Óþekka Truss

Liz Truss hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra Bretlands eftir litla 45 daga í því. Hún fékk mótspyrnu, virkaði óörugg og sennilega þjarmað að henni úr öllum áttum.

Þjarmað að henni, segi ég.

Hún ætlaði sér til dæmis að bæta orkuöryggi Bretlands í ljósi ástandsins seinustu mánuði. Það þýddi að gefa leyfi á opnun fjölmargra nýrra olíu- og gaslinda. Skamm, Truss! Þetta kalla vinstrimenn að "wilfully vandalising the planet and threatening human life to satisfy ideological bloodlust". Já, hægriöfgar, sjáðu til! Olía og gas eru hægriöfgar! Og eyðileggur plánetuna! Og ógnar mannslífum! Viljandi!

Aukin orka til almennings og fyrirtækja gæti þýtt að Bretland nær ekki svokölluðum loftslagsmarkmiðum sínum. Hnattræn kólnun eða eitthvað slíkt. Skamm, Truss!

Á meðan er verðbólgan á himinflugi og orkuverð sömuleiðis. En vissara að gera ekkert í því sem styggir reiða vinstrið! Byggjum bara fleiri vindmyllur! 

Nú veit ég ekkert um Liz Truss nema það litla sem ég hef séð í fréttum undanfarna daga. Hún er mögulega skynsöm í fleiri málum en orkumálum. En hún þurfti að fara. Hún var að hrista of mikið í vespuhreiðrinu. Núna fáum við sennilega Partý-Boris aftur á sviðið. Gleðjist þeir sem vilja.


mbl.is Liz Truss segir af sér embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ekki gleyma stórglæpnum; hún ætlaði að minnka sósíalistarányrkju í skattaformi.

Guðjón E. Hreinberg, 21.10.2022 kl. 13:58

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svíar ætla að láta þessi loftlagsmarkmið lönd og leið
Ætla frekar að reyna að bjarga hagvextinum

Sumir RUV fræðingar eru fljótir að telja Brexit ástæðu þess að efnhagurinn sé ekki vænlegur hjá Tjallanum.
En Bretar geta heldur ekki bara gripið 40 miljarða evra úr loftinu og slengt þeim á borðið - því spyr enginn hana Ursulu hvaðan allir þessir peningar sem hún er að spreða til hægri og vinstri eru að koma.
Ekki koma þeir úr hennar vasa svo mikið er víst

40 milljarðar evra gegn hækkandi orkuverði (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 21.10.2022 kl. 14:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Láttu ekki svona Geir, spilaðu þig ekki svona vitlausan.

Truss varð það á að átta sig ekki á nútímanum, eða þeirri alvarlegu stöðu sem evrópsk efnahagskerfi eru í.

Hvað þá að hún fattaði að eftir að leiðtogi lífsins, það er hennar lífs, opnaði fyrir ægivald "fjármálamarkaðarins" á stefnu ríkisstjórna, að þá ferð þú ekki gegn þessu ægivaldi.

Geir, ég efa að jafnvel rótgrónir meðlimir Alþýðufylkingarinnar, þeir sem eru ennþá að átta sig á afhverju þetta gekk ekki upp í hjá Pol Pot, myndu setja inn svona pistil sem nýtti flest möguleg logandi ljós til að finna skýringu á falli Truss, aðra en þá sem skýringin er, að hún gekk gegn Markaðnum.

Geir, þessi nálgun þín er ekki vitræn.

Hins vegar má lengi skammast í orkubjánum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2022 kl. 17:05

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Ég er engu nær eftir að hafa lesið athugasemd þína. Af hverju sagði hún af sér?

Geir Ágústsson, 21.10.2022 kl. 19:12

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sá þessa frétt þegar ég fletti í gegnum Moggabloggið, mikið áfall. Leist vel á manneskjuna og skil ekki af hverju hún sagði af sér.

Theódór Norðkvist, 21.10.2022 kl. 19:48

6 identicon

Mér virðist sem einhver skuggaöfl/fjármálaöfl rói að því öllum árum, að Brerlandi verði komið aftur undir Brusselveldið og Ursula von der Leyen verði æðsti leiðtogi Bretlands.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.10.2022 kl. 20:14

7 identicon

Brendan O'Neill gerir svo ágæta grein fyrir því á Spiked að vandi Bretlands sé að það sé orðið pólitísk Eyðimörk (Wasteland) hugsjónalausra og innantómra (Hollow) pólitíkusa og tæknikrata.  Þar vísar hann til ljóðabálka T.S.Eliot.

Slíkt gildir reyndar í vestrænni pólitík nútildags, hún snýst ekki um neitt nema innantóma fordild.  Þannig er komið fyrir lýðræðinu; það hefur verið kokgleypt af umbúðunum, án innhalds og statt sem í súrrealískri eyðimörk tómhyggjunnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.10.2022 kl. 20:44

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei það er von að þú skiljir hana ekki Geir, enda það ungur að þekkja hvorki til Pol Pot eða Alþýðfylkingarinnar.

Eða að spyrja, að því virðist í fyllstu einlægni, af hverju Truss féll??

Og ég sem hélt að þú væri bara að djóka með þessari færslu þinni, að þér hafi þótt það fyndið að tengja falla hana við orkubaróna, það er jú alltaf fyndið að tefla fram gegn hinu augljósa, skýringu sem út úr kú, en vekur athygli á ákveðnum sjónarmiðum eða hugsun.  Kannski hélt ég þetta því ég er svo oft að gera þetta sjálfur, það er jú varla nennunnar viðri að tala alltaf eins og síðasti ræðumaður.

En Truss féll vegna þess að hún áttaði sig ekki á snörpum viðbrögðum markaðarins gegn efnahagstillögum hennar, hvort sem þær voru gáfulegar eða ekki, hefðu snarvirkað eða ekki, þá tók Markaðurinn þær snarlega af lífi með því að flytja fé úr pundi yfir í dollar, flóknara var það ekki.

Síðan sýndi hún það að hún er enginn leiðtogi þegar hún fórnaði fjármálaráðherra sínum, í stað þess að taka slaginn með sannfæringu sinni.  Sá slagur var líklegast tapaður, til dæmis af ástæðum sem félagi frá Hákoti ymprar á hér að ofan, en hún hefði þá  fallið með sæmd, í stað þess að grafa sína eigin gröf með peðsfórn sinni, því peðið var hennar eina skjól.

Já, og leiðtogi lífsins er að sjálfsögðu Frú Thatcher, var hún ekki líka í leiðtogasæti hjá þér???

Kveðja að austan.

Ps.  Ég trúi því ekki samt að þér sé alvara með hrútaskýringu þína.

Ómar Geirsson, 22.10.2022 kl. 15:12

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Aftur, ég er engu nær. Hvað felldi hana? Viðbrögð markaðarins við hverju? Örlitlum skattalækkunum eða vilja til að tækla verðbólguna? Kannski þú getir vísað í lesefni sem ég hef ekki rekist á.

Geir Ágústsson, 22.10.2022 kl. 20:48

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, það er gullin regla að þegar maður gerir sér upp vanþekkingu, að láta ekki spurningar eða annað í áframhaldandi skrifum koma upp um sig, þetta þarna með meintar "örlitlar skattalækkanir" og ennþá meintari vilja "til að tækla verðbólguna" var eins og þú veist mæta vel í fjárlagafrumvarpinu sem Truss lagði fram og rammaði efnahagstillögur ríkisstjórnar hennar.

Það má hins vegar deila um hvort það hafi verið harkaleg viðbrögð markaðarins, eða viðbrögð Truss við þeim harkalegum viðbrögðum, það er þegar hún rak fjármálaráðherra sinn í stað þess að reka sjálfan sig og lét nýja fjármálaráðherra slátra því sem næst öllu sem var í gamla frumvarpinu, má deila.

Því þegar um raðafglöp er að ræða þá er oft erfitt að benda á eitt og segja, það var "þetta".

En ég var að klára London ferð með fjölskyldu minni þegar Truss lagði fram frumvarp sitt, og fylgist aðeins með hvernig henni var slátrað í BBC (líka channelnum), þar var margt sagt en hvergi var minnst á hrútaskýringu þína, það get ég svo svarið þó ég geti varla sagt að ég tali eða skilji útlensku.

Af hverju Markaðurinn var hins vegar svona vondur við Truss, sem og öll akademían, er hins vegar einnar pælingar virði, og vísa ég þar í skrif bóndans frá Hákoti.

En höggstokkinn sá Truss alfarið um.

Kveðja að austan.

Ps.  Hins vegar má bæði Truss og markaðurinn hafa mikla þökk fyrir að reyna að lækka vísareikninginn minn í íslenskum krónum.

Ómar Geirsson, 23.10.2022 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband