Miðvikudagur, 14. september 2022
Sumir fá og aðrir ekki
Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi er erfitt. Skýrist það af mörgum þáttum, svo sem:
- Banni á áfengisauglýsingum
- Háum virðisaukaskatti
- Samkeppni við niðurgreitt ríkisútvarp á auglýsingamarkaði
- Kostnaði við regluverk og afskipti eftirlitsstofnana
Allt eru þetta kostnaðarliðir sem ríkisvaldið leggur á fjölmiðla og gæti afnumið með örlitlum lagabreytingum en gerir ekki.
Hvað gerir ríkið þá? Jú, niðurgreiðir suma fjölmiðla.
Suma, en ekki aðra.
Fjölmiðilaeigandi sem hefur engan áhuga á að gerast bótaþegi hefur nánast ekki það val að sækja ekki um styrk. Samkeppnin er niðurgreidd og allar ríkisaðgerðirnar sem auka kostnað eru enn til staðar. Það er ekki hægt að fá hlutdeild í auglýsingum ríkisútvarpsins gegn því að sækja ekki um styrk, svo dæmi sé tekið. Það er ekki hægt að fá leyfi til að birta bjórauglýsingar gegn því að spara ríkissjóði peninga.
Nei, þú sækir annaðhvort um styrk, til jafns við samkeppnisaðila þína, eða lendir í miklum rekstrarvandræðum. Þú tekur þátt í kerfi þar sem almenningur er þvingaður til að niðurgreiða fréttaflutning, efnistök, blaðamennsku og stundum áróður sem hann hefur mögulega engan áhuga á að fjármagna.
En kannski þetta sé allt þess virði til að brosandi ráðherra líði vel einu sinni á ári.
Úthluta 380 milljónum til 25 fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Athugasemdir
Ríkisútvarpið er barn síns tíma og á engan tilverrétt í dag. Ruv er fyrst og fremst áróðurstæki fyrir starfsmenn þess og hefði átt að vera lagt af fyrir áratugum. Hefur hvorki menningarlegt né fréttalegt gildi. Burt með þessa risaeðlu.
Bjarni (IP-tala skráð) 14.9.2022 kl. 14:32
Innleiðing fasisma er hæg en sígandi.
Fyrst nær ríkið öllum fjölmiðlunum á spenann, á þá, svo heyrir fólk ekkert nema ríkis-lygar egar það kvekir á útvarpinu, nema fjölmiðillinn vilji missa styrkinn.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2022 kl. 14:49
Bjarni,
Hver ætlar þá að spila tónleika sinfóníunnar í beinni? Ah, kannski hægt að kasta slíku á vefinn. Já, sammála.
Ásgrímur,
Auðvitað blasir það við. Þegar fjölmiðlar eru orðnir vanir því að fá styrki til að ráða við auglýsingabann á tannlæknaþjónustu og áfengi, tapað auglýsingafé sem rennur til ríkismiðlanna, áreiti Fjölmiðlastofnunar og töpuð viðskipti vegna hárrar skattlagningur á afurð þeirra þá er ekki aftur snúið og þeir geta ekki hætt á að missa styrkinn.
Geir Ágústsson, 15.9.2022 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.