Dagur verkfræðinnar, einhvern veginn

Í dag og á morgun er haldinn viðburður, Dagur verkfræðinnar. Allir velkomnir. Frítt inn. Dagskrá. Léttar veitingar. Gott mál!

Ég kíkti á dagskránna og var svolítið að vonast eftir mikilli áherslu á orku. Orka er af skornum skammti, Evrópa frýs í vetur, allir eru að tala um orkuskipti og Ísland í góðri aðstöðu til að nýta ýmis tækifæri.

En nei, lítið um slíkt. Einn fyrirlestur um rafbíla, sem er tækni sem hverfur vonandi sem fyrst nema fyrir smábíla í stórborgum. Einn fyrirlestur um raforkukerfið sem fjallar vonandi um mikilvægi Dísil-rafstöðva í afskekktum byggðum, eða ekki. Græn kjarnorka er efni eins fyrirlesturs, hvað svo sem það er. Búið.

Fyrir þá sem vilja vita hvaða hlutverki verkfræðingar gegna orkumálum á Íslandi er þessi Dagur verkfræðinnar sennilega tímasóun, nema léttu veitingarnar séu góðar. 

Mun betri er nýlegur viðburður þar sem niðurstöður vinnu á vegum Landsvirkjunar, Samorku og Samtaka iðnaðarins voru kynntar. Hér er svolítil mynd sem segir mjög mikið á einfaldan hátt:

raf_vs_ol

Hvað þýðir þetta? Jú, að til að losna við olíuna þarf að virkja næstum því jafnmikið og er nú þegar búið að virkja og nýta svo þá raforku til að búa til eldsneyti sem er án aðkomu jarðefna (og peningagreiðslna til spilltra prinsa). 

Hérna geta verkfræðingar minnt á sig og sagt: Gott og vel, þú vilt vera án jarðefnaeldsneytis. Mig vantar þá bara rafmagn og málið er leyst. Rafmagn má nota til að kljúfa vatn og framleiða vetni. Vetni má binda við önnur frumefni og búa til eldsneyti sem getur knúið hvað sem er, rétt eins og olían eða gasið. Vetnið má líka nota beint sem orkugjafa á ýmsan hátt. Ekki gallalaust efni, en hægt að framleiða þar sem er rafmagn, og nota beint eða sem hráefni.

En ekki á Degi verkfræðinnar samt. Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband