Miðvikudagur, 28. september 2022
Hverjir græða á götóttu röri?
Það er ýmislegt sem mælir með og á móti því að Rússar hafi ákveðið að eyðileggja eigin eigur og tekjulindir.
En hverjir græða á slíkum skemmdarverkum? Þá meina ég: Græða peninga. Ekki Rússar, það er á hreinu. Og heldur ekki Þjóðverjar, en þeir eru svo sem aðallega í því að grafa undan sjálfum sér og hafa lengi verið.
Norðmenn græða. Þeir eru nú í enn betri stöðu en áður sem gasframleiðendur á evrópskan markað.
Pólverjar græða. Þeir eru nýbúnir að vígja glænýtt rör sem tengir þá við norskar gaslindir og fá bráðum gas sem þeir geta selt til ríkja í kringum sig.
Spákaupmenn græða, þ.e. þeir sem veðja á að gasverð haldist áfram hátt.
Úkraína græðir enda þurfa Rússar nú í auknum mæli að nota rörin í gegnum Úkraínu til að koma gasi til Evrópu og fyrir slíkt þarf að borga.
Bandaríkjamenn græða. Evrópa verður nú enn háðari innflutningi á gasi frá Bandaríkjunum en áður og forseti þeirra fær að standa við stóru orðin.
Stundum er sagt í kvikmyndum þar sem verið er að leysa einhverja ráðgátu: "Follow the money."
En sumir vilja miklu frekar segja: "Blame Russia."
Hvor ætli komist fyrst að sannleikanum um götóttu rörin í Eystrasalti?
Stjórnvöld í Noregi herða öryggi eftir gaslekana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er kaninn. Núna geta þeir selt skipa gasið sitt áfram næstu árinn.
Óli (IP-tala skráð) 28.9.2022 kl. 15:18
Óli,
Mögulega! Hérna eru vangaveltur í því samhengi:
https://www.youtube.com/watch?v=jLb0QeCQF_I
Geir Ágústsson, 28.9.2022 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.