Sunnudagur, 2. október 2022
Ókeypis andspyrna
Í hagfræði tala menn stundum um "externality", eða utanaðkomandi þátt sem getur ýmist verið jákvæður eða neikvæður. Neikvæður þáttur væri nágranni að safna í mykjuhaug á næstu lóð sem sendir vonda lykt í allar áttir. Jákvæður þáttur væri nágranni að leggja mikla alúð í vel lyktandi rósarunna sem dæla frá sér ilmi og góðu útsýni.
Þeir sem rífa kjaft þegar yfirvöld eru að reyna selja okkur skáldsögu eru "externality" sem í fyrstu fer í taugarnar á þeim sem vilja syngja í kór en endar oftar en ekki á að gagnast sama liði þegar það nýtur ávaxtanna.
Icesave I, II og III eru dæmi um slíkar skáldsögur sem enduðu sem betur fer á að gagnast þeim sem vilja syngja í kór en létu kvabbið í gagnrýnisröddum fara í taugarnar á sér.
Innrás Bandaríkjamanna og bandamanna inn í Írak, Líbýu, Sýrland og fleiri ríki eru skáldsögur sem flestir trúa en eru hannaðar til að moka fé í vasa og völdum í hendur útvalinna aðila.
Seinasta veira var notuð sem afsökun til að leggja samfélög manna í rúst en gagnrýnisraddir létu ekki þagga niður í sér og niðurstaðan í dag er nokkuð venjulegt ástand, ef örfá ríki og svæði eru undanskilin. Þeir sem vildu sprauta krakka og kæfa þá með grímum hafa dregið sig þegjandi og hljóðalaust í hlé en njóta afraksturs gagnrýninnar án þess að þakka fyrir sig, jafnvel þótt margir hafi tekið á sig mikinn fórnarkostnað fyrir að hafa spyrnt við fótum.
Þeir sem láta ekki selja sér pöddur í kvöldmatinn, nýmóðins sprautur, loftslagssönginn, greiðslugetu í samræmi við hlýðni, stigmögnun hernaðar í gegnum strengjabrúður, einhliða kröfur vogunarsjóða, "we own the science" áróðurinn og hatur á lífsstíl miðstéttarinnar eru ókeypis "externality" fyrir hina sem klappa í takt, syngja í kór og loka svo á sér þverrifunni þegar réttlætinu hefur verið náð fram vegna vinnu þeirra sem létu hrópa að sér, útiloka sig, reka sig og rægja sig.
Verði ykkur að góðu, klappstýrur! Ókeypis andspyrna fyrir þig sem trúir skáldsögum og kannt ekki að þakka fyrir þig!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Facebook
Athugasemdir
Menn geta þakkað sér ýmislegt sé hugmyndaflugið mikið og virðing fyrir staðreyndum lítil.
Vagn (IP-tala skráð) 2.10.2022 kl. 19:47
Vagn,
Mikið rétt! Þetta var frábær athugasemd. Ég vona að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur taki hana til sín.
Geir Ágústsson, 2.10.2022 kl. 20:24
Svo margir syngja í takt því þeir vilja vera eins, með hópnum, ekki rugga bátnum. Þó þeir trú ekki neinu af þessu bulli. Þó þau gruni að hópurinn sé ekki sammála heldur.
Það er svo þægilegt að vera bara með.
Slíku fólki er ekki auðvelt að bjarga.
Vandinn er að þegar fólk spilar með gegn eigin vitund, þá er það að taka þátt í heilaþvottinum. Skemma fyrir sjálfu sér. Aktívt.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.10.2022 kl. 20:25
Ásgrímur, það þarf ekki að bjarga neinum á sléttum sjó nema eitthvað fíflið ruggi bátnum....og væntanlega hrósar sér svo fyrir björgunina með sápufroðu vellandu út um bæði eyru.
Vagn (IP-tala skráð) 2.10.2022 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.