Fimmtudagur, 6. október 2022
Tímahylki landlæknisembættisins
Heimasíða landlæknisembættisins er eins og tímahylki. Þegar hylkið er opnað kemur allskonar úr fortíðinni í ljós. Sem dæmi eru leiðbeiningar um bóluefni á auðlesnu máli (sjá viðhengt skjal), seinast uppfært í ágúst 2021 og er ennþá vísað í.
Tímahylkið er stráð öllum þessum fullyrðingum sem voru látnar dynja á fólki fyrir rétt rúmlega ári síðan og alveg fram yfir áramót. Gott að þær eru á auðlesnu máli!
Tökum dæmi af handahófi:
Hérna er væntanlega átt við bóluefni Kínverja og Rússa, nú eða þessi hefðbundnu bóluefni sem hafa verið þekkt í áratugi, en ekki mRNA-efnin sem virka á allt annan hátt (kannski ekki hægt að lýsa þeim á auðlesnu máli fyrir skjólstæðinga Þroskahjálpar). Eða hvað? Er verið að segja hérna á auðlesnu máli að Pfizer og Moderna hafi búið til efni úr sýnishornum af sjúkdómi (veiru)? Köllum það bara lygi og látum gott heita.
Þetta hefur auðvitað ekki staðist og var raunar vitað á tíma þessara leiðbeininga á auðlesnu máli. Ísrael var til dæmis búin að margsprauta alla án árangurs og gögnin komin fram.
Skiljanlega þurfti að eyða nokkrum glærum í að blása á þessar aukaverkanir og kalla þær jafnvel eðlileg viðbrögð líkamans (fólk sem fékk ekki aukaverkanir fékk þá væntanlega saltlausn). Allt þetta á auðlesnu máli. En ekkert af þessu stóðst. Sprauturnar komu ekki í veg fyrir smit - nema síður sé - og voru og eru stórhættulegar.
Þetta er mögnuð söluræða. Keyptu þennan bíl en þú þarft ennþá að labba! Settu á þig þessa hanska en þú verður ennþá skítugur! En þetta virkaði.
Tímahylki eru oft skemmtileg. Menn sjá í þeim tísku og tækni fyrri tíma og brosa jafnvel aðeins að þessum gömlu tímum. En sum tímahylki eru af öðru tagi. Þau minna okkur á lygar og áróður yfirvalda. Það er ágætt, ef menn vilja læra af reynslunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Athugasemdir
Thad er ekki einu sinni haegt ad kalla thetta hvita lygi, thvi thetta er haugalygi af alvarlegustu gerd!
Kvedja ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 7.10.2022 kl. 07:49
Þetta er alveg kostuleg lesning, þvílíkar lygar samankomnar í einu skjali!
Ég tek undir hvert orð sem Halldór Egill segir.
Kristín Inga Þormar, 7.10.2022 kl. 08:59
Lygar virðast vera þema hjá Þroskahjálp, því miður, og kannski ekki endilega runnar undan rifjum Landlæknis (þótt embættið beri vissulega ábyrgð á því sem það deilir á vef sínum).
Félagsmenn Þroskahjálpar hafa ekki fengið fréttir af COVID síðan í janúar og sýnist mér félagsmönnum Þroskahjálpar hafi þar verið sett strangari takmarkanir en reglugerð heilbrigðisráðherra. Til dæmis segir reglugerð að grímuskylda gildi þar sem ekki sé unnt að tryggja 2 metra fjarlægð (svo sem í leigubílum) en skjólstæðingum Þroskahjálpar sagt að bæði gildi: Að viðhalda alltaf 2 metra fjarlægð og nota grímur.
Geir Ágústsson, 7.10.2022 kl. 10:12
Afneitun sérfræðingana: Nei, það er engin möguleiki að VIÐ hámenntaðir sérfræðingar gætum haft rangt fyrir okkur; víð erum handhafar vísnda og sannleikanns.
booboo , 7.10.2022 kl. 11:25
Það virðist ekki skipta máli þó að hægt sé sanna lygina í öllu þessu virðulega fólki það er bara haldið áfram að ljúga. Þetta eru lygar sem hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Þetta er hreinn og klár ásetningur að skaða fólk.
Það þarf að rannsaka hvers vegna þetta var gert og ef það verður ekki gert þá verður þetta endurtekið með einum eða öðrum hætti.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2022 kl. 11:34
Tek undir all hér að ofan.
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.10.2022 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.