Hvað er óháður blaðamaður?

Okkur er kennt að hlusta á virta fréttamiðla, þá sem er hægt að treysta. Þessa sem birta trúverðugar fréttir. Hlutlausar jafnvel. BBC í Bretlandi lýsir sjálfri sér til dæmis svona:

"Our commitment to impartiality is at the heart of that relationship of trust. In all our output we will treat every subject with an impartiality that reflects the full range of views. We will consider all the relevant facts fairly and with an open mind."

Gott og vel. Menn eru kannski að reyna. En auðvitað vitum við að þetta er ekki rétt. Sumir óháðir miðlar (og einstaklingar) hafa seinustu tvö árin verið mun marktækari til lengri tíma en þessar rykföllnu stofnanir sem starfa miklu frekar eins og kallarakerfi fyrir yfirvöld en sjálfstæðar fréttastofur. Aðrir óháðir miðlar ekki, auðvitað, og stundum erfitt að gera upp á milli, en sem betur fer er málfrelsi og allar skoðanir á borðunum, eða ekki.

Hvað um það, hér ætla ég að deila efni frá óháðum miðli í Kanada sem er að fjalla um nokkuð sem enginn af þessum hugrökku og hlutlausu miðlum er að fjalla um jafnvel þótt ástandið sé að rífa lítið samfélag í sundur í nafni pólitísks rétttrúnaðar.

Ég læt litla frétt um að ræða forsöguna og um hvað er deilt, og þeirri frétt fylgir svo þetta myndband.

Kanada endurspeglar mögulega ekki íslenskar aðstæður eða þær á öðrum Norðurlöndum, en er mögulega að gefa vísbendingar um framtíðina. Og taki menn henni eins og menn vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Börnin líða á sama tíma og rugludöllum er hampað af stjórnvöldum, ekki bara í útlöndum heldur einnig hér á landi. Rugludallar fá að koma í skólana og heilaþvo börnin af sínu óeðli og þannig gera börnin óörugg með kyn sitt og tilveru.

Á sama tíma er bannað að biðja í skólum og fræða börn um sögur Biblíunnar eða tala við þau um Jesú Krist. Er að furða að óöryggi barna og fullorðinna fer vaxandi??? fólk þorir ekki að tjá skoðanir sínar af ótta við einhverjar afleiðingar sem gætu komið því illa, því finnst því betra að láta ruglið yfir sig ganga og kyngja óeðlinu sem að því er rétt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.9.2022 kl. 15:26

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Úkró lét sprengju dynja á hótel þar sem blaðamenn voru staddir, sem er ekki tilviljun á 21stu öld þegar sprengjur og flugskeyti eru mjög hnitmiðuð; enginn hérlendis spyr hvort nokkur Íslendingur hafi verið á hótelinu.

Guðjón E. Hreinberg, 25.9.2022 kl. 16:41

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Tómas,

Á son í danska skólakerfinu, 11 ára gamall, og hann virðist sem betur fer óhultur. Á þessum aldri leika kynin sér mikið saman í allskyns leikjum og svo bíða unglingsárin og allt verður vandræðalegt. Allt eins og það á að vera. En spyr stráksa reglulega um hitt og þetta, hann finnur ekki fyrir þrýstingi á neitt nema að læra að lesa og reikna.

Guðjón,

Athyglisvert! En meira kjöt á beinin vel þegið. Það blasir nú þegar við að Úkraínuher felur sig þar sem sprengjur ættu síst að falla, sbr. Amnesty-skýrslur, en hef ekki séð þetta áður.

Geir Ágústsson, 25.9.2022 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband