­meng­un inn­an­húss vegna brennslu óhreins eldsneyt­is eins og timb­urs og mykju til að elda og halda hita. Sólarraf­hlöður leysa ekki það vanda­mál vegna þess að þær eru of veik­ar til að knýja hreina ofna og hit­ara.

Aft­ur á móti hafa raf­orku­dreifi­kerfi – sem nær alls staðar dreifa að mestu orku úr jarðefna­eldsneyti – veru­leg já­kvæð áhrif á tekj­ur, út­gjöld og mennt­un heim­il­anna. Rann­sókn í Bangla­dess sýndi að raf­vædd heim­ili nutu 21 pró­sents meðal­hækk­un­ar tekna og fá­tækt dróst ár­lega sam­an um eitt og hálft pró­sent.

Stærsta blekk­ing­in af öllu er að rík­um leiðtog­um heims­ins hef­ur ein­hvern veg­inn tek­ist að koma fram í gervi grænna guðspjalla­manna, á sama tíma og meira en þrír fjórðu af gríðarlegri fru­morku­fram­leiðslu þeirra kem­ur frá jarðefna­eldsneyti, að mati Alþjóðaorku­mála­stofn­un­ar­inn­ar. Inn­an við 12 pró­sent af ork­unni koma frá end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um, aðallega viði og vatns­afli. Aðeins 2,4% eru sól og vind­ur.

Berðu þetta sam­an við Afr­íku, sem er end­ur­nýj­an­leg­asta heims­álf­an, með helm­ing ork­unn­ar fram­leidda með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um. En þess­ir end­ur­nýj­an­legu orku­gjaf­ar eru nán­ast ein­göngu viður, strá og mykja og þeir eru í raun vitn­is­b­urður um hversu lít­illi orku álf­an hef­ur aðgang að. Þrátt fyr­ir allt lýðskrumið fær álf­an aðeins 0,3% af orku sinni frá sól og vindi.

Til að kljást við hnatt­ræna hlýn­un verða rík lönd að fjár­festa miklu meira í rann­sókn­um og þróun á betri grænni tækni, allt frá samruna, kjarnaklofn­un og ann­arri kyn­slóð lí­feldsneyt­is til sól­ar og vinds með gríðar­stór­um raf­hlöðum. Mik­il­væg­asta mark­miðið er að ný­sköp­un færi raun­kostnað nýrr­ar orku niður fyr­ir jarðefna­eldsneyti. Þannig munu all­ir að lok­um skipta. En að segja fá­tæk­um ríkj­um heims­ins að búa við óáreiðan­lega, dýra og ónóga orku er móðgun.

Það er nú þegar mótþrýst­ing­ur frá þró­un­ar­ríkj­um heims­ins, sem sjá hræsn­ina í þessu: Fjár­málaráðherra Egypta­lands sagði ný­lega að ekki mætti „refsa“ fá­tæk­um lönd­um og varaði við því að lofts­lags­stefn­an ætti ekki að auka þján­ing­ar þeirra. Það þarf að hlusta á þá viðvör­un. Evr­ópa er að leita að meira jarðefna­eldsneyti í heim­in­um vegna þess að álf­an þarf á því að halda vegna vaxt­ar og vel­meg­un­ar. Þessu sama tæki­færi ætti ekki að halda frá fá­tæk­ustu ríkj­um heims.

*********************

Orkuskipti? Já, þau geta skipt máli.

Hreinni orka? Það er alltaf markmið okkar.

Allt þetta á kostnað orku? Að það sé engin orka eða að hún sé gerð óáreiðanleg? Nei, aldrei. Við þurfum meiri orku, ekki minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ríkasta liðið virðist mjög hrætt um að almenningur hafi það gott, með mat, hita og rafmagn.

Þetta er svipað eins og ég sæi sofandi róna, og sparkaði í hann til þess að honum liði ekki vel svona sofandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2022 kl. 18:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Segðu! En sem betur fer ætla fulltrúar þeirra fátækustu mögulega að spyrna við fótum að þessu sinni - ekki bara mæta til að betla fé. 

Eða hvað? Ekki byggja fjórir nýir flugvellir á Maldívi-eyjum sig án fjármagns!

https://maldives.net.mv/35056/maldives-to-open-four-new-airports-in-2020/

Geir Ágústsson, 8.11.2022 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband