Evrópa semur um kaup á gasi frá innrásarríki

Mér er tíðrætt um samhengi - að skoða hlutina í samhengi en ekki bara sem röð einstaka viðburða sem tengjast engum öðrum og hljóta að skrifast á eitthvað stundarbrjálæði eða illvilja. 

Samhengi réttlætir ekkert. Það þarf ekki einu sinni að skýra neitt. Stundum er eitthvað einfaldlega stundarbrjálæði eða viðbrögð sem ná langt út fyrir eðlileg mörk. Mögulega lesum við um slagsmál í næturlífinu sem kemur svo í ljós að eru skiljanleg afleiðing af því að maður klappaði á rass kærustu annars manns. Slagsmál eru þar með ekki réttlætanleg - þau voru yfirgengileg viðbrögð við nokkru sem hefði bara átt að kalla á afsökunarbeiðni - en engu að síður skiljanlegri þegar samhengi er veitt.

Hvað um það.

Í fréttum um daginn var sagt svona frá:

Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 

Þetta er dæmigert orðalag fyrir vestrænar fréttastofur [BBC, CNN, RÚV]: Átök á landamærunum. Báðir aðilar að saka hinn um eitthvað. Bara svolítið vopnaskak. 

En hver réðist inn fyrir landamæri hvers? Framkvæmdi innrás! Brauta á heilögum línum landamæra! Öllu óvarfærnari fréttastofa segir svona frá:

Azerbaijan carried out a wide-scale attack against targets in Armenia, an unprecedented escalation of the long-running conflict on to Armenian territory.

Allt á huldu greinilega. Hermenn Armeníu hafa greinilega verið að leika sér að því að skjóta sprengjum á nágranna sinn sem varði sig svo skiljanlega með innrás og hún þar með skiljanleg. Ekki endilega réttlætt, en skiljanleg. Lítið að frétta, hvað sem því líður. Vestrænir fjölmiðlar tala svo um svolítil átök á landamærunum. Svona er þetta jú bara hjá þessum blessuðu austantjaldsríkjum!

Bregðum okkur svo í annan fréttaheim:

Azerbaijan’s new natural gas pipeline to Europe is being heralded as a “game changer” for European energy security. ... “This pipeline is a game changer. It is a game changer for Bulgaria and for Europe’s energy security,” said President of the European Commission Ursula von der Leyen. “It means freedom. It means freedom from dependency on Russian gas.”

Frábært, ekki satt? Nýtt gasrör frá friðsælu mannelskandi nágrönnum okkar í Aserbaídsjan mun frelsa okkur frá rússnesku gasi!

Eða með öðrum orðum: Ríki sem á í svolitlum landamæradeilum við ögrandi nágranna sinn ætlar núna að selja Evrópu gas til að Evrópa þurfi ekki að kaupa gas frá vondu innrásarríki. 

Það læðist að manni sá grunur að þessi svakalega áhersla á að halda Rússum frá ákveðnum svæðum í Úkraínu og trappa upp átök þar uns stóru sprengjurnar láta sjá sig litist af einhverju öðru en ást Evrópu og Bandaríkjanna á landamærum frá tímum Sovétríkjanna.

Kannski einhverju allt öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað ætli séu margir sem trúa því að þessir milljarðar dollara sem USA sendir til Úkraínu gagnist fólkinu þar?

Maður spyr sig...

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2022 kl. 20:12

2 identicon

Þeir sem eru tilbúnir að opna aðeins augun og leggja örítið við hlustir átta sig á að þetta Úkraínu stríð er í boði NATO og Bandaríkjanna. Þetta er líklega sama fjölskyldan og er með loftslagsmálin og eitursprauturnar. Það er alveg sama hvort hægt er að sanna þessa hluti eða ekki þá þýðir ekki að ræða það við heilaþveginn lýðinn. Yuri Bezmanov segir að það taki 15-20 ár að vinda ofan af svona heilaþvætti eins og hefur verið byggður upp hér.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 12.10.2022 kl. 12:24

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það minnir mig á þegar útsendari Bresku leyniþjónustunnar skaut til bana Austurrískan ríkisráðsmann sem kom að byggingu olíulestarinnar á milli Baghdad og Berlínar vorið 1914.

Guðjón E. Hreinberg, 12.10.2022 kl. 12:49

4 identicon

Kristinn B, það er vandamálið. Flestir eru svo heilaþvegnir, en telja sig vera svo upplýst. Það er ótrúlegur skortur á gangrýninni hugsun hjá þorra almennings. Maður hefði haldið að með aukinni aðgang að upplýsingum og menntunarstofnunum myndi fólk vera betur að sér; en það virðist vera alveg öfugt. Það er hreint og beint skelfilegt að verða daglega vitni að almenningi sem svo illa á sig kominn (og ekki batnar það að hafa einhverjar háskólagráður) að geta ekki lagt saman 2 og 2 á grundvelli upplýsinga sem liggja á borðinu.

booboo (IP-tala skráð) 12.10.2022 kl. 18:22

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Mér finnst einnig líklegt að þeir sem toga í spottana á einni brúðu séu líka að toga í spottana á hinum: Sprautudúkkan, stríðsdúkkan, loftslagsdúkkan. 

En gott og vel, látum þá reyna. Ég hef kynnst alveg ótrúlegum fjölda fólks seinustu 2 árin og rúmlega það sem hefur fundið í mér samherja eða sem ég hef fundið samherja í og þetta fólk smitar út frá sér og múrinn sem áróðurinn dynur á stækkar og styrkist. 

Geir Ágústsson, 12.10.2022 kl. 19:42

6 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég ætla að leyfa mér að vera bjarsýnn.

Kristinn Bjarnason, 13.10.2022 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband