Hvar liggja mörk ţess sem má kenna Rússum um?

Kennum Rússum um! Ţetta hefur lengi veriđ hálfgerđ tíska en í hiđ minnsta hneigđ á Vesturlöndum. En eru einhver mörk á ţví hvađ er hćgt ađ kenna Rússum um? Ég meina, núna er veriđ ađ kenna ţeim um ađ sprengja eigin eigur og tekjurlindir í loft upp. Ţegar ekki tekst ađ sýna fram á neitt slíkt er gripiđ til enn fjarstćđukenndari kenninga. En sem betur fer virđast fáir nema fréttaneytendur holrćsamiđlanna (e. main stream media) ćtla ađ bíta á agniđ.

(Auđvitađ sprengdu Bandaríkjamenn, eđa strengjabrúđur ţeirra, upp hin rússnesku rör.)

En hvađ međ orkukreppuna? Ţađ vantar jú olíu og gas í Evrópu! Allar lindir, öll rör og öll flutningaskip keyra á fullum afköstum en ennţá vantar mikiđ upp á ađ anna eftirspurn. Er ţađ ekki Rússum ađ kenna? Ţeir réđust jú inn í Úkraínu og samţykkja viđskiptahindranir á viđskipti viđ sig! Ganga jafnvel enn lengra og skrúfa fyrir kranana áđur en bođađar viđskiptahindranirnar eru lagđar á og spara ţannig öđrum ómakiđ ađ skipa ţeim ađ gera slíkt.

Nei, orkukreppan er ekki Rússum ađ kenna. Hún er heimatilbúinn vandi sem stafar af ţví ađ miklum fjárhćđum hefur veriđ variđ frá ţví ađ fjárfesta í fleiri olíu- og gaslindum undanfarin ár og frekar í átt ađ ţví ađ reisa vindmyllur og annađ slíkt. Í ágćtri grein á oilprice.com segir međal annars um ţetta:

The short answer is that for the period since 2014, producers have been disincentivized to explore for or sanction the mega-project that was the mainstay of the 2000-2013 era.

op

The graph above is telling us that for a lot of reasons-low oil prices for much of the period, governmental preferences shifting to alternative energy and discouraging production of “fossil fuels,” and capital restraint by producers globally that we have under-invested in upstream supply by hundreds of billions.

Ástandiđ jafnast á viđ ađ bóndinn hafi plantađ blómum í stađ korns og sé svo hissa á ađ geta ekki lifađ á hunangi eftir nćstu uppskeru. 

Auđvitađ ţarf ađ huga ađ öđrum orkulindum en olíu og gasi. En geri mađur ţađ of snemma ţá kemur orkuskortur. Geri mađur ţađ of seint ţá kemur orkuskortur. Geri mađur ţađ mátulega hratt og međ svolitlu raunsći um ţróunina til framtíđar ţá gengur ţađ mögulega vel. Ţađ tók mannkyniđ (ríka hluta ţess) 100 ár ađ skipta úr trjám í kol, og önnur 100 ár ađ skipta úr kolum í olíu og gas. Ađ ćtla sér ađ skipta yfir í sól og vind á broti ţess tíma er auđvitađ galiđ og núna sjáum viđ ţađ.

Hérna er ekki hćgt ađ kenna Rússum um annađ en ađ vekja ţá sofandi, óviljandi en mjög markvisst. Ţví miđur, sjálfumglöđu stjórnmála- og blađamenn: Á ţetta agn verđur ekki bitiđ. Haldiđ frekar áfram ađ reyna selja okkur sprautur. Ţeir sem trúa öllu upp á Rússa eru eflaust til í fleiri slíkar!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ađ ósprautađir séu mun líklegri til ađ styđja Púín.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráđ) 6.10.2022 kl. 09:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Ég hef ekki rekist á marga á Vesturlöndum sem beinlínis styđja Pútín. En ţeir sem kynna sér ađdragandann ađ atburđum dagsins í dag eru kannski ólíklegri til ađ telja öll heimsins vandamál vera Pútín ađ kenna. Telja ađ mögulega sé hér um langvarandi átök tveggja varnarliđa á ferđ sem óumflýjanlega hlaut ađ enda á ađ annađ liđiđ skipti út varnarmönnum fyrir sóknarmenn og reyndi ađ ljúka málinu.

Geir Ágústsson, 6.10.2022 kl. 11:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband