Mikilvægt að hagnaður af fiskeldi á Íslandi fari úr landi

Norðmenn skelltu nýlega svimandi háum skatti á norskt fiskeldi. Noregur lifir aðallega á því að selja olíu og gas og hinn nýi skattur mun engu skipta fyrir fjárhag ríkisins en kannski menn séu hér að skattleggja af hreinni hugsjón: Einhver er að hagnast á því að nýta náttúruna og skal fá að borga!

Á Íslandi spila stjórnmálamenn eftir sömu hörpu hins hreina hugsjónahjarta. Auðlindaskattar leggjast jú á alla sem breyta náttúruauðlindum í fé og hagnað. Eða ekki alla. Suma. Útvegsfyrirtækin nánar tiltekið. Ekki aðra. En gott og vel, allt saman af hreinni hugsjón.

Erlend fyrirtæki sem stunda fiskeldi á Íslandi vita auðvitað af þessu og skilja mikilvægi þess að skilja ekki eftir neinn hagnað á Íslandi. Norðmennirnir borga laun og skatta af þeim og aðföngum og þjónustu og annað gott en hagnaðinn taka þeir með sér til útlanda. Þannig verður hin hreina hugsjón - sú að skattleggja þá sem nýta náttúruna til að afla tekna - aldrei virkjuð. Skattar verða jú ekki lagðir á taprekstur. Taprekstur verður það því áfram.

Norðmenn eru rosalega góðir að búa til peninga, þeir mega eiga það skuldlaust. Eins og þeir eru skuldlausir.


mbl.is Íslendingar hagnist á auðlindaskatti Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband